Ís, list og mannleg tilvera Minik Rosing og Olafur Eliasson skrifar 5. nóvember 2014 11:22 Djúpt í iðrum mannlegrar vitundar er að finna sameiginlega hugmynd um löngu liðna tíð. Frá því áður en við höfðum þekkingu eða innsæi til að skilja hvernig veröldin gengur fyrir sig, og það var áður en við höfðum getu til að hafa áhrif á heiminn og umhverfi okkar. Við vorum saklaus og kölluðum það tilverustig Paradís. Líta má á mannkynssöguna sem þroskaferil einstaklings allt frá áhyggjulausu sakleysi barnæskunnar fram á fullorðinsárin, með þeirri þekkingu og ábyrgð sem það felur í sér. Þó getur maður einnig haldið því fram að þessi uppvaxtarsaga mannsins sé sameiginleg endurminning um svo gríðarmikla atburði að við erum enn þann dag í dag, þúsundum ára síðar, að átta okkur á þeim, í gegnum goðsagnir og trúarbrögð. Hið sameiginlega minni sem er svo rótgróið inn í meðvitund okkar er minning um ís og áhrifin sem ís hefur haft, ekki bara á loftslag jarðar, heldur á siðmenningu okkar eins og hún leggur sig. Ís er jafn undursamlegur og hann er óvenjulegur. Hann sker sig frá nær öllu öðru efni sem við þekkjum. Þegar vatn frýs, þenst það út, á meðan flest annað efni er minna að umfangi í föstu formi heldur en fljótandi. Ís bráðnar undir þrýstingi á meðan flest önnur föst efni bráðna þegar þrýstingi er létt af því. Sjórinn gleypir í sig næstum alla orku sólargeislanna sem falla á hann, en ís varpar þeim frá sér. Jörðin er nógu nálægt sólinni til að mestallt vatn er nógu hlýtt til að haldast fljótandi, en engu að síður er nægilega kalt til þess að ís myndast við pólana og hátt upp til fjalla. Til að bræða ís þarf mikla orku, en svo þegar vatn frýs losnar mikil orka úr læðingi. Fasaskipti vatns, þegar það frýs og bráðnar á víxl, stuðlar þannig að því að draga úr sveiflum í hitastigi jafnt milli árstíða sem og milli dags og nætur, og gerir þannig mannfólkinu kleift að draga fram lífið næstum hvar sem er á hnettinum.Mynd/Anders Sune BergÍsinn sem er að finna á íshellunum á Suðurskautslandinu og Grænlandi varð ekki til á sama hátt og ís sem leggur yfir stöðuvatn eða ísmolarnir sem þú skellir út í gin og tónik. Hann myndaðist á hundruðum þúsunda ára þar sem snjór féll til jarðar, safnaðist upp og þjappaðist saman undir eigin þyngd, og varð að jökulís sem er samsettur úr sjáanlegum lögum, sem er hvert og eitt eins og skyndimynd af snjónum sem féll til jarðar það tiltekna ár. Á sama hátt innihalda loftbólur í ísnum sýnishorn af andrúmsloftinu eins og það var. Ísinn geymir minningar um breytingarnar sem hafa orðið á loftslagi og andrúmslofti síðustu árþúsundin, sem greina má í lögum íssins líkt og árhringir gefa til kynna aldur trjáa. Ísinn gerir okkur kleift að kortleggja breytingar í hitastigi frá einni ísöld til annarrar. Við getum þannig reiknað út vindstyrk og ríkjandi áttir sem og hreyfingar hafstrauma, í gegnum gjörvalla sögu mannkyns. Frá því á Krítartímabilinu hefur loftslag jarðarinnar breyst frá því að vera hitabeltisloftslag án mikilla árstíðarbreytinga, í að verða kalt og þurrt að kalla. Íshellan á Suðurskautslandinu birtist og stækkaði jafnt og þétt og heimurinn mjakaðist hægt en örugglega í átt að annars konar loftslagi; ísaldirnar vofðu yfir. Vistkerfin brugðust við umhverfisbreytingunum þar sem nýjar tegundir komu í ljós á meðan aðrar hurfu. Skóglendi vék fyrir gresjum og steppum og þar komu fram nýjar tegundir sem áttu eftir að spila afgerandi hlutverk í framþróun jarðarinnar. Grasjurtir breiddu úr sér og þróuðust, þar á meðal út í korntegundir sem við þekkjum í dag. Grasið varð fyrst undirstaða afkomu grasbíta og gerði síðar landbúnað og búfjárrækt mögulega. Okkar eigin ættkvísl - Homo - varð til á gresjum Afríku á sama tíma og ísaldirnar voru að ríða yfir. Þannig má segja að mannkynið geti þakkað ís og hreyfingu íss fyrir tilvist sína.Mynd/Anders Sune BergUpplýsingarnar um loftslagþróun sem lesa má úr ísnum sýna að meðalhitastigið á jörðinni hefur sveiflast til um sem nemur allt að átta gráðum, samtíma þróun mannsins, síðustu 500 þúsund ár. Við lok síðustu ísaldar fyrir um 10.000 árum upphófst óvenjulega stöðugt tímabil þar sem loftslagið varð bæði heitara (í líkingu við það sem það er í dag) og, það sem er ekki síður mikilvægt, mun fyrirsegjanlegra. Síðan þá hefur meðalhitastig á jörðinni ekki sveiflast nema um tæpar tvær gráður. Stöðugleikinn í loftslaginu hefur gert fólki það mögulegt að spá fyrir um hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Þess vegna gátum við notað gáfur okkar til þess að gera áætlanir fram í tímann og nýta okkur auðlindirnar sem náttúran hefur upp á að bjóða, á sem bestan hátt. Mannfólkið tók að yrkja jörðina og fyrstu angar siðmenningar skutu rótum á hinu frjósama láglendi meðfram ströndunum. Á þessum tíma var yfirborð sjávar um 120 metrum lægra en það er í dag. Með hlýnun loftslagsins hopuðu íshellur heimsins afar ört og hafið skolaði burt fyrstu menningarheimum mannsins. Innst inni í sameiginlegu minni mannkynsins lifir brotthvarf þessa fyrstu samfélaga og tilurð nýrra. Öll samfélög eiga sínar goðsagnir um syndaflóð sem tortímdi forfeðrum þeirra og alla tíð höfum við kappkostað að fá botn í þess háttar óskiljanlegar hamfarir. Á hverju sumri bráðnar gríðarlegt magn af Grænlandsjökli þegar ísjakar sem vega milljónir tonna kvarnast burt og reka á haf út þar sem þeir bráðna smátt og smátt. Þetta orsakar bæði aukið vatnsmagn í hafinu, en líka aukna uppgufun vatns af yfirborði sjávar sem svo breytist í snjó sem fellur aftur yfir íshelluna. Í þúsundir ára var jafnvægi milli snjókomunnar sem féll til jarðar og ísmagnsins sem brotnaði af jöklunum eða bráðnaði sem hafís. Á meðan hélt Grænlandsjökull velli án þess að breytast mikið ár frá ári. Frá aldamótum hefur ísinn á Grænlandi hins vegar þiðnað mun hraðar en svo að ofankoman hafi haft við því að bæta það upp og jökullinn tapar nú hundruðum rúmkílómetra af ís á ári hverju. Það er verulegur orsakavaldur að hækkun á yfirborði sjávar sem nemur nú rúmum þremur millimetrum á ári.Mynd/Anders Sune BergVið stöndum nú frammi fyrir nýju syndaflóði af manna völdum. Áhrif þess á yfirborð sjávar eru kannski ekki eins stórkostleg og í sögunum, en heildaráhrifin á mannnkynið verða umtalsvert meiri. Í þetta sinn skiljum við hvers vegna og hvernig það á sér stað. Það eru gjörðir mannsins sem gætu nú bundið enda á ísaldirnar og með því kveðjum við tímabil jafnvægis í loftslagi heimsins, sem hvort tveggja gerði upprisu siðmenningar mögulega og er einnig grundvöllur frekari framgangs hennar. Vísindi og tækni gerðu okkur kleift að raska jafnvæginu í loftslagi jarðarinnar, en þar sem við skiljum hvers vegna það er að gerast er okkur í vald sett að grípa inn í - nema við látum hugfallast í vonleysi. Hvernig stendur á því að þrátt fyrir alla þá gífurlegu þekkingu sem við búum yfir, höfum við ekki enn gripið til aðgerða? Þegar Adam beit í eplið forðum, öðlaðist hann þekkingu, en tapaði um leið sakleysi sínu. Þessi hlekkur milli þekkingar og sektarkenndar gegnsýrir allan okkar skilning á ábyrgð, synd og refsingum. Við erum öll sammála um að glæpur sem framinn er af gáleysi er ekki eins alvarlegur og sá sem framinn er að yfirlögðu ráði, jafnvel þótt útkoman sé sú sama. Hins vegar finnst okkur það vera siðferðisleg skylda okkar að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Dómurinn yfir okkur verður þyngri ef sýnt þykir að við hefðum átt að sjá fyrir neikvæðar afleiðingar gerða okkar, jafnvel þó að enginn illvilji hafi staðið þar á bak við á þeim tíma. Ein af okkar helstu áskorunum við að kom a böndum á hinar víðtæku aleiðingar loftslagsbreytinga er almennt viljaleysi til að meðtaka þá staðreynd að vísindi geta aðstoðað okkur við að skilja áhrif okkar eigin athæfis á framtíð jarðarinnar. Þeir sem efast um að loftlagsbreytingar séu að eiga sér stað, leitast ekki við að svara því hvort breytni mannkyns hafi áhrif á jörðina. Þess í stað kappkosta þeir að hafna þeirri þekkingu sem er til staðar. Þeir halda því fram að vísindin geti ekki útskýrt tengslin milli brennslu jarðefnaeldsneytis og ástands loftlagsins. Það er mögulegt að halda fram sakleysi á grundvelli þekkingarleysis. Syndleysið felst í því að vita ekki hvað á sér stað. Við hverfum enn í draumi aftur til fáfræðinnar í paradís. Naðran í paradís var táknmynd hinnar eðlislægu hvatar mannsins til að skilja sjálfa sig og hlutskipti sitt í veröldinni. Við féllum í freistni því að við sættum okkur ekki lengur við að vera fáfróðir íbúar Eden. Við afsöluðum okkur mögulega sæluvistinni en urðum í staðinn mennsk. Í gegnum þessa þrá til að skilja umhverfi okkar fundum við okkur sjálf. Hvert barn þráir að komast til vits og ára og við höfum áttað okkur á því að hinn sanni tilgangur tilveru okkar er að skilja heiminn. Það sem við nú vitum um loftslagið á jörðinni, orku og umhverfið er feikinóg til þess að gefa okkur til kynna að við þurfum að breyta hegðun okkar. Við erum nægilega upplýst um hverskonar breytingar þurfa að eiga sér stað, til þess að átta okkur á því að nú tjáir ekki að tefja lengur. Breytingar gerast ekki í einni svipan, og því er þeim mun mikilvægara að grípa umsvifalaust til aðgerða.Mynd/Anders Sune BergÞrátt fyrir það er nauðsynlegt að sýna hirðuleysi fortíðar ákveðinn skilning því að sektarkennd er tæpast mikill hvati til framtakssemi. Nútímasamfélagið er orkufrekt og reiðir sig á jarðefnaeldsneyti, en hvílir á stoðum hugvits, áræðni og elju. Það er takmarkaður ábati af því að álasa nokkrum, en ef við viljum snúa loftslagsvandanum sem við stöndum frammi fyrir, til betri vegar, þurfum við einmitt að leita í þá eiginleika okkar sem orsökuðu vandann til að byrja með, til að þróa nýja og sjálfbæra orkugjafa. Staðreyndir eru hluti af þessari jöfnu, en rétt eins og sektarkennd er ekki hvati til framtaks, nægja staðreyndir einar og sér ekki til þess að hvetja fólk til dáða. Tilfinningaleg og líkamleg upplifun eggjar okkur til athafna. Þekking getur gefið okkur til kynna hvernig við getum náð markmiðum okkar, en markmiðin sjálf og hvatinn til að láta til sín taka, sprettur upp úr tilfinningum okkar.Mynd/Anders Sune BergÖll höfum við fundið fyrir þeim hughrifum sem fylgja því að heyra tónlist, lesa bók eða virða fyrir sér málverk. Slík listaverk fela í sér hvöt sem býr lengi innra með okkur. Að upplifa list felur ekki í sér að læra eitthvað nýtt, heldur opnar listin fyrir öfl innra með okkur sem við meðtökum skyndilega og í gegnum þau tengsl getum við varpað skýrara ljósi á hver við erum. Þess vegna getur verið frelsandi að horfa á málverk. Þess vegna líður manni stundum eins og bókin sé í raun að lesa mann sjálfan og þess vegna virðist tengingin milli hjarta og höfuðs styrkjast við það að horfa á leikrit. Kraftur listarinnar er slíkur að hann getur gert tilfinningar opinskárri og óhlutbundna skynjun áþreifanlega, sem auðveldar okkur til muna að skilja hvort tveggja. Listin höfðar ekki aðeins til skynjunar sem við getum lýst með orðum, heldur líka þess sem ógerlegt er að tjá og gerir okkur kleift að upplifa bæði hugmyndir og hugsanir. Þekkingin sem við öðlumst með upplifun hvetur okkur til dáða, bæði á heimsvísu og í okkar nánasta umhverfi. Listin er óaðskiljanlegur og ómissandi hluti af samfélagi manna og býr að djúpstæðri hefð þar sem listamenn hafa notað sköpun sína til að varpa ljósi á hugsanir, tilfinningar og hugmyndir sem eru ekki eingöngu skynjun, heldur eiga brýnt erindi við samfélagið.Mynd/Anders Sune BergEin af helstu áskorunum nútímans er sú staðreynd að fólki finnst það ekki í tengslum við hin stóru vandamál heimsins. Það upplifir sig ekki sem gerendur í alþjóðasamfélaginu. Loftslagsbreytingar, fátækt, stríðsátök og farsóttir berjast um athygli okkar. Hin yfirþyrmandi holskefla upplýsinga sem dynur á borgurum í nútímasamfélagi í bland við málflutning sem er beint að okkur hverju og einu, hefur hjálpað flestum okkar að átta sig á því að eitthvað þurfi að gera í málunum. Engu að síður er heilmikil gjá milli þess sem við vitum og þess sem við skynjum og í framhaldi af því, þess sem við gerum. Hvernig má yfirfæra þekkingu í athafnir og breyta þannig hegðunarmynstri okkar? Auðvitað er nauðsynlegt að halda á lofti þeim staðreyndum og gögnum sem styðja vísindakenningar um loftlagsbreytingar, en það er ekki þar sem rót aðgerða er að finna. Það er ekki fyrr en þekking okkar kemst í samband við holdgervingu sjálfsins sem við öðlumst ábyrgð og hlutdeild. Menning er öflugur samherji í baráttunni fyrir breytingum. Menning snýst nær alltaf um að breyta þekkingu í athafnir. Ólíkt samskiptum þar sem áheyrendur eru neytendur vöru og þjónustu, byggir menningarsviðið á gagnkvæmu trausti þar sem fólki stendur jafnt til boða að vera viðtakandi og meðframleiðandi á sama tíma. Listin tekst á við tengslin milli persónulegrar reynslu og þeirrar reynslu sem þú deilir með öðrum. Gott listaverk skapar samfélag þar sem skoðanaágreiningi er fagnað. Burtséð frá því hvort við séum sammála um skilaboðin sem listaverkið á að koma á framfæri eða framsetningu þeirra upplifum við það engu að síður saman. Listaverk getur lagt sitt af mörkum við að skapa samfélagsanda og gagnkvæmni, og það getur hvatt okkur til þess að leggjast saman á árarnar, að verða meðvitaðir og virkir borgarar þessa heims án þess að þurfa að afsala okkur okkar persónulegu og tilfinningalegu upplifunum. Listin er lykillinn og vísindin eru áhaldið sem tryggja munu mannkyni undursamlega framtíð hér á jörð. Minik Rosing and Olafur Eliasson Birtist first í Politiken sunnudaginn 26. október 2014 Þýðing: Þorgils Jónsson. Byggt á þýðingu Kevin McGwin frá dönsku yfir á ensku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Djúpt í iðrum mannlegrar vitundar er að finna sameiginlega hugmynd um löngu liðna tíð. Frá því áður en við höfðum þekkingu eða innsæi til að skilja hvernig veröldin gengur fyrir sig, og það var áður en við höfðum getu til að hafa áhrif á heiminn og umhverfi okkar. Við vorum saklaus og kölluðum það tilverustig Paradís. Líta má á mannkynssöguna sem þroskaferil einstaklings allt frá áhyggjulausu sakleysi barnæskunnar fram á fullorðinsárin, með þeirri þekkingu og ábyrgð sem það felur í sér. Þó getur maður einnig haldið því fram að þessi uppvaxtarsaga mannsins sé sameiginleg endurminning um svo gríðarmikla atburði að við erum enn þann dag í dag, þúsundum ára síðar, að átta okkur á þeim, í gegnum goðsagnir og trúarbrögð. Hið sameiginlega minni sem er svo rótgróið inn í meðvitund okkar er minning um ís og áhrifin sem ís hefur haft, ekki bara á loftslag jarðar, heldur á siðmenningu okkar eins og hún leggur sig. Ís er jafn undursamlegur og hann er óvenjulegur. Hann sker sig frá nær öllu öðru efni sem við þekkjum. Þegar vatn frýs, þenst það út, á meðan flest annað efni er minna að umfangi í föstu formi heldur en fljótandi. Ís bráðnar undir þrýstingi á meðan flest önnur föst efni bráðna þegar þrýstingi er létt af því. Sjórinn gleypir í sig næstum alla orku sólargeislanna sem falla á hann, en ís varpar þeim frá sér. Jörðin er nógu nálægt sólinni til að mestallt vatn er nógu hlýtt til að haldast fljótandi, en engu að síður er nægilega kalt til þess að ís myndast við pólana og hátt upp til fjalla. Til að bræða ís þarf mikla orku, en svo þegar vatn frýs losnar mikil orka úr læðingi. Fasaskipti vatns, þegar það frýs og bráðnar á víxl, stuðlar þannig að því að draga úr sveiflum í hitastigi jafnt milli árstíða sem og milli dags og nætur, og gerir þannig mannfólkinu kleift að draga fram lífið næstum hvar sem er á hnettinum.Mynd/Anders Sune BergÍsinn sem er að finna á íshellunum á Suðurskautslandinu og Grænlandi varð ekki til á sama hátt og ís sem leggur yfir stöðuvatn eða ísmolarnir sem þú skellir út í gin og tónik. Hann myndaðist á hundruðum þúsunda ára þar sem snjór féll til jarðar, safnaðist upp og þjappaðist saman undir eigin þyngd, og varð að jökulís sem er samsettur úr sjáanlegum lögum, sem er hvert og eitt eins og skyndimynd af snjónum sem féll til jarðar það tiltekna ár. Á sama hátt innihalda loftbólur í ísnum sýnishorn af andrúmsloftinu eins og það var. Ísinn geymir minningar um breytingarnar sem hafa orðið á loftslagi og andrúmslofti síðustu árþúsundin, sem greina má í lögum íssins líkt og árhringir gefa til kynna aldur trjáa. Ísinn gerir okkur kleift að kortleggja breytingar í hitastigi frá einni ísöld til annarrar. Við getum þannig reiknað út vindstyrk og ríkjandi áttir sem og hreyfingar hafstrauma, í gegnum gjörvalla sögu mannkyns. Frá því á Krítartímabilinu hefur loftslag jarðarinnar breyst frá því að vera hitabeltisloftslag án mikilla árstíðarbreytinga, í að verða kalt og þurrt að kalla. Íshellan á Suðurskautslandinu birtist og stækkaði jafnt og þétt og heimurinn mjakaðist hægt en örugglega í átt að annars konar loftslagi; ísaldirnar vofðu yfir. Vistkerfin brugðust við umhverfisbreytingunum þar sem nýjar tegundir komu í ljós á meðan aðrar hurfu. Skóglendi vék fyrir gresjum og steppum og þar komu fram nýjar tegundir sem áttu eftir að spila afgerandi hlutverk í framþróun jarðarinnar. Grasjurtir breiddu úr sér og þróuðust, þar á meðal út í korntegundir sem við þekkjum í dag. Grasið varð fyrst undirstaða afkomu grasbíta og gerði síðar landbúnað og búfjárrækt mögulega. Okkar eigin ættkvísl - Homo - varð til á gresjum Afríku á sama tíma og ísaldirnar voru að ríða yfir. Þannig má segja að mannkynið geti þakkað ís og hreyfingu íss fyrir tilvist sína.Mynd/Anders Sune BergUpplýsingarnar um loftslagþróun sem lesa má úr ísnum sýna að meðalhitastigið á jörðinni hefur sveiflast til um sem nemur allt að átta gráðum, samtíma þróun mannsins, síðustu 500 þúsund ár. Við lok síðustu ísaldar fyrir um 10.000 árum upphófst óvenjulega stöðugt tímabil þar sem loftslagið varð bæði heitara (í líkingu við það sem það er í dag) og, það sem er ekki síður mikilvægt, mun fyrirsegjanlegra. Síðan þá hefur meðalhitastig á jörðinni ekki sveiflast nema um tæpar tvær gráður. Stöðugleikinn í loftslaginu hefur gert fólki það mögulegt að spá fyrir um hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Þess vegna gátum við notað gáfur okkar til þess að gera áætlanir fram í tímann og nýta okkur auðlindirnar sem náttúran hefur upp á að bjóða, á sem bestan hátt. Mannfólkið tók að yrkja jörðina og fyrstu angar siðmenningar skutu rótum á hinu frjósama láglendi meðfram ströndunum. Á þessum tíma var yfirborð sjávar um 120 metrum lægra en það er í dag. Með hlýnun loftslagsins hopuðu íshellur heimsins afar ört og hafið skolaði burt fyrstu menningarheimum mannsins. Innst inni í sameiginlegu minni mannkynsins lifir brotthvarf þessa fyrstu samfélaga og tilurð nýrra. Öll samfélög eiga sínar goðsagnir um syndaflóð sem tortímdi forfeðrum þeirra og alla tíð höfum við kappkostað að fá botn í þess háttar óskiljanlegar hamfarir. Á hverju sumri bráðnar gríðarlegt magn af Grænlandsjökli þegar ísjakar sem vega milljónir tonna kvarnast burt og reka á haf út þar sem þeir bráðna smátt og smátt. Þetta orsakar bæði aukið vatnsmagn í hafinu, en líka aukna uppgufun vatns af yfirborði sjávar sem svo breytist í snjó sem fellur aftur yfir íshelluna. Í þúsundir ára var jafnvægi milli snjókomunnar sem féll til jarðar og ísmagnsins sem brotnaði af jöklunum eða bráðnaði sem hafís. Á meðan hélt Grænlandsjökull velli án þess að breytast mikið ár frá ári. Frá aldamótum hefur ísinn á Grænlandi hins vegar þiðnað mun hraðar en svo að ofankoman hafi haft við því að bæta það upp og jökullinn tapar nú hundruðum rúmkílómetra af ís á ári hverju. Það er verulegur orsakavaldur að hækkun á yfirborði sjávar sem nemur nú rúmum þremur millimetrum á ári.Mynd/Anders Sune BergVið stöndum nú frammi fyrir nýju syndaflóði af manna völdum. Áhrif þess á yfirborð sjávar eru kannski ekki eins stórkostleg og í sögunum, en heildaráhrifin á mannnkynið verða umtalsvert meiri. Í þetta sinn skiljum við hvers vegna og hvernig það á sér stað. Það eru gjörðir mannsins sem gætu nú bundið enda á ísaldirnar og með því kveðjum við tímabil jafnvægis í loftslagi heimsins, sem hvort tveggja gerði upprisu siðmenningar mögulega og er einnig grundvöllur frekari framgangs hennar. Vísindi og tækni gerðu okkur kleift að raska jafnvæginu í loftslagi jarðarinnar, en þar sem við skiljum hvers vegna það er að gerast er okkur í vald sett að grípa inn í - nema við látum hugfallast í vonleysi. Hvernig stendur á því að þrátt fyrir alla þá gífurlegu þekkingu sem við búum yfir, höfum við ekki enn gripið til aðgerða? Þegar Adam beit í eplið forðum, öðlaðist hann þekkingu, en tapaði um leið sakleysi sínu. Þessi hlekkur milli þekkingar og sektarkenndar gegnsýrir allan okkar skilning á ábyrgð, synd og refsingum. Við erum öll sammála um að glæpur sem framinn er af gáleysi er ekki eins alvarlegur og sá sem framinn er að yfirlögðu ráði, jafnvel þótt útkoman sé sú sama. Hins vegar finnst okkur það vera siðferðisleg skylda okkar að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Dómurinn yfir okkur verður þyngri ef sýnt þykir að við hefðum átt að sjá fyrir neikvæðar afleiðingar gerða okkar, jafnvel þó að enginn illvilji hafi staðið þar á bak við á þeim tíma. Ein af okkar helstu áskorunum við að kom a böndum á hinar víðtæku aleiðingar loftslagsbreytinga er almennt viljaleysi til að meðtaka þá staðreynd að vísindi geta aðstoðað okkur við að skilja áhrif okkar eigin athæfis á framtíð jarðarinnar. Þeir sem efast um að loftlagsbreytingar séu að eiga sér stað, leitast ekki við að svara því hvort breytni mannkyns hafi áhrif á jörðina. Þess í stað kappkosta þeir að hafna þeirri þekkingu sem er til staðar. Þeir halda því fram að vísindin geti ekki útskýrt tengslin milli brennslu jarðefnaeldsneytis og ástands loftlagsins. Það er mögulegt að halda fram sakleysi á grundvelli þekkingarleysis. Syndleysið felst í því að vita ekki hvað á sér stað. Við hverfum enn í draumi aftur til fáfræðinnar í paradís. Naðran í paradís var táknmynd hinnar eðlislægu hvatar mannsins til að skilja sjálfa sig og hlutskipti sitt í veröldinni. Við féllum í freistni því að við sættum okkur ekki lengur við að vera fáfróðir íbúar Eden. Við afsöluðum okkur mögulega sæluvistinni en urðum í staðinn mennsk. Í gegnum þessa þrá til að skilja umhverfi okkar fundum við okkur sjálf. Hvert barn þráir að komast til vits og ára og við höfum áttað okkur á því að hinn sanni tilgangur tilveru okkar er að skilja heiminn. Það sem við nú vitum um loftslagið á jörðinni, orku og umhverfið er feikinóg til þess að gefa okkur til kynna að við þurfum að breyta hegðun okkar. Við erum nægilega upplýst um hverskonar breytingar þurfa að eiga sér stað, til þess að átta okkur á því að nú tjáir ekki að tefja lengur. Breytingar gerast ekki í einni svipan, og því er þeim mun mikilvægara að grípa umsvifalaust til aðgerða.Mynd/Anders Sune BergÞrátt fyrir það er nauðsynlegt að sýna hirðuleysi fortíðar ákveðinn skilning því að sektarkennd er tæpast mikill hvati til framtakssemi. Nútímasamfélagið er orkufrekt og reiðir sig á jarðefnaeldsneyti, en hvílir á stoðum hugvits, áræðni og elju. Það er takmarkaður ábati af því að álasa nokkrum, en ef við viljum snúa loftslagsvandanum sem við stöndum frammi fyrir, til betri vegar, þurfum við einmitt að leita í þá eiginleika okkar sem orsökuðu vandann til að byrja með, til að þróa nýja og sjálfbæra orkugjafa. Staðreyndir eru hluti af þessari jöfnu, en rétt eins og sektarkennd er ekki hvati til framtaks, nægja staðreyndir einar og sér ekki til þess að hvetja fólk til dáða. Tilfinningaleg og líkamleg upplifun eggjar okkur til athafna. Þekking getur gefið okkur til kynna hvernig við getum náð markmiðum okkar, en markmiðin sjálf og hvatinn til að láta til sín taka, sprettur upp úr tilfinningum okkar.Mynd/Anders Sune BergÖll höfum við fundið fyrir þeim hughrifum sem fylgja því að heyra tónlist, lesa bók eða virða fyrir sér málverk. Slík listaverk fela í sér hvöt sem býr lengi innra með okkur. Að upplifa list felur ekki í sér að læra eitthvað nýtt, heldur opnar listin fyrir öfl innra með okkur sem við meðtökum skyndilega og í gegnum þau tengsl getum við varpað skýrara ljósi á hver við erum. Þess vegna getur verið frelsandi að horfa á málverk. Þess vegna líður manni stundum eins og bókin sé í raun að lesa mann sjálfan og þess vegna virðist tengingin milli hjarta og höfuðs styrkjast við það að horfa á leikrit. Kraftur listarinnar er slíkur að hann getur gert tilfinningar opinskárri og óhlutbundna skynjun áþreifanlega, sem auðveldar okkur til muna að skilja hvort tveggja. Listin höfðar ekki aðeins til skynjunar sem við getum lýst með orðum, heldur líka þess sem ógerlegt er að tjá og gerir okkur kleift að upplifa bæði hugmyndir og hugsanir. Þekkingin sem við öðlumst með upplifun hvetur okkur til dáða, bæði á heimsvísu og í okkar nánasta umhverfi. Listin er óaðskiljanlegur og ómissandi hluti af samfélagi manna og býr að djúpstæðri hefð þar sem listamenn hafa notað sköpun sína til að varpa ljósi á hugsanir, tilfinningar og hugmyndir sem eru ekki eingöngu skynjun, heldur eiga brýnt erindi við samfélagið.Mynd/Anders Sune BergEin af helstu áskorunum nútímans er sú staðreynd að fólki finnst það ekki í tengslum við hin stóru vandamál heimsins. Það upplifir sig ekki sem gerendur í alþjóðasamfélaginu. Loftslagsbreytingar, fátækt, stríðsátök og farsóttir berjast um athygli okkar. Hin yfirþyrmandi holskefla upplýsinga sem dynur á borgurum í nútímasamfélagi í bland við málflutning sem er beint að okkur hverju og einu, hefur hjálpað flestum okkar að átta sig á því að eitthvað þurfi að gera í málunum. Engu að síður er heilmikil gjá milli þess sem við vitum og þess sem við skynjum og í framhaldi af því, þess sem við gerum. Hvernig má yfirfæra þekkingu í athafnir og breyta þannig hegðunarmynstri okkar? Auðvitað er nauðsynlegt að halda á lofti þeim staðreyndum og gögnum sem styðja vísindakenningar um loftlagsbreytingar, en það er ekki þar sem rót aðgerða er að finna. Það er ekki fyrr en þekking okkar kemst í samband við holdgervingu sjálfsins sem við öðlumst ábyrgð og hlutdeild. Menning er öflugur samherji í baráttunni fyrir breytingum. Menning snýst nær alltaf um að breyta þekkingu í athafnir. Ólíkt samskiptum þar sem áheyrendur eru neytendur vöru og þjónustu, byggir menningarsviðið á gagnkvæmu trausti þar sem fólki stendur jafnt til boða að vera viðtakandi og meðframleiðandi á sama tíma. Listin tekst á við tengslin milli persónulegrar reynslu og þeirrar reynslu sem þú deilir með öðrum. Gott listaverk skapar samfélag þar sem skoðanaágreiningi er fagnað. Burtséð frá því hvort við séum sammála um skilaboðin sem listaverkið á að koma á framfæri eða framsetningu þeirra upplifum við það engu að síður saman. Listaverk getur lagt sitt af mörkum við að skapa samfélagsanda og gagnkvæmni, og það getur hvatt okkur til þess að leggjast saman á árarnar, að verða meðvitaðir og virkir borgarar þessa heims án þess að þurfa að afsala okkur okkar persónulegu og tilfinningalegu upplifunum. Listin er lykillinn og vísindin eru áhaldið sem tryggja munu mannkyni undursamlega framtíð hér á jörð. Minik Rosing and Olafur Eliasson Birtist first í Politiken sunnudaginn 26. október 2014 Þýðing: Þorgils Jónsson. Byggt á þýðingu Kevin McGwin frá dönsku yfir á ensku
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun