Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. október 2014 10:46 vísir/egill aðalsteinsson Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur en hann segir gosið í Holuhrauni minna sig að mörgu leyti á Kröflugosið sem stóð yfir í níu ár, eða frá 1975 til 1984. „Það er svona eðlilegt að þetta hraunrennsli haldi áfram en það fer fljótt að draga úr því. Frá upphafi hefur sigið verið að hægja á sér og þá er svona að vissu leyti hægt að áætla hvenær gosinu líkur,“ segir Haraldur. „En það er ekkert víst að þetta sé samskonar virkni og í Kröflu en þetta svipar til virkninnar. Þá byrjaði gos og sig og svo hætti sigið og gos hófst aftur. Þannig hélt þetta áfram í níu ár,“ bætir hann við. Svipaður kraftur er í gosinu og verið hefur og er meðalhraunflæði áætlað á bilinu 230-350 m3/s. Flatarmál hraunsins er um 56 ferkílómetrar og samkvæmt útreikningum Haraldar ætti að vera komið upp á yfirborðið um eða yfir 914 milljón rúmmetrar. Þykkt hraunsins sé því um sextán metrar að meðaltali, sem sé nokkuð há tala fyrir hraunþykkt. Töluverð mengun stafar af gosinu og búast má við gasmengun um tíma víða á vestanverðu landinu í dag, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands. Bárðarbunga Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur en hann segir gosið í Holuhrauni minna sig að mörgu leyti á Kröflugosið sem stóð yfir í níu ár, eða frá 1975 til 1984. „Það er svona eðlilegt að þetta hraunrennsli haldi áfram en það fer fljótt að draga úr því. Frá upphafi hefur sigið verið að hægja á sér og þá er svona að vissu leyti hægt að áætla hvenær gosinu líkur,“ segir Haraldur. „En það er ekkert víst að þetta sé samskonar virkni og í Kröflu en þetta svipar til virkninnar. Þá byrjaði gos og sig og svo hætti sigið og gos hófst aftur. Þannig hélt þetta áfram í níu ár,“ bætir hann við. Svipaður kraftur er í gosinu og verið hefur og er meðalhraunflæði áætlað á bilinu 230-350 m3/s. Flatarmál hraunsins er um 56 ferkílómetrar og samkvæmt útreikningum Haraldar ætti að vera komið upp á yfirborðið um eða yfir 914 milljón rúmmetrar. Þykkt hraunsins sé því um sextán metrar að meðaltali, sem sé nokkuð há tala fyrir hraunþykkt. Töluverð mengun stafar af gosinu og búast má við gasmengun um tíma víða á vestanverðu landinu í dag, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands.
Bárðarbunga Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira