Elsku Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 21. október 2014 14:55 Elsku Illugi, Við vonum að þér hafi gefist færi á því að lesa okkar seinasta bréf og hafir notið góðs af því, auk þess sem við vonum að það hafi gefið þér betri innsýn í hugrenningar okkar. Ef þér hefur ljáðst að lesa bréfið þá mælum við með því að þú gerir það sem fyrst, því í þessari viku hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að hafa þemaviku tileinkaða þér. Við munum skrifa þér eitt bréf á dag út vikuna og til þess að ná heildarmyndinni mælumst við til að þú lesir þau öll. Í nýútkominni Hvítbók þinni um umbætur í menntun eru sett fram háleit markmið. Eitt af þeim markmiðum er stytting náms til framhaldsskóla. Sú stytting felur í sér að stytta námstímann úr fjórum árum í þrjú ár. SÍF er ekki andsnúið styttingu námstíma og þar að leiðandi ekki andsnúið styttingu náms til framhaldsskóla. Það mætti segja að SÍF styðji styttingu náms til framhaldsskóla, hins vegar þá styðjum við fremur fjölbreytileika í námi. Þú, Illugi, hefur talað fyrir fjölbreytni í námi en við í SÍF teljum að með því að skylda alla framhaldsskóla til þess að innleiða styttinguna ert þú að skerða fjölbreytileika í námi til muna. Við skiljum þau rök að með styttingu megi búast við talsverðum sparnaði en ekki eru neinar haldbærar heimildir um að sú verði raunin. Töluverður kostnaður fylgir því fyrir skólana að endurskipuleggja heilu námsbrautirnar. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn af fyrstu skólunum til þess að innleiða nýtt námskerfi sem fól í sér styttingu námstímans. Ásdís Ingólfsdóttir, kennari við Kvennaskólann skrifaði grein inn á vefsvæði Félags framhaldsskólakennara í febrúar fyrr á þessu ári. Í greininni talar Ásdís um yfirlýsingu þína, að þegar framhaldsskólar væru búnir að innleiða ný lög og stytta nám myndu þeir fjármunir sem spöruðust skila sér inn í skólana og beint í vasa kennara. Fjármunirnir yrðu nýttir til að bæta launastöðu þeirra sem og styrkja rekstur skólanna. Sú hefur ekki orðið raunin í Kvennaskólanum, er hann nú rekinn með halla og safnar skuldum. Ásdís talar einnig um aðra skóla í sömu aðstæðum má þá ganga út frá því að ekki sé þetta einsdæmi. Einnig viljum við benda á það ósamræmi á skipulagi áfanga milli skólanna. Ekki er neitt staðlað kerfi sem segir til um hvernig áfangarnir skuli vera uppbyggðir. Það gerir töluvert erfiðara fyrir skóla að bregðast við þeim breytingum sem eru í vændum. Hafa fagaðilar kallað eftir meira samráði og tökum við í SÍF undir með þeim að því hafi verið ábótavant. Þegar innleiða á jafnumfangsmiklar breytingar er mikilvægt að samráð sé haft við alla og að sátt ríki um komandi skref. Elsku Illugi, fjölbreytni í námi er lykillinn af farsælu skólastarfi, spennandi og aðlaðandi námsumhverfi en það jafngildir heilbrigðari og ánægðari nemendum. Nauðsynlegt er að ekki verði misst sjónar á mikilvægi fjöbreytileika náms þegar rætt er um styttingu náms til framhaldsskóla. Álag er talinn mjög stór þáttur í brotthvarfi nemenda, álag sem skapast af einsleitu og oft heftandi námi sem er í sama mund mjög krefjandi, en engar áhyggjur við komum að því í næsta bréfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Elsku Illugi, Við vonum að þér hafi gefist færi á því að lesa okkar seinasta bréf og hafir notið góðs af því, auk þess sem við vonum að það hafi gefið þér betri innsýn í hugrenningar okkar. Ef þér hefur ljáðst að lesa bréfið þá mælum við með því að þú gerir það sem fyrst, því í þessari viku hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að hafa þemaviku tileinkaða þér. Við munum skrifa þér eitt bréf á dag út vikuna og til þess að ná heildarmyndinni mælumst við til að þú lesir þau öll. Í nýútkominni Hvítbók þinni um umbætur í menntun eru sett fram háleit markmið. Eitt af þeim markmiðum er stytting náms til framhaldsskóla. Sú stytting felur í sér að stytta námstímann úr fjórum árum í þrjú ár. SÍF er ekki andsnúið styttingu námstíma og þar að leiðandi ekki andsnúið styttingu náms til framhaldsskóla. Það mætti segja að SÍF styðji styttingu náms til framhaldsskóla, hins vegar þá styðjum við fremur fjölbreytileika í námi. Þú, Illugi, hefur talað fyrir fjölbreytni í námi en við í SÍF teljum að með því að skylda alla framhaldsskóla til þess að innleiða styttinguna ert þú að skerða fjölbreytileika í námi til muna. Við skiljum þau rök að með styttingu megi búast við talsverðum sparnaði en ekki eru neinar haldbærar heimildir um að sú verði raunin. Töluverður kostnaður fylgir því fyrir skólana að endurskipuleggja heilu námsbrautirnar. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn af fyrstu skólunum til þess að innleiða nýtt námskerfi sem fól í sér styttingu námstímans. Ásdís Ingólfsdóttir, kennari við Kvennaskólann skrifaði grein inn á vefsvæði Félags framhaldsskólakennara í febrúar fyrr á þessu ári. Í greininni talar Ásdís um yfirlýsingu þína, að þegar framhaldsskólar væru búnir að innleiða ný lög og stytta nám myndu þeir fjármunir sem spöruðust skila sér inn í skólana og beint í vasa kennara. Fjármunirnir yrðu nýttir til að bæta launastöðu þeirra sem og styrkja rekstur skólanna. Sú hefur ekki orðið raunin í Kvennaskólanum, er hann nú rekinn með halla og safnar skuldum. Ásdís talar einnig um aðra skóla í sömu aðstæðum má þá ganga út frá því að ekki sé þetta einsdæmi. Einnig viljum við benda á það ósamræmi á skipulagi áfanga milli skólanna. Ekki er neitt staðlað kerfi sem segir til um hvernig áfangarnir skuli vera uppbyggðir. Það gerir töluvert erfiðara fyrir skóla að bregðast við þeim breytingum sem eru í vændum. Hafa fagaðilar kallað eftir meira samráði og tökum við í SÍF undir með þeim að því hafi verið ábótavant. Þegar innleiða á jafnumfangsmiklar breytingar er mikilvægt að samráð sé haft við alla og að sátt ríki um komandi skref. Elsku Illugi, fjölbreytni í námi er lykillinn af farsælu skólastarfi, spennandi og aðlaðandi námsumhverfi en það jafngildir heilbrigðari og ánægðari nemendum. Nauðsynlegt er að ekki verði misst sjónar á mikilvægi fjöbreytileika náms þegar rætt er um styttingu náms til framhaldsskóla. Álag er talinn mjög stór þáttur í brotthvarfi nemenda, álag sem skapast af einsleitu og oft heftandi námi sem er í sama mund mjög krefjandi, en engar áhyggjur við komum að því í næsta bréfi.
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar