Matur

Kaka fyrir einn á tveimur mínútum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Möndlu- og hindberjakaka

1 msk smjör

1 egg

2 msk hunang

1 msk möndlumjólk

5 msk möndlumjöl

1/2 tsk lyftiduft

7 fersk hindber



Bræðið smjör í örbylgjuofni í um tuttugu sekúndur. Blandið síðan eggi, hunangi, mjólk, mjöli, lyftidufti og smjörinu saman í bolla. Blandið hindberjunum varlega saman við með skeið. Bakið í ofni í eina mínútu og fimmtíu sekúndur, leyfið kökunni aðeins að kólna og hámið þessa síðan í ykkur.

Fengið héðan.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.