Undir mér komið að sanna mig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2014 08:15 Gunnar Steinn Jónsson í leik með liði sínu, Nantes, í Frakklandi. Hann gekkst undir aðgerð á öxl eftir síðasta tímabil og segist ekki hafa verið betri í nokkur ár. Nordic Photos / AFP „Þetta er auðvitað draumur allra handboltamanna og verið lengi á markmiðalistanum. Það er gaman að fá tækifærið,“ segir Gunnar Steinn Jónsson. Leikstjórnandinn fékk langþráð kall í íslenska landsliðið í desember og var mættur til æfinga um síðustu helgi. Liðið æfði fimm sinnum á þremur dögum en fékk svo frí í kringum áramótin. Framundan er Evrópumótið í Danmörku sem hefst þann 12. janúar þegar okkar menn mæta Norðmönnum. „Þetta er skammur tími fyrir miðjumann að koma inn í svona samspilandi hóp. En það hefur gengið mjög vel að mínu mati,“ sagði Gunnar Steinn að lokinni sinni þriðju æfingu með liðinu á rúmum sólarhring á sunnudagsmorgun. Miðjumaðurinn, sem spilaði með Fjölni í yngri flokkum áður en hann sló í gegn með HK í meistaraflokki, telur möguleika sína á að komast í lokahópinn ekki mikla en þó fyrir hendi. „Ég er síðastur inn til að byrja mér en undir mér komið að sanna að ég eigi heima hérna.“Öxlin ekki verið betri í nokkur ár Gunnar Steinn spilar með Nantes í Frakklandi en liðið komst í úrslitaleikinn í EHF-bikarnum síðastliðið vor. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð á hægri öxl sinni sem tókst vel. „Öxlin hefur líklega ekki verið betri í nokkur ár,“ segir Gunnar Steinn. Nokkuð basl hafi verið á honum fyrstu mánuðina eftir aðgerðina en nú sé hann allur að koma til. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög góðir,“ segir kappinn sem fór á kostum í Íslendingaslag gegn stjörnuliði Paris Saint-Germain um miðjan desember. Gunnar Steinn skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson spila með Parísarliðinu. „Þetta var líklega besti leikurinn á ferlinum til að spila vel í,“ segir Gunnar Steinn um leikinn. „Margir af bestu leikmönnum heims eru í Parísarliðinu og gaman að fá staðfestingu á því að maður geti spilað á svo háu stigi.“Mikil samkeppni í landsliðinu Gunnar Steinn segir samkeppnina um stöðu leikstjórnanda mikla. Lykilmennirnir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson og Snorri Steinn Guðjónsson geti allir leyst stöðuna en þar fyrir aftan sé hann að berjast aðra leikmenn í hópnum. „Ég er samt líklega neðstur á blaði til að byrja með,“ segir Gunnar Steinn. Hann fær kærkomið tækifæri til að sanna sig á æfingamóti í Þýskalandi um helgina þar sem liðið mætir Rússum, Þjóðverjum og Austurríkismönnum. „Það er eitt að vera góður á æfingum en svo þarf maður að geta eitthvað í leikjum. Það er mikilvægast.“[email protected] EM 2014 karla Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað draumur allra handboltamanna og verið lengi á markmiðalistanum. Það er gaman að fá tækifærið,“ segir Gunnar Steinn Jónsson. Leikstjórnandinn fékk langþráð kall í íslenska landsliðið í desember og var mættur til æfinga um síðustu helgi. Liðið æfði fimm sinnum á þremur dögum en fékk svo frí í kringum áramótin. Framundan er Evrópumótið í Danmörku sem hefst þann 12. janúar þegar okkar menn mæta Norðmönnum. „Þetta er skammur tími fyrir miðjumann að koma inn í svona samspilandi hóp. En það hefur gengið mjög vel að mínu mati,“ sagði Gunnar Steinn að lokinni sinni þriðju æfingu með liðinu á rúmum sólarhring á sunnudagsmorgun. Miðjumaðurinn, sem spilaði með Fjölni í yngri flokkum áður en hann sló í gegn með HK í meistaraflokki, telur möguleika sína á að komast í lokahópinn ekki mikla en þó fyrir hendi. „Ég er síðastur inn til að byrja mér en undir mér komið að sanna að ég eigi heima hérna.“Öxlin ekki verið betri í nokkur ár Gunnar Steinn spilar með Nantes í Frakklandi en liðið komst í úrslitaleikinn í EHF-bikarnum síðastliðið vor. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð á hægri öxl sinni sem tókst vel. „Öxlin hefur líklega ekki verið betri í nokkur ár,“ segir Gunnar Steinn. Nokkuð basl hafi verið á honum fyrstu mánuðina eftir aðgerðina en nú sé hann allur að koma til. „Síðustu tveir mánuðir hafa verið mjög góðir,“ segir kappinn sem fór á kostum í Íslendingaslag gegn stjörnuliði Paris Saint-Germain um miðjan desember. Gunnar Steinn skoraði sjö mörk úr jafnmörgum skotum en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson spila með Parísarliðinu. „Þetta var líklega besti leikurinn á ferlinum til að spila vel í,“ segir Gunnar Steinn um leikinn. „Margir af bestu leikmönnum heims eru í Parísarliðinu og gaman að fá staðfestingu á því að maður geti spilað á svo háu stigi.“Mikil samkeppni í landsliðinu Gunnar Steinn segir samkeppnina um stöðu leikstjórnanda mikla. Lykilmennirnir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson og Snorri Steinn Guðjónsson geti allir leyst stöðuna en þar fyrir aftan sé hann að berjast aðra leikmenn í hópnum. „Ég er samt líklega neðstur á blaði til að byrja með,“ segir Gunnar Steinn. Hann fær kærkomið tækifæri til að sanna sig á æfingamóti í Þýskalandi um helgina þar sem liðið mætir Rússum, Þjóðverjum og Austurríkismönnum. „Það er eitt að vera góður á æfingum en svo þarf maður að geta eitthvað í leikjum. Það er mikilvægast.“[email protected]
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira