Betra að hafa sjö miðlungsmenn en sjö stjörnur sem ná ekki saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2014 06:45 Ásgeir Örn þarf að fylla í skarð Alexanders Peterssonar sem gaf ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. nordicphotos/getty „Ég er nokkuð sáttur við minn spiltíma undanfarið,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson, sem ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni hefur lífsviðurværi sitt hjá franska liðinu Paris Saint-Germain. Landsliðsmennirnir gengu í raðir félagsins sumarið 2012 og urðu franskir meistarar með liðinu síðastliðið vor. Ári fyrr var liðið hársbreidd frá falli en síðan hefur miklu verið kostað til hjá liðinu sem er í eigu fjárfestingarfélags frá Katar. „Það kemur fyrir að ég spila ekki neitt og svo spila ég kannski allan næsta leik. Það hefur ekki verið neinn taktur í þessu,“ segir Róbert. Ásgeir Örn er öllu ósáttari við sitt hlutskipti á hægri vængnum en þó hefur aðeins verið að birta til. „Framan af tímabili var þetta þungt og mjög erfitt. Ég fékk mjög lítið að spila,“ segir Ásgeir Örn. „Ég er ekki sáttur en maður er ánægður ef þetta er að verða betra.“Allir átján eru frábærir Ásgeir Örn minnir á að leikmannahópur liðsins sé afar sterkur. Þjálfarinn Philippe Gardent sé duglegur að minna á það sé hann spurður út í hlutverk sitt. „Við erum með átján leikmenn í hópnum og allir frábærir. Það er ekki eins og ég sé bara með kjúklingunum á bekknum. Við erum allir landsliðsmenn með yfir 100 landsleiki og lykilmenn þar,“ segir Ásgeir Örn, sem er uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði en hélt í atvinnumennsku til Lemgo í Þýskalandi árið 2005. „Þetta snýst ekki endilega um að maður sé of lélegur. Það eru bara of margir góðir í liðinu sem býr til vandræði hjá þeim sem spila of lítið.“Róbert Gunnarsson hefur gegnt lykilhlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár og verður engin breyting þar á í Danmörku.nordicphotos/gettyÞakkar fyrir landsliðshlutverkið Ásgeir Örn og Róbert voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu á fjögurra þjóða móti í Þýskalandi um liðna helgi. Mikil ábyrgð er á herðum Ásgeirs Arnar í ljósi þess að Ólafur Stefánsson hefur lagt skóna á hilluna og Alexander Petersson gefur ekki kost á sér vegna meiðsla. „Það er annað en hjá félagsliðinu svo það er ljómandi fínt. Maður þakkar fyrir það og reynir að nýta tækifærið eins vel og maður getur,“ segir örvhenta skyttan sem verður þrítug á árinu. EM í Danmörku hefst um helgina en töluvert er um meiðsli í herbúðum Íslands. Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson fóru til að mynda ekki með landsliðinu í æfingaferðina til Þýskalands um liðna helgi og sömu sögu er að segja um hornamanninn Arnór Þór Gunnarsson. Þá gengur Aron Pálmarsson ekki heill til skógar frekar en Ólafur Bjarki Ragnarsson og Þórir Ólafsson. Róbert segir það ekki hjálpa að velta sér upp úr því neikvæða heldur verði að horfa fram á veginn. Óreyndari leikmenn verði að nota tækifærið sem þeim bjóðist í Danmörku og láta ljós sitt skína.Ætti að vera eitt besta lið heims Þegar umræðan berst að gengi Parísarliðsins á tímabilinu renna tvær grímur á okkar menn. Mikils var vænst af liðinu sem er með landsliðsmenn í hverri stöðu. Má nefna Danann Mikkel Hansen, Frakkana Daniel Narcisse og Luc Abalo og Króatana Igor Vori og Marko Kopljar sem dæmi. Allt leikmenn í fremstu röð í heiminum. Róbert minnir á að liðið deili toppsætinu í deildinni og sé komið áfram í bikarnum. Hins vegar hafi liðið tapað tveimur deildarleikjum í desember sem eigi ekki að geta gerst. „Sérstaklega ekki tveimur í röð,“ skýtur Ásgeir Örn inn í. Þá hefur liðið tapað tveimur leikjum og gert jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildar sem er ekki alveg á pari við lið sem ætla mætti að væri eitt það besta í heimi. „Við ættum að vera eitt af fjórum bestu liðum í heimi. Við erum það á pappírnum en það þarf að spila rétt úr því. Það er misjafnt hvernig það gengur,“ segir línumaðurinn sem verður 34 ára í maí. Hann hefur verið í atvinnumennsku í áratug en hann hóf atvinnumannaferilinn með liði AGF í Árósum árið 2003. „Ég hef verið í liðum sem voru ekkert sérstök á pappírnum en árangurinn verið góður út af góðu skipulagi og samspili. Við erum ekki bara kennitölur þarna inni á. Við erum líka manneskjur og þá er oft betra að hafa sjö miðlungsmenn sem ná saman en sjö stjörnur sem ná ekki saman.“ Róbert og Ásgeir Örn verða í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu á EM en fyrsti leikur strákanna okkar er gegn Noregi á sunnudag. Leikið er í Álaborg á Jótlandi en Ungverjaland og Spánn eru einnig með Íslandi í riðli en þrjú efstu liðin komast áfram í millriðlakeppnina. EM 2014 karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
„Ég er nokkuð sáttur við minn spiltíma undanfarið,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson, sem ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni hefur lífsviðurværi sitt hjá franska liðinu Paris Saint-Germain. Landsliðsmennirnir gengu í raðir félagsins sumarið 2012 og urðu franskir meistarar með liðinu síðastliðið vor. Ári fyrr var liðið hársbreidd frá falli en síðan hefur miklu verið kostað til hjá liðinu sem er í eigu fjárfestingarfélags frá Katar. „Það kemur fyrir að ég spila ekki neitt og svo spila ég kannski allan næsta leik. Það hefur ekki verið neinn taktur í þessu,“ segir Róbert. Ásgeir Örn er öllu ósáttari við sitt hlutskipti á hægri vængnum en þó hefur aðeins verið að birta til. „Framan af tímabili var þetta þungt og mjög erfitt. Ég fékk mjög lítið að spila,“ segir Ásgeir Örn. „Ég er ekki sáttur en maður er ánægður ef þetta er að verða betra.“Allir átján eru frábærir Ásgeir Örn minnir á að leikmannahópur liðsins sé afar sterkur. Þjálfarinn Philippe Gardent sé duglegur að minna á það sé hann spurður út í hlutverk sitt. „Við erum með átján leikmenn í hópnum og allir frábærir. Það er ekki eins og ég sé bara með kjúklingunum á bekknum. Við erum allir landsliðsmenn með yfir 100 landsleiki og lykilmenn þar,“ segir Ásgeir Örn, sem er uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði en hélt í atvinnumennsku til Lemgo í Þýskalandi árið 2005. „Þetta snýst ekki endilega um að maður sé of lélegur. Það eru bara of margir góðir í liðinu sem býr til vandræði hjá þeim sem spila of lítið.“Róbert Gunnarsson hefur gegnt lykilhlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár og verður engin breyting þar á í Danmörku.nordicphotos/gettyÞakkar fyrir landsliðshlutverkið Ásgeir Örn og Róbert voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu á fjögurra þjóða móti í Þýskalandi um liðna helgi. Mikil ábyrgð er á herðum Ásgeirs Arnar í ljósi þess að Ólafur Stefánsson hefur lagt skóna á hilluna og Alexander Petersson gefur ekki kost á sér vegna meiðsla. „Það er annað en hjá félagsliðinu svo það er ljómandi fínt. Maður þakkar fyrir það og reynir að nýta tækifærið eins vel og maður getur,“ segir örvhenta skyttan sem verður þrítug á árinu. EM í Danmörku hefst um helgina en töluvert er um meiðsli í herbúðum Íslands. Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson fóru til að mynda ekki með landsliðinu í æfingaferðina til Þýskalands um liðna helgi og sömu sögu er að segja um hornamanninn Arnór Þór Gunnarsson. Þá gengur Aron Pálmarsson ekki heill til skógar frekar en Ólafur Bjarki Ragnarsson og Þórir Ólafsson. Róbert segir það ekki hjálpa að velta sér upp úr því neikvæða heldur verði að horfa fram á veginn. Óreyndari leikmenn verði að nota tækifærið sem þeim bjóðist í Danmörku og láta ljós sitt skína.Ætti að vera eitt besta lið heims Þegar umræðan berst að gengi Parísarliðsins á tímabilinu renna tvær grímur á okkar menn. Mikils var vænst af liðinu sem er með landsliðsmenn í hverri stöðu. Má nefna Danann Mikkel Hansen, Frakkana Daniel Narcisse og Luc Abalo og Króatana Igor Vori og Marko Kopljar sem dæmi. Allt leikmenn í fremstu röð í heiminum. Róbert minnir á að liðið deili toppsætinu í deildinni og sé komið áfram í bikarnum. Hins vegar hafi liðið tapað tveimur deildarleikjum í desember sem eigi ekki að geta gerst. „Sérstaklega ekki tveimur í röð,“ skýtur Ásgeir Örn inn í. Þá hefur liðið tapað tveimur leikjum og gert jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildar sem er ekki alveg á pari við lið sem ætla mætti að væri eitt það besta í heimi. „Við ættum að vera eitt af fjórum bestu liðum í heimi. Við erum það á pappírnum en það þarf að spila rétt úr því. Það er misjafnt hvernig það gengur,“ segir línumaðurinn sem verður 34 ára í maí. Hann hefur verið í atvinnumennsku í áratug en hann hóf atvinnumannaferilinn með liði AGF í Árósum árið 2003. „Ég hef verið í liðum sem voru ekkert sérstök á pappírnum en árangurinn verið góður út af góðu skipulagi og samspili. Við erum ekki bara kennitölur þarna inni á. Við erum líka manneskjur og þá er oft betra að hafa sjö miðlungsmenn sem ná saman en sjö stjörnur sem ná ekki saman.“ Róbert og Ásgeir Örn verða í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu á EM en fyrsti leikur strákanna okkar er gegn Noregi á sunnudag. Leikið er í Álaborg á Jótlandi en Ungverjaland og Spánn eru einnig með Íslandi í riðli en þrjú efstu liðin komast áfram í millriðlakeppnina.
EM 2014 karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira