Guðjón Valur: Ég útiloka aldrei neitt en lofa heldur engu Óskar Ófeigur Jónsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2014 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Vilhelm Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er í kapphlaupi við tímann um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Danmörku. Það er ljóst að íslenska handboltalandsliðið þarf svo sannarlega á leiðtoga sínum að halda og í raun er staðan sú að í fjórtán ár þekkir þjóðin ekkert annað en að hafa Guðjón Val í vinstra horninu og fremstan í hraðaupphlaupum í leikjum liðsins á stórmótum. Guðjón Valur er byrjaður að hreyfa sig eftir að hann tognaði á hægri kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, rétt fyrir jól. Það er hins vegar enn of snemmt að meta möguleikann á að hann nái fyrsta leik Íslands á EM, gegn Noregi á sunnudag. „Ég útiloka aldrei neitt en lofa heldur engu,“ sagði Guðjón Valur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að gera allt sem ég mögulega get og ég gat gert ákveðna hluti á æfingunni í morgun.“ Hann segist þó enn ekki geta beitt sér af fullum krafti. „Ég get til dæmis ekki tekið fullan sprett og án þess veit ég ekki hversu mikils virði ég er sem handboltamaður.“Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun tilkynna EM-hópinn í dag. Óvíst er hvort Guðjón Valur verður með í hópnum, fari út sem sautjándi maður eða haldi áfram endurhæfingu sinni hér á landi í þeirri von að hægt verði að kalla hann inn í hópinn fyrir milliriðlakeppnina, komist Ísland áfram úr sínum riðli. „Það er þjálfarans að meta stöðuna og taka ákvörðun. Það eina sem ég get gert er að koma mér í eins gott stand og mögulegt er,“ bætir Guðjón Valur við. Hann segist þó finna mun á sér á hverjum degi. „Meiðsli sem þessi eru þó af öðrum toga en mörg önnur. Það er ekki hægt að bíta bara á jaxlinn og spila. Hvort sem um tognun eða rifu er að ræða á vöðvanum þá gerir maður illt verra með því að fara of snemma í fullt álag,“ segir Guðjón Valur. „Þar fyrir utan veit ég ekki hvort ég get hjálpað liðinu eins og staðan er, enda hef ég ekki æft handbolta síðan 22. desember. Ég vil gjarnan hjálpa til en ef ég get það ekki ætla ég ekki að vera með einfaldlega af gömlum vana,“ ítrekar hann. Guðjón Valur lenti í sams konar meiðslum fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012 en náði sér í tæka tíð. „Þá hafði ég líka lengri tíma en nú,“ segir hann. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þátttöku Guðjóns Vals í síðustu sjö Evrópumótum íslenska landsliðsins. Hann hefur spilað í meira en 36 klukkutíma í síðustu 39 leikjum Íslands á RM í handbolta og verið inná vellinum 93 prósent leiktímans í þessum leikjum sem er mögnuð tölfræði. Allt frá því að Guðjón Valur kom fyrst inná í fimmta leik Íslands á EM í Króatíu í ársbyrjun 2000 hefur hann verið í aðalhlutverki í vinstra horni íslenska liðsins sem hefur komist á öll Evrópumót á þessari öld. Guðjón Valur var á skýrslu í tveimur leikjum á undan en kom ekki við sögu. Hann fær þá þó skráða á sig og er leikjahæsti Íslendingurinn í sögu EM með 41 leik. Hann er líka markahæstur með 195 mörk eða 11 EM-mörkum meira en Ólafur Stefánsson. Snorri Steinn Guðjónsson er í þriðja sætinu með 117 mörk. Íslenska landsliðið hefur horft á eftir frábærum handboltamönnum á síðustu árum og í liðinu eru nú margir reynslulitlir leikmenn. Liðið á hins vegar eftir að kynnast því að vera án Járnmannsins síns í vinstra horninu og vonandi breytist það ekki á EM í Danmörku. Nú er bara að bíða eftir ákvörðun landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar sem velur EM-hópinn sinn í dag.39 EM-leikir í röð hjá Guðjóni Val - Hefur verið inná í 93 prósent leiktímans í þessum leikjumEM í Króatíu 2000 2 leikir, 7 mörk 3,5 mörk í leik96 mínútur : 42 sekúndur 81%120 mínútur** Spilaði bara síðustu tvoEM í Svíþjóð 2002 8 leikir, 21 mark 2,6 mörk í leik403 mínútur : 32 sekúndur 84%Heildarleiktími Íslands:480 mínúturEM í Slóveníu 2004 3 leikir, 15 mörk 5,0 mörk í leik180 mínútur : 0 sekúndur 100%Heildarleiktími Íslands: 180 mínúturEM í Sviss 2006 6 leikir, 38 mörk 6,3 mörk í leik348 mínútur : 43 sekúndur 97%Heildarleiktími Íslands: 360 mínúturEM í Noregi 2008 6 leikir, 34 mörk 5,7 mörk í leik353 mínútur : 41 sekúnda 98%Heildarleiktími Íslands: 360 mínúturEM í Austurríki 2010 8 leikir, 39 mörk 4,9 mörk í leik430 mínútur : 22 sekúndur 90%Heildarleiktími Íslands: 480 mínúturEM í Serbíu 2012 6 leikir, 41 mark 6,8 mörk í leik360 mínútur : 0 sekúndur 100%Heildarleiktími Íslands: 360 mínútur EM 2014 karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er í kapphlaupi við tímann um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Danmörku. Það er ljóst að íslenska handboltalandsliðið þarf svo sannarlega á leiðtoga sínum að halda og í raun er staðan sú að í fjórtán ár þekkir þjóðin ekkert annað en að hafa Guðjón Val í vinstra horninu og fremstan í hraðaupphlaupum í leikjum liðsins á stórmótum. Guðjón Valur er byrjaður að hreyfa sig eftir að hann tognaði á hægri kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, rétt fyrir jól. Það er hins vegar enn of snemmt að meta möguleikann á að hann nái fyrsta leik Íslands á EM, gegn Noregi á sunnudag. „Ég útiloka aldrei neitt en lofa heldur engu,“ sagði Guðjón Valur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að gera allt sem ég mögulega get og ég gat gert ákveðna hluti á æfingunni í morgun.“ Hann segist þó enn ekki geta beitt sér af fullum krafti. „Ég get til dæmis ekki tekið fullan sprett og án þess veit ég ekki hversu mikils virði ég er sem handboltamaður.“Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun tilkynna EM-hópinn í dag. Óvíst er hvort Guðjón Valur verður með í hópnum, fari út sem sautjándi maður eða haldi áfram endurhæfingu sinni hér á landi í þeirri von að hægt verði að kalla hann inn í hópinn fyrir milliriðlakeppnina, komist Ísland áfram úr sínum riðli. „Það er þjálfarans að meta stöðuna og taka ákvörðun. Það eina sem ég get gert er að koma mér í eins gott stand og mögulegt er,“ bætir Guðjón Valur við. Hann segist þó finna mun á sér á hverjum degi. „Meiðsli sem þessi eru þó af öðrum toga en mörg önnur. Það er ekki hægt að bíta bara á jaxlinn og spila. Hvort sem um tognun eða rifu er að ræða á vöðvanum þá gerir maður illt verra með því að fara of snemma í fullt álag,“ segir Guðjón Valur. „Þar fyrir utan veit ég ekki hvort ég get hjálpað liðinu eins og staðan er, enda hef ég ekki æft handbolta síðan 22. desember. Ég vil gjarnan hjálpa til en ef ég get það ekki ætla ég ekki að vera með einfaldlega af gömlum vana,“ ítrekar hann. Guðjón Valur lenti í sams konar meiðslum fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012 en náði sér í tæka tíð. „Þá hafði ég líka lengri tíma en nú,“ segir hann. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þátttöku Guðjóns Vals í síðustu sjö Evrópumótum íslenska landsliðsins. Hann hefur spilað í meira en 36 klukkutíma í síðustu 39 leikjum Íslands á RM í handbolta og verið inná vellinum 93 prósent leiktímans í þessum leikjum sem er mögnuð tölfræði. Allt frá því að Guðjón Valur kom fyrst inná í fimmta leik Íslands á EM í Króatíu í ársbyrjun 2000 hefur hann verið í aðalhlutverki í vinstra horni íslenska liðsins sem hefur komist á öll Evrópumót á þessari öld. Guðjón Valur var á skýrslu í tveimur leikjum á undan en kom ekki við sögu. Hann fær þá þó skráða á sig og er leikjahæsti Íslendingurinn í sögu EM með 41 leik. Hann er líka markahæstur með 195 mörk eða 11 EM-mörkum meira en Ólafur Stefánsson. Snorri Steinn Guðjónsson er í þriðja sætinu með 117 mörk. Íslenska landsliðið hefur horft á eftir frábærum handboltamönnum á síðustu árum og í liðinu eru nú margir reynslulitlir leikmenn. Liðið á hins vegar eftir að kynnast því að vera án Járnmannsins síns í vinstra horninu og vonandi breytist það ekki á EM í Danmörku. Nú er bara að bíða eftir ákvörðun landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar sem velur EM-hópinn sinn í dag.39 EM-leikir í röð hjá Guðjóni Val - Hefur verið inná í 93 prósent leiktímans í þessum leikjumEM í Króatíu 2000 2 leikir, 7 mörk 3,5 mörk í leik96 mínútur : 42 sekúndur 81%120 mínútur** Spilaði bara síðustu tvoEM í Svíþjóð 2002 8 leikir, 21 mark 2,6 mörk í leik403 mínútur : 32 sekúndur 84%Heildarleiktími Íslands:480 mínúturEM í Slóveníu 2004 3 leikir, 15 mörk 5,0 mörk í leik180 mínútur : 0 sekúndur 100%Heildarleiktími Íslands: 180 mínúturEM í Sviss 2006 6 leikir, 38 mörk 6,3 mörk í leik348 mínútur : 43 sekúndur 97%Heildarleiktími Íslands: 360 mínúturEM í Noregi 2008 6 leikir, 34 mörk 5,7 mörk í leik353 mínútur : 41 sekúnda 98%Heildarleiktími Íslands: 360 mínúturEM í Austurríki 2010 8 leikir, 39 mörk 4,9 mörk í leik430 mínútur : 22 sekúndur 90%Heildarleiktími Íslands: 480 mínúturEM í Serbíu 2012 6 leikir, 41 mark 6,8 mörk í leik360 mínútur : 0 sekúndur 100%Heildarleiktími Íslands: 360 mínútur
EM 2014 karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira