791 Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 22. október 2014 15:26 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. Jafngildir það því að allir nemendur Flensborgarskólans myndu hætta. Menntamálaráðuneytið hefur nú látið greina ástæður brotthvarfsins og gefið út skýrslu um efnið. Brotthvarf frá námi hefur verið vandamál um áraraðir en loksins virðist sem að taka eigi á málum. Heildarfjöldi nemenda sem hverfa frá námi er hvergi eins hár og á Íslandi samanborið við nágrannalöndin. Þegar rýnt er í tölurnar og litið í skýrslur frá OECD um fjölda útskrifaðra úr framhaldsskóla má sjá að við sitjum í 2. sæti af 29 löndum yfir fjölda útskrifaðara stúlkna en 20. sæti af 29 löndum yfir útskrifaða pilta. Ef ekki verður tekið á þessu alvarlega vandamáli gætum við séð félagslega og efnahagslega einangrun karla frá samfélaginu á komandi áratugum. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins koma margar ástæður fram fyrir því hvers vegna nemendur hætta. 95 hættu til þess að vinna, 58 fannst námið tilgangslaust og 77 hættu vegna andlegra veikinda. Það er umhugsunarefni hve margir eldri nemendur hættu námi en 40% þeirra sem hættu voru nemendur eldri en 20 ára. Öllum ætti að vera ljóst að koma þarf til móts við þennan hóp. Í skýrslunni er talað um eflingu náms- og starfsráðgjafar sérstaklega hjá eldri nemendum og fagnar SÍF því. Hins vegar ganga nýjar hugmyndir ráðherra um að útiloka þá sem eru eldri en 25 frá framahaldsskólunum í berhögg við þá hugmyndafræði að reyna að hjálpa þessum nemendum við að ljúka framhaldsskóla. Það sem stingur kannski hvað mest er hve margir nemendur mæta ekki í skólann. Stærsta einstaka ástæða þess að nemendur hverfa frá námi er brottrekstur úr skóla um 250 eða 30% nemenda. Ástæða brottreksturs er nánast undantekningarlaust léleg mæting. En hvers vegna mæta þessir nemendur ekki skólann? Kvíði er mjög stórt vandamál hjá nemendum og hefur hann aukist á síðustu árum samkvæmt rannsóknunum. Helst það líklega í hendur við hve margir falla úr námi vegna andlegra veikinda. Frestunarárátta er fyrirbæri sem mjög margir nemendur á framhaldsskólastigi kannast við. Eins og tekið var fram í byrjun bréfsins voru 791 nemandi sem skilaði sér ekki til prófa eða í aðra skóla seinastliðið vor. Við í SÍF neitum að trúa að aðgerðir til að lækka meðalaldur í framhaldsskóla með því t.d. að meina nemendum eldri en 25 ára aðgöngu gangi framar aðgerðum til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar hér með eftir frekari aðgerðum til að sporna við brotthvarfi og meira samráði milli Menntamálaráðaneytisins og SÍF í þessum efnum. Við viljum efla tengsl okkar og taka þátt í verkefnum, vinnuhópum og rannsóknum er snúa að brotthvarfi. Kæri Illugi, til gríðarlega mikils er að vinna og vonum við að við komum ekki að lokuðum dyrum þínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. Jafngildir það því að allir nemendur Flensborgarskólans myndu hætta. Menntamálaráðuneytið hefur nú látið greina ástæður brotthvarfsins og gefið út skýrslu um efnið. Brotthvarf frá námi hefur verið vandamál um áraraðir en loksins virðist sem að taka eigi á málum. Heildarfjöldi nemenda sem hverfa frá námi er hvergi eins hár og á Íslandi samanborið við nágrannalöndin. Þegar rýnt er í tölurnar og litið í skýrslur frá OECD um fjölda útskrifaðra úr framhaldsskóla má sjá að við sitjum í 2. sæti af 29 löndum yfir fjölda útskrifaðara stúlkna en 20. sæti af 29 löndum yfir útskrifaða pilta. Ef ekki verður tekið á þessu alvarlega vandamáli gætum við séð félagslega og efnahagslega einangrun karla frá samfélaginu á komandi áratugum. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins koma margar ástæður fram fyrir því hvers vegna nemendur hætta. 95 hættu til þess að vinna, 58 fannst námið tilgangslaust og 77 hættu vegna andlegra veikinda. Það er umhugsunarefni hve margir eldri nemendur hættu námi en 40% þeirra sem hættu voru nemendur eldri en 20 ára. Öllum ætti að vera ljóst að koma þarf til móts við þennan hóp. Í skýrslunni er talað um eflingu náms- og starfsráðgjafar sérstaklega hjá eldri nemendum og fagnar SÍF því. Hins vegar ganga nýjar hugmyndir ráðherra um að útiloka þá sem eru eldri en 25 frá framahaldsskólunum í berhögg við þá hugmyndafræði að reyna að hjálpa þessum nemendum við að ljúka framhaldsskóla. Það sem stingur kannski hvað mest er hve margir nemendur mæta ekki í skólann. Stærsta einstaka ástæða þess að nemendur hverfa frá námi er brottrekstur úr skóla um 250 eða 30% nemenda. Ástæða brottreksturs er nánast undantekningarlaust léleg mæting. En hvers vegna mæta þessir nemendur ekki skólann? Kvíði er mjög stórt vandamál hjá nemendum og hefur hann aukist á síðustu árum samkvæmt rannsóknunum. Helst það líklega í hendur við hve margir falla úr námi vegna andlegra veikinda. Frestunarárátta er fyrirbæri sem mjög margir nemendur á framhaldsskólastigi kannast við. Eins og tekið var fram í byrjun bréfsins voru 791 nemandi sem skilaði sér ekki til prófa eða í aðra skóla seinastliðið vor. Við í SÍF neitum að trúa að aðgerðir til að lækka meðalaldur í framhaldsskóla með því t.d. að meina nemendum eldri en 25 ára aðgöngu gangi framar aðgerðum til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar hér með eftir frekari aðgerðum til að sporna við brotthvarfi og meira samráði milli Menntamálaráðaneytisins og SÍF í þessum efnum. Við viljum efla tengsl okkar og taka þátt í verkefnum, vinnuhópum og rannsóknum er snúa að brotthvarfi. Kæri Illugi, til gríðarlega mikils er að vinna og vonum við að við komum ekki að lokuðum dyrum þínum.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar