Aron: Þegar allir eru með þá erum við með gott lið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2014 11:30 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, kíkti í örstutta heimsókn til Íslands þar sem hann tók þátt í fundi landsliðsnefndar HSÍ en nú styttist óðum í HM í handbolta sem fer fram í Katar í janúar. Guðjón Guðmundsson nýtti tækifærið og spurði Aron út í næstu skref í undirbúningi landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið en íslenska liðið hefur undirbúning sinn 30. desember næstkomandi. Aron Kristjánsson segir að markmið liðsins sé að ná í Ólympíusæti og hann gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á íslenska liðinu. „Við byrjum æfingar 30. desember. Það var auðvitað búið að skipuleggja töluvert af æfingaleikjum í janúar og við þurftum að breyta því sem hægt var að breyta. Við munum samt sem áður spila þessa leiki við Þjóðverja hérna heima og spila þetta mót í Danmörku. Það er kannski aðeins of mikið að spila fimm leiki en við verðum bara að leysa það eins vel og við getum," sagði Aron. Margir hafa verið að kalla á breytingar eftir síðustu leiki íslenska liðsins en getur Aron breytt liðinu mikið við þessar kringumstæður nú þegar er svona stutt í stórmót sem kom óvænt upp? „Það er ljóst að það styttist í viss kynslóðarskipti í liðinu. Það eru nokkrir leikmenn orðnir töluvert eldri og ég myndi segja að liðið verði búið að breytast dálítið eftir tvö ár. Ég sé ekki fyrir mér að ég geri margar breytingar fyrir HM en kannski einhverjar. Ég er ekki búinn að klára það ennþá að velja liðið en ég er að leggja lokadrögin á það," sagði Aron. Guðjón spurði Aron hvort að það þurfi ekki að fara gera breytingar á varnarleik íslenska liðsins sem hefur nánast verið sá sami frá ÓL í Peking 2008 og hvort að hann þurfi ekki að prófa 3:2:1 eða 5:1 vörn? „Við spilum tvö varnarafbrigði í dag, 6:0 vörn með mismunandi útfærslum og svo spilum við 5:1 vörn sem hefur gefið okkur vel einstaka sinnum. Það er ljóst að við munum halda í þessar varnir því við getum spilað þær og þurfum að nota þær taktískt. Hinsvegar ætlum við að leggja inn nýtt varnarafbrigði sem verður meira framliggjandi og geiri það að verkum að við þurfum aðeins að nýta einn hafsent í vörninni. Með því náum við að fækka skiptingum og efla hraðaupphlaupin," sagði Aron. Fá yngri leikmenn eins og Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson og Róbert Aron Hostert aukin og stærri hlutverk á HM í Katar? „Ég er að vonast til þess að Ólafur Gústafsson stigi upp varnarlega því hann hefur verið að standa sig vel í vörninni í Danmörku. Hann var að vísu á tímabili að glíma við hnémeiðsli en er kominn á ról aftur og byrjaður að spila á fullu. Ég vona að hann haldi áfram sínum uppgangi og verði klár í slaginn," sagði Aron. Hvað með leikmenn eins og Aron Pálmarsson og Rúnar Kárason sem hafa verið að missa úr landsleiki vegna meiðsla? „Aron er mjög mikilvægur fyrir liðið enda með betri leikmönnum í heiminum. Það segir sig sjálft að við eigum ekki marga slíka leikmenn. Við þurfum að hafa alla okkar leikmenn klára til þess að geta náð hagstæðum úrslitum á mótinu. Við erum ekki þjóð með mikla breidd en eigum nokkra toppleikmenn og svo eigum við nokkra efnilega leikmenn sem eru á leiðinni. Þegar allir eru með þá erum við með gott lið og það er það sem við stefnum á í HM," sagði Aron.Vísir/StefánGuðjón spurði Aron út þær skoðanir manna að breytingar á landsliðinu hafi verið of hægfæra, það hafi verið alltof lítið af breytingum og að Aron hafi ekki endurnýjað liðið nægilega hratt. Aðrir segja að við séum að gera þetta alltof hratt en hver er skoðun Arons á þessu? „Fyrsta markmið mitt þegar ég tók við landsliðinu var að ná árangri en í öðru lagi að auka breiddina í liðinu. Ég tel að við höfum verið að gefa mörgum tækifæri frá 2012 og reyna smátt og smátt að auka breiddina í liðinu. Við höfum því miður verið að glíma við mikið af meiðslum og þessir yngri leikmenn sérstaklega hafa verið töluvert frá," segir Aron og bætir við: „Alexander Petersson var frá um tíma og Aron Pálmarsson hefur varla spilað landsleik á árinu 2014. Svo ertu með leikmenn eins og Ólaf Bjarka, Rúnar Kárason og Ólaf Gústavsson sem hafa verið mikið frá en þeir voru komnir í það að fara að taka við stærri hlutverkum í liðinu. Því miður eyðileggur það svolítið þau skipti sem áttu að verða hjá þessum leikmönnum en það eru aðrir sem hafa verið að fá tækifæri. Menn hafa nýtt þau mismundandi vel," sagði Aron. „Ég tel að vera rosalega mikilvægt að við höldum áfram að auka þessa breidd og að við höldum áfram að reyna koma þessum leikmönnum í það að geta spilað fyrir land og þjóð. Til þess að geta það þá þurfum við að finna einhver verkefni fyrir þá og leiki. Það er erfitt að fara að taka við lykilhlutverki í einhverjum undankeppnisleikjum eða á heimsmeistaramóti því þú þarft að vera búinn að ná einhverjum æfingaleikjum líka," sagði Aron. Menn kvarta yfir markvörslunni hjá íslenska liðinu og segja að hún sé ekki á sama stigi og hjá öðrum þjóðum. Er Aron sammála því? „Þetta er umræðuefni sem er búið að vera í mörg ár. Við höfum oft verið aðeins á eftir þar en mér finnst hinsvegar að á síðustu stórmótum hafi Aron og Björgvin Páll vegið hvorn annan upp. Þegar þeir hafa báðir verið í góðu formi þá hafa þeir oft á tíðum verið með ágætis markvörslu. Markvarslan í leikjunum síðast var ekkert svo slök og í fínu lagi en það var hinsvegar sóknarnýtingin og færanýtingin sem fór með okkur þá," sagði Aron. En hvert er ásættanlegt sæti hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM í Katar? „Við stefnum á að komast í Ólympíuumspilið. Það er markmiðið og síðan að komast á Ólympíuleikana," sagði Aron. Það er hægt að sjá allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Aron í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Óvissa um þátttöku Sverre á HM í Katar Veit ekki hvort hann getur gefið kost á sér í landsliðið. 3. desember 2014 07:45 Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46 Minnsta þjóðin með flesta þjálfara á HM Eftir að íslenska handboltalandsliðið fékk sæti á HM í handbolta í Katar í janúar er ljóst að fjórir íslenskir þjálfarar verða í eldlínunni á mótinu. Engin önnur þjóð á svo marga þjálfara á heimsmeistaramótinu í ár. 26. nóvember 2014 06:00 Ísland mætir verðandi HM-mótherjum rétt fyrir HM í Katar Íslenska handboltalandsliðið gæti þurft að vera í "feluleik" rétt fyrir HM í Katar í janúar því liðið þarf að spila við verðandi HM-mótherja rétt fyrir heimsmeistaramótið. 26. nóvember 2014 09:30 Utan vallar: Ekki í aðstöðu til að segja nei Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. 25. nóvember 2014 07:00 Ísland skráð á æfingamót á sama tíma og HM í Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta og Handknattleikssamband Íslands höfðu skipulagt mikla dagskrá fyrir íslenska landsliðið í janúar áður en kom í ljós að Ísland fengi að vera með á HM í Katar. 26. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, kíkti í örstutta heimsókn til Íslands þar sem hann tók þátt í fundi landsliðsnefndar HSÍ en nú styttist óðum í HM í handbolta sem fer fram í Katar í janúar. Guðjón Guðmundsson nýtti tækifærið og spurði Aron út í næstu skref í undirbúningi landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið en íslenska liðið hefur undirbúning sinn 30. desember næstkomandi. Aron Kristjánsson segir að markmið liðsins sé að ná í Ólympíusæti og hann gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á íslenska liðinu. „Við byrjum æfingar 30. desember. Það var auðvitað búið að skipuleggja töluvert af æfingaleikjum í janúar og við þurftum að breyta því sem hægt var að breyta. Við munum samt sem áður spila þessa leiki við Þjóðverja hérna heima og spila þetta mót í Danmörku. Það er kannski aðeins of mikið að spila fimm leiki en við verðum bara að leysa það eins vel og við getum," sagði Aron. Margir hafa verið að kalla á breytingar eftir síðustu leiki íslenska liðsins en getur Aron breytt liðinu mikið við þessar kringumstæður nú þegar er svona stutt í stórmót sem kom óvænt upp? „Það er ljóst að það styttist í viss kynslóðarskipti í liðinu. Það eru nokkrir leikmenn orðnir töluvert eldri og ég myndi segja að liðið verði búið að breytast dálítið eftir tvö ár. Ég sé ekki fyrir mér að ég geri margar breytingar fyrir HM en kannski einhverjar. Ég er ekki búinn að klára það ennþá að velja liðið en ég er að leggja lokadrögin á það," sagði Aron. Guðjón spurði Aron hvort að það þurfi ekki að fara gera breytingar á varnarleik íslenska liðsins sem hefur nánast verið sá sami frá ÓL í Peking 2008 og hvort að hann þurfi ekki að prófa 3:2:1 eða 5:1 vörn? „Við spilum tvö varnarafbrigði í dag, 6:0 vörn með mismunandi útfærslum og svo spilum við 5:1 vörn sem hefur gefið okkur vel einstaka sinnum. Það er ljóst að við munum halda í þessar varnir því við getum spilað þær og þurfum að nota þær taktískt. Hinsvegar ætlum við að leggja inn nýtt varnarafbrigði sem verður meira framliggjandi og geiri það að verkum að við þurfum aðeins að nýta einn hafsent í vörninni. Með því náum við að fækka skiptingum og efla hraðaupphlaupin," sagði Aron. Fá yngri leikmenn eins og Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson og Róbert Aron Hostert aukin og stærri hlutverk á HM í Katar? „Ég er að vonast til þess að Ólafur Gústafsson stigi upp varnarlega því hann hefur verið að standa sig vel í vörninni í Danmörku. Hann var að vísu á tímabili að glíma við hnémeiðsli en er kominn á ról aftur og byrjaður að spila á fullu. Ég vona að hann haldi áfram sínum uppgangi og verði klár í slaginn," sagði Aron. Hvað með leikmenn eins og Aron Pálmarsson og Rúnar Kárason sem hafa verið að missa úr landsleiki vegna meiðsla? „Aron er mjög mikilvægur fyrir liðið enda með betri leikmönnum í heiminum. Það segir sig sjálft að við eigum ekki marga slíka leikmenn. Við þurfum að hafa alla okkar leikmenn klára til þess að geta náð hagstæðum úrslitum á mótinu. Við erum ekki þjóð með mikla breidd en eigum nokkra toppleikmenn og svo eigum við nokkra efnilega leikmenn sem eru á leiðinni. Þegar allir eru með þá erum við með gott lið og það er það sem við stefnum á í HM," sagði Aron.Vísir/StefánGuðjón spurði Aron út þær skoðanir manna að breytingar á landsliðinu hafi verið of hægfæra, það hafi verið alltof lítið af breytingum og að Aron hafi ekki endurnýjað liðið nægilega hratt. Aðrir segja að við séum að gera þetta alltof hratt en hver er skoðun Arons á þessu? „Fyrsta markmið mitt þegar ég tók við landsliðinu var að ná árangri en í öðru lagi að auka breiddina í liðinu. Ég tel að við höfum verið að gefa mörgum tækifæri frá 2012 og reyna smátt og smátt að auka breiddina í liðinu. Við höfum því miður verið að glíma við mikið af meiðslum og þessir yngri leikmenn sérstaklega hafa verið töluvert frá," segir Aron og bætir við: „Alexander Petersson var frá um tíma og Aron Pálmarsson hefur varla spilað landsleik á árinu 2014. Svo ertu með leikmenn eins og Ólaf Bjarka, Rúnar Kárason og Ólaf Gústavsson sem hafa verið mikið frá en þeir voru komnir í það að fara að taka við stærri hlutverkum í liðinu. Því miður eyðileggur það svolítið þau skipti sem áttu að verða hjá þessum leikmönnum en það eru aðrir sem hafa verið að fá tækifæri. Menn hafa nýtt þau mismundandi vel," sagði Aron. „Ég tel að vera rosalega mikilvægt að við höldum áfram að auka þessa breidd og að við höldum áfram að reyna koma þessum leikmönnum í það að geta spilað fyrir land og þjóð. Til þess að geta það þá þurfum við að finna einhver verkefni fyrir þá og leiki. Það er erfitt að fara að taka við lykilhlutverki í einhverjum undankeppnisleikjum eða á heimsmeistaramóti því þú þarft að vera búinn að ná einhverjum æfingaleikjum líka," sagði Aron. Menn kvarta yfir markvörslunni hjá íslenska liðinu og segja að hún sé ekki á sama stigi og hjá öðrum þjóðum. Er Aron sammála því? „Þetta er umræðuefni sem er búið að vera í mörg ár. Við höfum oft verið aðeins á eftir þar en mér finnst hinsvegar að á síðustu stórmótum hafi Aron og Björgvin Páll vegið hvorn annan upp. Þegar þeir hafa báðir verið í góðu formi þá hafa þeir oft á tíðum verið með ágætis markvörslu. Markvarslan í leikjunum síðast var ekkert svo slök og í fínu lagi en það var hinsvegar sóknarnýtingin og færanýtingin sem fór með okkur þá," sagði Aron. En hvert er ásættanlegt sæti hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM í Katar? „Við stefnum á að komast í Ólympíuumspilið. Það er markmiðið og síðan að komast á Ólympíuleikana," sagði Aron. Það er hægt að sjá allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Aron í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Óvissa um þátttöku Sverre á HM í Katar Veit ekki hvort hann getur gefið kost á sér í landsliðið. 3. desember 2014 07:45 Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46 Minnsta þjóðin með flesta þjálfara á HM Eftir að íslenska handboltalandsliðið fékk sæti á HM í handbolta í Katar í janúar er ljóst að fjórir íslenskir þjálfarar verða í eldlínunni á mótinu. Engin önnur þjóð á svo marga þjálfara á heimsmeistaramótinu í ár. 26. nóvember 2014 06:00 Ísland mætir verðandi HM-mótherjum rétt fyrir HM í Katar Íslenska handboltalandsliðið gæti þurft að vera í "feluleik" rétt fyrir HM í Katar í janúar því liðið þarf að spila við verðandi HM-mótherja rétt fyrir heimsmeistaramótið. 26. nóvember 2014 09:30 Utan vallar: Ekki í aðstöðu til að segja nei Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. 25. nóvember 2014 07:00 Ísland skráð á æfingamót á sama tíma og HM í Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta og Handknattleikssamband Íslands höfðu skipulagt mikla dagskrá fyrir íslenska landsliðið í janúar áður en kom í ljós að Ísland fengi að vera með á HM í Katar. 26. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Sjá meira
Óvissa um þátttöku Sverre á HM í Katar Veit ekki hvort hann getur gefið kost á sér í landsliðið. 3. desember 2014 07:45
Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Þýskalandi var komið inn á HM með krókaleiðum en samningar náðust ekki við stærstu sjónvarpsstöðvar Þýskalands. 2. desember 2014 13:46
Minnsta þjóðin með flesta þjálfara á HM Eftir að íslenska handboltalandsliðið fékk sæti á HM í handbolta í Katar í janúar er ljóst að fjórir íslenskir þjálfarar verða í eldlínunni á mótinu. Engin önnur þjóð á svo marga þjálfara á heimsmeistaramótinu í ár. 26. nóvember 2014 06:00
Ísland mætir verðandi HM-mótherjum rétt fyrir HM í Katar Íslenska handboltalandsliðið gæti þurft að vera í "feluleik" rétt fyrir HM í Katar í janúar því liðið þarf að spila við verðandi HM-mótherja rétt fyrir heimsmeistaramótið. 26. nóvember 2014 09:30
Utan vallar: Ekki í aðstöðu til að segja nei Auðvitað ætti Ísland að afþakka sætið á HM í handbolta og segja þessum trúðum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu að éta það sem úti frýs. 25. nóvember 2014 07:00
Ísland skráð á æfingamót á sama tíma og HM í Katar Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta og Handknattleikssamband Íslands höfðu skipulagt mikla dagskrá fyrir íslenska landsliðið í janúar áður en kom í ljós að Ísland fengi að vera með á HM í Katar. 26. nóvember 2014 08:00