Foo Fighters á leynitónleikum undir nafninu The Holy Shits Orri Freyr Rúnarsson skrifar 11. september 2014 15:45 Chris Shiflett, Pat Smear, Nate Mendel, Taylor Hawkins og Dave Grohl. Vísir/Getty Hljómsveitin Foo Fighters kom fram á litlum tónleikum í Brighton í gær undir nafninu The Holy Shits. Tónleikarnir voru þó eitt verst geymda leyndarmál tónlistarbransans og flestir aðdáendur sveitarinnar vissu því vel hvað væri í vændum. Sveitinni var gríðarvel tekið og byrjaði Dave Grohl tónleikana á því að spyrja áhorfendur hvort að þeir ættu ekki að spila eitthvað af gömlum lögum sem henta stærri tónleikastöðum illa. Sveitin spilaði því næst röð af gömlum lögu. Dave Grohl bætti svo við að það væri orðið svo heitt í salnum að hann fengi svitann af áhorfendum upp í sig, að lokum bætti hann við að ef einhver þyrfti á klósettið væri best að láta bara gossa á manneskjuna sem stæði fyrir framan mann. Hljómsveitin spilaði svo að lokum alla sína helstu slagara og gáfu sterklega í skyn að þegar sé búið að bóka hljómsveitina á Wembley Stadium á næsta ári. Eins og fram kom í Púlsinum í gær gaf hljómsveitin U2 út nýja plötu á þriðjudaginn og vegna samnings við Apple var plötunni hlaðið inn á iTunes aðgang um 500 milljón notenda. Eins og gefur og skilja eru ekki allir sáttir með þessa leið og vilja margir meina að þetta sé ansi mikil innrás í einkalíf notenda. Þar á meðal er Jamie CacColl, gítarleikari Bombay Bicycle Club. Sagðist hann skilja vel að margir teldu þetta vera fullmikil innrás og þá sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki mikið álit á U2. Nú hefur verið opinberað hvaða plötur koma til greina til að hljóta hin virtu Mercury verðlaun í Bretlandi. En verðlaunin eru mikils metin þar í landi enda hafa sölutölur og vinsældir engin áhrif á niðurstöðu dómnefndar. Á meðal þeirra hljómplatna sem eru tilnefndar í ár má nefna Royal Blood með samefndri hljómsveit. Þá er Bombay Bicycle Club platan So Long, See You Tomorrow tilnefnd sem og platan Everyday Robots með Damon Albarn. Í gær sögðum við frá því að Tom Clarke, söngvari hljómsveitarinnar The Enemy, hafi kvartan sáran undan blaðamönnum á Twitter síðu sinni. Var Clarke afar ósáttur með hversu mikið þeir einblíndu á hversu smávaxinn hann er og sagðist hann skjóta þá alla fengi hann tækifæri á því. Nú hefur Tom Clarke sett aðra færslu á netið þar sem hann segir slík ummæli vera særandi auk þess sem hann þjáist af þunglyndi. Hvatti hann því alla þá sem fjalla um tónlist að gæta þess að gera gagnrýni aldrei persónulega. Harmageddon Mest lesið Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Trúleysi gerir tónlist góða Harmageddon David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Sannleikurinn: Útvarpsstjóri bjargast úr rústum RÚV Harmageddon
Hljómsveitin Foo Fighters kom fram á litlum tónleikum í Brighton í gær undir nafninu The Holy Shits. Tónleikarnir voru þó eitt verst geymda leyndarmál tónlistarbransans og flestir aðdáendur sveitarinnar vissu því vel hvað væri í vændum. Sveitinni var gríðarvel tekið og byrjaði Dave Grohl tónleikana á því að spyrja áhorfendur hvort að þeir ættu ekki að spila eitthvað af gömlum lögum sem henta stærri tónleikastöðum illa. Sveitin spilaði því næst röð af gömlum lögu. Dave Grohl bætti svo við að það væri orðið svo heitt í salnum að hann fengi svitann af áhorfendum upp í sig, að lokum bætti hann við að ef einhver þyrfti á klósettið væri best að láta bara gossa á manneskjuna sem stæði fyrir framan mann. Hljómsveitin spilaði svo að lokum alla sína helstu slagara og gáfu sterklega í skyn að þegar sé búið að bóka hljómsveitina á Wembley Stadium á næsta ári. Eins og fram kom í Púlsinum í gær gaf hljómsveitin U2 út nýja plötu á þriðjudaginn og vegna samnings við Apple var plötunni hlaðið inn á iTunes aðgang um 500 milljón notenda. Eins og gefur og skilja eru ekki allir sáttir með þessa leið og vilja margir meina að þetta sé ansi mikil innrás í einkalíf notenda. Þar á meðal er Jamie CacColl, gítarleikari Bombay Bicycle Club. Sagðist hann skilja vel að margir teldu þetta vera fullmikil innrás og þá sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki mikið álit á U2. Nú hefur verið opinberað hvaða plötur koma til greina til að hljóta hin virtu Mercury verðlaun í Bretlandi. En verðlaunin eru mikils metin þar í landi enda hafa sölutölur og vinsældir engin áhrif á niðurstöðu dómnefndar. Á meðal þeirra hljómplatna sem eru tilnefndar í ár má nefna Royal Blood með samefndri hljómsveit. Þá er Bombay Bicycle Club platan So Long, See You Tomorrow tilnefnd sem og platan Everyday Robots með Damon Albarn. Í gær sögðum við frá því að Tom Clarke, söngvari hljómsveitarinnar The Enemy, hafi kvartan sáran undan blaðamönnum á Twitter síðu sinni. Var Clarke afar ósáttur með hversu mikið þeir einblíndu á hversu smávaxinn hann er og sagðist hann skjóta þá alla fengi hann tækifæri á því. Nú hefur Tom Clarke sett aðra færslu á netið þar sem hann segir slík ummæli vera særandi auk þess sem hann þjáist af þunglyndi. Hvatti hann því alla þá sem fjalla um tónlist að gæta þess að gera gagnrýni aldrei persónulega.
Harmageddon Mest lesið Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Trúleysi gerir tónlist góða Harmageddon David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Sannleikurinn: Útvarpsstjóri bjargast úr rústum RÚV Harmageddon