Tíu milljónir til hvers kúabónda Sigurjón M. Egilsson skrifar 11. október 2014 11:58 Kúabændur eiga í vök að verjast. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að meðal bænda eru raddir sem segja að samband þeirra við neytendur sé þeim mikils virði og því megi ekki spilla. Undir þetta skal tekið. Velflestir bændur eru til mikillar fyrirmyndar, fara vel með landið og skepnurnar og framleiða dýrindisvöru. Sem neytendur hafa aldeilis sýnt að þeir meta að verðleikum. Við úrskurð Samkeppniseftirlitsins voru tjöldin dregin frá. Þá rifjaðist upp að árið 2004 samþykkti Alþingi lög, sem Guðni Ágústsson þáverandi landbúnaðarráðherra, flutti þess efnis að Mjólkursamsalan, sem hefur yfirburði á markaði, skyldi undanþegin samkeppnislögum, að hluta. Það eitt er hreint galið. Engir útreikningar eru til sem sanna að með því hafi hagur neytenda batnað. Bara ekki eitt einasta reikniblað rennir stoðum undir það. Í þá útreikninga sem talsmenn núverandi fyrirkomulags hafa lagt fram vantar svo mikið að útreikningarnir eru lítils virði. Það er hins vegar vandalítið að reikna út að samkvæmt meðaltali hefur verið greiddur um sex og hálfur milljarður til kúabænda á ári, sem er nú um 650. Sem segir að greiðslurnar til þeirra nema um tíu milljónum á hvert bú á ári. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður hóf umræðu um mjólkina á Alþingi. Hann sagði þá meðal annars: „Kerfið sem við höfum komið á um landbúnaðarframleiðslu á Íslandi er að mörgu leyti úrelt og þunglamalegt. Maður þarf ekki að lesa lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum lengi til að sannfærast um að kerfið sé úrelt. Ég held að þessu hafi verið komið á í veröld þar sem óttinn við offramleiðslu var talsverður. Offramleiðslu gætti mjög mikið á 20. öldinni." Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði á sama stað: „Á ekki samkeppni í framleiðslu, verðlagningu og sölu erindi inn á þetta svið matvælaiðnaðar eins og önnur? Alþingi svaraði þessari spurningu neitandi árið 2004 er varðar framleiðslu og verðlagningu á hluta mjólkuriðnaðarins svo að það sé nú líka tekið fram að það eru ekki allar vörur á markaði. Við skulum sjá hver niðurstaðan verður. Ég vil þó nefna að ég styð ekki brot á samkeppnislögum, hvorki í mjólkuriðnaði né á nokkru öðru sviði, en ég vil ítreka að kerfið er í skoðun og komi í ljós að úr þurfi að bæta mun þingið og ráðuneytið og sá er hér stendur væntanlega taka á því." Af öllum þeim sem verja núverandi fyrirkomulag er Sigurður Ingi kannski málefnalegastur. Hann ræður miklu og í krafti valdsins ætlar hann að láta meta stöðuna, hvort ekki sé tími til kominn að aflétta undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. Kúabændur verjast umræðunni. Þeir hafa auglýst að MS sé eign 650 bænda í sveitum landsins og segjast þakklátir neytendum fyrir góð samskipti. Þeir skilja að traust verður að ríkja. Þeir vita að hver og einn þeirra fær að meðaltali um tíu milljónir króna frá neytendum, á ári að meðaltali, áður en þeir hefja mjólkurframleiðslu. Það eru miklir peningar og ekki síst þess vegna er öllum mikils virði að lifa saman í sátt. En hún má ekki vera lögþvinguð eða varin með rangindum af frekum körlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Kúabændur eiga í vök að verjast. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að meðal bænda eru raddir sem segja að samband þeirra við neytendur sé þeim mikils virði og því megi ekki spilla. Undir þetta skal tekið. Velflestir bændur eru til mikillar fyrirmyndar, fara vel með landið og skepnurnar og framleiða dýrindisvöru. Sem neytendur hafa aldeilis sýnt að þeir meta að verðleikum. Við úrskurð Samkeppniseftirlitsins voru tjöldin dregin frá. Þá rifjaðist upp að árið 2004 samþykkti Alþingi lög, sem Guðni Ágústsson þáverandi landbúnaðarráðherra, flutti þess efnis að Mjólkursamsalan, sem hefur yfirburði á markaði, skyldi undanþegin samkeppnislögum, að hluta. Það eitt er hreint galið. Engir útreikningar eru til sem sanna að með því hafi hagur neytenda batnað. Bara ekki eitt einasta reikniblað rennir stoðum undir það. Í þá útreikninga sem talsmenn núverandi fyrirkomulags hafa lagt fram vantar svo mikið að útreikningarnir eru lítils virði. Það er hins vegar vandalítið að reikna út að samkvæmt meðaltali hefur verið greiddur um sex og hálfur milljarður til kúabænda á ári, sem er nú um 650. Sem segir að greiðslurnar til þeirra nema um tíu milljónum á hvert bú á ári. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður hóf umræðu um mjólkina á Alþingi. Hann sagði þá meðal annars: „Kerfið sem við höfum komið á um landbúnaðarframleiðslu á Íslandi er að mörgu leyti úrelt og þunglamalegt. Maður þarf ekki að lesa lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum lengi til að sannfærast um að kerfið sé úrelt. Ég held að þessu hafi verið komið á í veröld þar sem óttinn við offramleiðslu var talsverður. Offramleiðslu gætti mjög mikið á 20. öldinni." Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði á sama stað: „Á ekki samkeppni í framleiðslu, verðlagningu og sölu erindi inn á þetta svið matvælaiðnaðar eins og önnur? Alþingi svaraði þessari spurningu neitandi árið 2004 er varðar framleiðslu og verðlagningu á hluta mjólkuriðnaðarins svo að það sé nú líka tekið fram að það eru ekki allar vörur á markaði. Við skulum sjá hver niðurstaðan verður. Ég vil þó nefna að ég styð ekki brot á samkeppnislögum, hvorki í mjólkuriðnaði né á nokkru öðru sviði, en ég vil ítreka að kerfið er í skoðun og komi í ljós að úr þurfi að bæta mun þingið og ráðuneytið og sá er hér stendur væntanlega taka á því." Af öllum þeim sem verja núverandi fyrirkomulag er Sigurður Ingi kannski málefnalegastur. Hann ræður miklu og í krafti valdsins ætlar hann að láta meta stöðuna, hvort ekki sé tími til kominn að aflétta undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. Kúabændur verjast umræðunni. Þeir hafa auglýst að MS sé eign 650 bænda í sveitum landsins og segjast þakklátir neytendum fyrir góð samskipti. Þeir skilja að traust verður að ríkja. Þeir vita að hver og einn þeirra fær að meðaltali um tíu milljónir króna frá neytendum, á ári að meðaltali, áður en þeir hefja mjólkurframleiðslu. Það eru miklir peningar og ekki síst þess vegna er öllum mikils virði að lifa saman í sátt. En hún má ekki vera lögþvinguð eða varin með rangindum af frekum körlum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun