Bjarni: Ekki úrslitaatriði að eftirmaður Hönnu Birnu sé kona Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 20:48 Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist leggja á það áherslu að finna sem allra fyrst eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra. Einar K. Guðfinnsson hefur verið sterklega orðaður við embættið. Rætt var við Bjarna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann lýsti fyrstu viðbrögðum sínum við ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að segja af sér embætti. „Við höfum fundað út af þessu máli margoft á fundanförnum vikum og mánuðum. Þetta á sinn hátt kom mér á óvart að hún væri komin að þessari niðurstöðu en hún færir fyrir henni gild rök. Það er orðið erfitt fyrir hana að sinna því verkefni sem hún hefur tekið að sér í innanríkisráðuneytinu og ég hef á því skilning og ég ber virðingu fyrir hennar niðurstöðu,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri búið að velja eftirmann ráðherrans. „Ég legg áherslu á að við gerum það mjög hratt. Við munum ræða það í þingflokknum á næstu dögum og ég hef rætt um það við forsætisráðherra að ég telji mikilvægt að við ljúkum því sem allra fyrst.“Samkvæmt okkar heimildum koma Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Einar Kristinn Guðfinnsson helst til greina sem eftirmenn hennar. Er eitthvað hæft í því? „Það er ekkert um þetta að segja á þessum tímapunkti. Það koma mjög margir til greina ef út í það er farið. Aðalatriðið er að það hefur engin ákvörðun verið tekin og þetta er á algjöru frumstigi.“Leggurðu áherslu á að kona leysi hana af hólmi? „Það er auðvitað eitt af því sem mér finnst eðlilegt að við horfum til en það er ekki úrslitaatriði í mínum huga.“Hver er staða hennar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins eftir allt sem á undan er gengið? „Ef eitthvað er mun þessi ákvörðun hennar gera henni betur kleift að sinna flokksstarfinu og þeim verkefnum sem fylgja varaformannsembættinu. Hún kemur síðan inn á þingið og verður augljóslega lykilþingmaður fyrir okkur sjálfstæðismenn. Þingið er miðjan í því sem við erum að gera og hún verður áfram í lykilstöðu fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ sagði Bjarni Benediktsson. Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Hanna Birna til umræðu í Ísland í dag Árni Páll Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson munu ræða atburði dagsins í beinni í Ísland í dag. 21. nóvember 2014 18:42 Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum. 21. nóvember 2014 14:52 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni. 21. nóvember 2014 17:36 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist leggja á það áherslu að finna sem allra fyrst eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra. Einar K. Guðfinnsson hefur verið sterklega orðaður við embættið. Rætt var við Bjarna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann lýsti fyrstu viðbrögðum sínum við ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að segja af sér embætti. „Við höfum fundað út af þessu máli margoft á fundanförnum vikum og mánuðum. Þetta á sinn hátt kom mér á óvart að hún væri komin að þessari niðurstöðu en hún færir fyrir henni gild rök. Það er orðið erfitt fyrir hana að sinna því verkefni sem hún hefur tekið að sér í innanríkisráðuneytinu og ég hef á því skilning og ég ber virðingu fyrir hennar niðurstöðu,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri búið að velja eftirmann ráðherrans. „Ég legg áherslu á að við gerum það mjög hratt. Við munum ræða það í þingflokknum á næstu dögum og ég hef rætt um það við forsætisráðherra að ég telji mikilvægt að við ljúkum því sem allra fyrst.“Samkvæmt okkar heimildum koma Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Einar Kristinn Guðfinnsson helst til greina sem eftirmenn hennar. Er eitthvað hæft í því? „Það er ekkert um þetta að segja á þessum tímapunkti. Það koma mjög margir til greina ef út í það er farið. Aðalatriðið er að það hefur engin ákvörðun verið tekin og þetta er á algjöru frumstigi.“Leggurðu áherslu á að kona leysi hana af hólmi? „Það er auðvitað eitt af því sem mér finnst eðlilegt að við horfum til en það er ekki úrslitaatriði í mínum huga.“Hver er staða hennar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins eftir allt sem á undan er gengið? „Ef eitthvað er mun þessi ákvörðun hennar gera henni betur kleift að sinna flokksstarfinu og þeim verkefnum sem fylgja varaformannsembættinu. Hún kemur síðan inn á þingið og verður augljóslega lykilþingmaður fyrir okkur sjálfstæðismenn. Þingið er miðjan í því sem við erum að gera og hún verður áfram í lykilstöðu fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Hanna Birna til umræðu í Ísland í dag Árni Páll Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson munu ræða atburði dagsins í beinni í Ísland í dag. 21. nóvember 2014 18:42 Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum. 21. nóvember 2014 14:52 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni. 21. nóvember 2014 17:36 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11
Hanna Birna til umræðu í Ísland í dag Árni Páll Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson munu ræða atburði dagsins í beinni í Ísland í dag. 21. nóvember 2014 18:42
Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum. 21. nóvember 2014 14:52
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45
Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni. 21. nóvember 2014 17:36
Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41