Ferðamenn ánægðir með jólin á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2014 20:00 Ferðamenn sem sækjast eftir norrænum jólum geta ekki kvartað undan veðrinu í höfuðborginni þar sem snjór liggur yfir öllu og gengur á með éljum. Enda voru þeir ferðalangar sem Heimir Már rakst á í dag hæst ánægðir með dvölina í borginni yfir jóladagana. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarin ár að fjölga erlendum ferðamönnum í landinu yfir vetrarmánuðina og það hefur svo sannarlega tekist. Þúsundir ferðamanna eru í höfuðborginni yfir jóladagana og þeir koma alls staðar að. Já fyrir utan Nordica rákumst við t.d. á þessa tvo frakka frá Avignon í suður Frakklandi en annar þeirra var að láta æskudraum um Íslandsheimsókn rætast, enda á hann ættir að rekja til Norðurlanda og Þýskalands. „Sérðu það ekki á mér að ég er dansk- þýsk blandaður,“ segir Anthony og hlær. En hann segist geta rakið ættir sínar m.a. til hanover og Lubeck í Þýsklandi. Þá sé hann mjög hrifinn af norrænni menningu, sögu víkinganna og tungumálinu. „Ég heiti Anthony,“ segir hann stoltur af íslenskukunnáttunni og býður svo gleðileg jól upp á íslensku og bætir svo við: „Takk fyrir allt.“ Þórir Baldvin Hrafnsson vaktstjóri í gestamóttökunni á Hilton-Nordika segir stemminguna góða og mun meira að gera en um síðustu jól. Full þjónusta er á hótelinu og svo finni fólk sér eitthvað að gera, þótt allir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað margt er lokað yfir jólin. „Sumir vita ekki að það er þetta mikið lokað. En ferðaþjónustufyrirtækin eru með túra yfir daginn. Það eru hlutir að gera fyrir fólk en það er auðvitað minna en á venjulegum dögum. Það segir sig sjálft,“ segir Þórir Baldvin. Á Nordika hittum við fjölskyldu sem kemur alla leið frá Kænugarði í Úkraínu til að eyðja jólunum á Íslandi. Þau sögðust ánæð með að hvíla sig á spennunni í heimalandinu fyrir framan arineldinn á Nordika og eru ánægð með snjóinn. „Við höfum ekki fengið snjó í Kænugarði þennan veturinn. Ástandið þar er mjög erfitt og þegar ég fæ tækifæri nýt ég þess að ferðast,“ segir David Krebs ungur maður í fjölskyldunni. Það geri lítið til þó margt sé lokað, þau slappi þá bara af við lestur fyrir framan arininn.Hvað á að gera í kvöld, á jóladagskvöldi? „Við förum saman út að borða á veitingastað og fáum okkur vín saman. Á morgun förum við sennilega upp á jökul á Super Jeeps. Það verður gaman,“ segir David Krebs. Jólafréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ferðamenn sem sækjast eftir norrænum jólum geta ekki kvartað undan veðrinu í höfuðborginni þar sem snjór liggur yfir öllu og gengur á með éljum. Enda voru þeir ferðalangar sem Heimir Már rakst á í dag hæst ánægðir með dvölina í borginni yfir jóladagana. Lögð hefur verið áhersla á það undanfarin ár að fjölga erlendum ferðamönnum í landinu yfir vetrarmánuðina og það hefur svo sannarlega tekist. Þúsundir ferðamanna eru í höfuðborginni yfir jóladagana og þeir koma alls staðar að. Já fyrir utan Nordica rákumst við t.d. á þessa tvo frakka frá Avignon í suður Frakklandi en annar þeirra var að láta æskudraum um Íslandsheimsókn rætast, enda á hann ættir að rekja til Norðurlanda og Þýskalands. „Sérðu það ekki á mér að ég er dansk- þýsk blandaður,“ segir Anthony og hlær. En hann segist geta rakið ættir sínar m.a. til hanover og Lubeck í Þýsklandi. Þá sé hann mjög hrifinn af norrænni menningu, sögu víkinganna og tungumálinu. „Ég heiti Anthony,“ segir hann stoltur af íslenskukunnáttunni og býður svo gleðileg jól upp á íslensku og bætir svo við: „Takk fyrir allt.“ Þórir Baldvin Hrafnsson vaktstjóri í gestamóttökunni á Hilton-Nordika segir stemminguna góða og mun meira að gera en um síðustu jól. Full þjónusta er á hótelinu og svo finni fólk sér eitthvað að gera, þótt allir hafi ekki gert sér grein fyrir hvað margt er lokað yfir jólin. „Sumir vita ekki að það er þetta mikið lokað. En ferðaþjónustufyrirtækin eru með túra yfir daginn. Það eru hlutir að gera fyrir fólk en það er auðvitað minna en á venjulegum dögum. Það segir sig sjálft,“ segir Þórir Baldvin. Á Nordika hittum við fjölskyldu sem kemur alla leið frá Kænugarði í Úkraínu til að eyðja jólunum á Íslandi. Þau sögðust ánæð með að hvíla sig á spennunni í heimalandinu fyrir framan arineldinn á Nordika og eru ánægð með snjóinn. „Við höfum ekki fengið snjó í Kænugarði þennan veturinn. Ástandið þar er mjög erfitt og þegar ég fæ tækifæri nýt ég þess að ferðast,“ segir David Krebs ungur maður í fjölskyldunni. Það geri lítið til þó margt sé lokað, þau slappi þá bara af við lestur fyrir framan arininn.Hvað á að gera í kvöld, á jóladagskvöldi? „Við förum saman út að borða á veitingastað og fáum okkur vín saman. Á morgun förum við sennilega upp á jökul á Super Jeeps. Það verður gaman,“ segir David Krebs.
Jólafréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira