Flest mörk af hægri vængnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2014 11:30 Hundrað prósent Kári Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín í gær en restin af liðinu skoraði aðeins úr 15 af 46 skotum sínum utan af velli. NordicPhotos/Getty Einn stórsigur, eitt sigurmark á síðustu stundu og einn stór skellur er uppskeran úr þremur síðustu undirbúningsleikjum strákanna okkar fyrir EM í handbolta sem hefst í Danmörku um næstu helgi. Sigrarnir í tveimur fyrstu leikjunum á móti Rússlandi og Austurríki þrátt fyrir forföll voru mikið gleðiefni en íslenska liðið var síðan skotið í kaf í lokaleiknum á móti þýsku liði, sem er ekki einu sinni á leiðinni á EM. „Ég var mjög ánægður með þessa tvo fyrstu sigra þar sem við vorum að spila mjög góðan sóknarleik og hraðaupphlaupin gengu vel á móti Rússum. Varnarleikurinn var ekki nægjanlega öflugur þá og við vorum svolítið passívir. Á móti Austurríki voru við beittari varnarlega og náðum góðum sigri þar. Í kvöld spiluðum við mjög illa,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn á móti Þýskalandi í gær. „Ég hefði auðvitað vilja fá betri frammistöðu frá yngri leikmönnum sem eru að reyna að sanna sig. Í raun var á endanum bara gott að sleppa út úr þessu með ekki stærra tap en 32-24,“ sagði Aron. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá er enginn til þess að taka við,“ sagði Aron. Þórir Ólafsson var ekki með liðinu og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson. „Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa,“ sagði Aron. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru ekki með út en Aron vonast til þess að Arnór getið æft með liðinu á þriðjudaginn. Það er hins vegar lengra í Guðjón Val. „Það kemur ekki í ljós fyrr en seinna í vikunni hvort hann verður klár,“ sagði Aron. EM 2014 karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Einn stórsigur, eitt sigurmark á síðustu stundu og einn stór skellur er uppskeran úr þremur síðustu undirbúningsleikjum strákanna okkar fyrir EM í handbolta sem hefst í Danmörku um næstu helgi. Sigrarnir í tveimur fyrstu leikjunum á móti Rússlandi og Austurríki þrátt fyrir forföll voru mikið gleðiefni en íslenska liðið var síðan skotið í kaf í lokaleiknum á móti þýsku liði, sem er ekki einu sinni á leiðinni á EM. „Ég var mjög ánægður með þessa tvo fyrstu sigra þar sem við vorum að spila mjög góðan sóknarleik og hraðaupphlaupin gengu vel á móti Rússum. Varnarleikurinn var ekki nægjanlega öflugur þá og við vorum svolítið passívir. Á móti Austurríki voru við beittari varnarlega og náðum góðum sigri þar. Í kvöld spiluðum við mjög illa,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn á móti Þýskalandi í gær. „Ég hefði auðvitað vilja fá betri frammistöðu frá yngri leikmönnum sem eru að reyna að sanna sig. Í raun var á endanum bara gott að sleppa út úr þessu með ekki stærra tap en 32-24,“ sagði Aron. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá er enginn til þess að taka við,“ sagði Aron. Þórir Ólafsson var ekki með liðinu og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson. „Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa,“ sagði Aron. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru ekki með út en Aron vonast til þess að Arnór getið æft með liðinu á þriðjudaginn. Það er hins vegar lengra í Guðjón Val. „Það kemur ekki í ljós fyrr en seinna í vikunni hvort hann verður klár,“ sagði Aron.
EM 2014 karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira