Um 45 cm sig eftir skjálftann í morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2014 14:35 Vísir/Auðunn Skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun, 5,4 að stærð, er með þeim stærstu síðan gosið í Holuhrauni hófst hinn 29. ágúst síðastliðinn. Sá stærsti mældist 5,5 að stærð en alls hafa um 20 skjálftar yfir 5 að stærð mælst síðan gosið hófst. GPS mælingar sýna að askjan seig um 20 sentímetra í kjölfar skjálftans og um 20-25 sentímetra í viðbót næstu tvær til þrjár klukkustundir eftir það. Sig í Bárðarbungu er með svipuðu móti og verið hefur síðustu daga en samkvæmt mælingunum hefur sigið í miðri öskjunni verið um 50 sentímetrar á dag. Mælingarnar sýna jafnframt óverulegar jarðskorpuhreyfingar umhverfis ganginn norðan Vatnajökuls. Þá er skjálftavirkni jafnframt með svipuðu móti og eru flestir skjálftanna við Bárðarbungu og ganginn undir Dyngjujökli. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fulltrúa Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun, 5,4 að stærð, er með þeim stærstu síðan gosið í Holuhrauni hófst hinn 29. ágúst síðastliðinn. Sá stærsti mældist 5,5 að stærð en alls hafa um 20 skjálftar yfir 5 að stærð mælst síðan gosið hófst. GPS mælingar sýna að askjan seig um 20 sentímetra í kjölfar skjálftans og um 20-25 sentímetra í viðbót næstu tvær til þrjár klukkustundir eftir það. Sig í Bárðarbungu er með svipuðu móti og verið hefur síðustu daga en samkvæmt mælingunum hefur sigið í miðri öskjunni verið um 50 sentímetrar á dag. Mælingarnar sýna jafnframt óverulegar jarðskorpuhreyfingar umhverfis ganginn norðan Vatnajökuls. Þá er skjálftavirkni jafnframt með svipuðu móti og eru flestir skjálftanna við Bárðarbungu og ganginn undir Dyngjujökli. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fulltrúa Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð.
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira