Haltrandi inn í milliriðilinn Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 15. janúar 2014 06:00 Aron Pálmarsson kom aftur inn í íslenska liðið og var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Hér skorar hann eitt af átta mörkum sínum en Aron kom alls að sextán mörkum íslenska liðsins í leiknum. Aron fékk því miður tveggja mínútna brottrekstur fyrir lokasókn íslenska liðsins. fréttablaðið/Daníel Lokatölurnar í gær voru ansi kunnuglegar. 27-27 voru lokatölurnar gegn Ungverjum á ÓL rétt eins og í gær. Nú var aftur á móti engin framlenging og liðin skiptu því með sér stigunum. Það var langt frá því að vera sami kraftur í íslenska liðinu í upphafi þessa leiks og gegn Noregi. Ekki sama vinnsla né brjálæði í gangi. Markvarslan var fyrir vikið nákvæmlega engin. Gabor Ancsin, sem leysti Laszlo Nagy, af hólmi fór mikinn í sóknarleiknum og Ungverjar voru með fjögurra marka forskot, 4-8, eftir tíu mínútur. Þá kom Bjarki Már Gunnarsson í vörnina í stað Vignis Svavarssonar og það breytti miklu. Vörnin hrökk í gírinn. Hún vann marga bolta og það fleiri en markverðirnir vörðu. Aron Rafn lét aðeins til sín taka eftir að það átti að skipta honum af velli. Björgvin byrjaði og náði ekki að verja skot. Ótrúlega vel sloppið í hálfleik Sóknarleikurinn var oft á tíðum fullhægur og strákarnir létu Mikler í marki Ungverja verja ellefu skot frá sér. Þrátt fyrir nánast enga markvörslu, lélega nýtingu manni fleiri og mistækan sóknarleik var Ísland aðeins einu marki undir í hálfleik, 15-16. Það var ótrúlega vel sloppið og gaf ágætis fyrirheit fyrir seinni hálfleikinn. Strákarnir áttu mikið inni. Seinni hálfleikur byrjaði mikið betur. Vörnin sterk sem fyrr og Aron komst í gang í markinu. Liðið fékk aðeins á sig eitt mark á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks, skoraði fimm mörk í röð og komst yfir 20-17. Þá komu Ungverjar til baka og eftir það héldust liðin í hendur út leikinn. Ísland fékk lokatækifæri til þess að klára leikinn en skot Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar fór í vörnina og leiktíminn rann út skömmu síðar. Alls ekki nógu vel útfært hjá íslenska liðinu. Ungverjar eru með hörkulið og spiluðu flotta vörn á okkar menn í gær. Engu að síður var svekkjandi að klára ekki leikinn þar sem tækifærið var fyrir hendi. Það var algjörlega grátlegt að fylgjast með því hversu illa strákunum gekk að spila einum fleiri. Ungverjar voru út af í sextán mínútur og það nýttu þeir sér engan veginn. Það var blóðugt. Of fáir þorðu að taka af skarið. Bjarki Már var frábær í leiknum. Hann kom inn eftir um tíu mínútur og batt vörnina saman en hún varði fjölda skota. Aron bar sóknarleikinn uppi allt of lengi. Ásgeir fann sig ekki nægilega vel og Rúnar hefði að ósekju mátt spila meira fyrir utan. Markvarslan var heldur ekki nógu góð. Gríðarleg barátta og þrautseigja Staðan var sú að við spiluðum með tvær laskaðar skyttur í gær, Aron og Arnór. Einnig var skytta í horninu þar sem Þórir meiddist snemma. Liðið á hrós skilið fyrir gríðarlega baráttu og þrautseigju. Það var ekki sjálfgefið að það kæmist áfram í þessu móti og segir meira en margt um karakter liðsins að leikmenn séu þrátt fyrir það hundfúlir með að hafa ekki náð tveimur stigum. EM 2014 karla Tengdar fréttir Aron: Svekktur að hafa ekki unnið leikinn "Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Við byrjuðum illa og vorum allt of passífir í vörninni," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir spennuleikinn mikla gegn Ungverjum. 14. janúar 2014 20:40 Hefndin þarf að bíða betri tíma - myndir Íslenska handboltalandsliðinu tókst ekki að hefna fyrir tapið á Ólympíuleikunum í kvöld þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverjaland í 2. umferð B-riðils á EM í handbolta í Danmörku. 14. janúar 2014 22:33 Arnór: Eigum að vinna þetta lið Strákarnir okkar voru þungir á brún eftir leikinn gegn Ungverjum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil en vildu sigur og ekkert annað í kvöld. 14. janúar 2014 19:40 Kári: Verðum að hafa þor til þess að sækja á markið "Getum við ekki bara verið sáttir með þetta? Einn punktur í leik þar sem þetta var orðið svolítið erfitt hjá okkur,“ sagði Fenrísúlfurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum. 14. janúar 2014 19:47 Íslendingarnir sungu þjóðsönginn án undirspils | Myndband Karlalandslið Íslands í handknattleik gerði jafntefli gegn Ungverjum á Evrópumótinu í dag. Íslenskir stuðningsmenn í Álaborg stóðu fyrir sínu. 14. janúar 2014 22:45 Strákarnir hans Patreks réðu ekki við Danina Danir eru komnir áfram í milliriðil eftir fjögurra marka sigur á Austurríki, 33-29, í kvöld í annarri umferð A-riðils á Evrópumóti karla í handbolta í Danmörku. 14. janúar 2014 21:08 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. 14. janúar 2014 14:14 Aron: Var brjálaður í leikslok Aron Pálmarsson fór strax í kælingu eftir leikinn í kvöld og var með kælingu á hné og niður er blaðamaður ræddi við hann. Hann sagðist vera í lagi þó svo hann finndi fyrir verkjum. 14. janúar 2014 20:57 Guðjón Valur: Lít á þetta sem tapað stig Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hundfúll eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld en íslenska landsliðið fékk á sig jöfnunarmark átta sekúndum fyrir leikslok og tókst síðan ekki að nýta síðustu sóknina sína. 14. janúar 2014 19:03 Guðjón: Hárrétt ákvörðun hjá Ásgeiri "Þetta var kaflaskiptur leikur. Margir hlutir gengu vel. Það sem gekk vel fór svo að ganga illa. Við áttum möguleika á sigri en gekk því miður ekki," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum í kvöld. 14. janúar 2014 21:08 Jafnt hjá Makedóníu og Tékklandi Makedónía og Tékkland eru bæði komin á blað í A-riðli eftir að liðin skildu jöfn í dag, 24-24. 14. janúar 2014 19:13 Aron: Þetta stig gæti orðið mjög dýrmætt í framhaldinu Íslenska handboltalandsliðið var grátlega nálægt því að vinna annan leik sinn í röð á EM í Danmörku þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverja í Álaborg í kvöld. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari sá þetta bæði sem unnið og tapað stig. 14. janúar 2014 18:56 Spánverjar í basli með spræka Norðmenn Heimsmeistarar Spánar eru með fullt hús stiga eftir sigur á Noregi, 27-25, í síðari leik dagsins í B-riðli. Norðmenn börðust hetjulega í leiknum en það dugði ekki til. 14. janúar 2014 20:54 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Lokatölurnar í gær voru ansi kunnuglegar. 27-27 voru lokatölurnar gegn Ungverjum á ÓL rétt eins og í gær. Nú var aftur á móti engin framlenging og liðin skiptu því með sér stigunum. Það var langt frá því að vera sami kraftur í íslenska liðinu í upphafi þessa leiks og gegn Noregi. Ekki sama vinnsla né brjálæði í gangi. Markvarslan var fyrir vikið nákvæmlega engin. Gabor Ancsin, sem leysti Laszlo Nagy, af hólmi fór mikinn í sóknarleiknum og Ungverjar voru með fjögurra marka forskot, 4-8, eftir tíu mínútur. Þá kom Bjarki Már Gunnarsson í vörnina í stað Vignis Svavarssonar og það breytti miklu. Vörnin hrökk í gírinn. Hún vann marga bolta og það fleiri en markverðirnir vörðu. Aron Rafn lét aðeins til sín taka eftir að það átti að skipta honum af velli. Björgvin byrjaði og náði ekki að verja skot. Ótrúlega vel sloppið í hálfleik Sóknarleikurinn var oft á tíðum fullhægur og strákarnir létu Mikler í marki Ungverja verja ellefu skot frá sér. Þrátt fyrir nánast enga markvörslu, lélega nýtingu manni fleiri og mistækan sóknarleik var Ísland aðeins einu marki undir í hálfleik, 15-16. Það var ótrúlega vel sloppið og gaf ágætis fyrirheit fyrir seinni hálfleikinn. Strákarnir áttu mikið inni. Seinni hálfleikur byrjaði mikið betur. Vörnin sterk sem fyrr og Aron komst í gang í markinu. Liðið fékk aðeins á sig eitt mark á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks, skoraði fimm mörk í röð og komst yfir 20-17. Þá komu Ungverjar til baka og eftir það héldust liðin í hendur út leikinn. Ísland fékk lokatækifæri til þess að klára leikinn en skot Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar fór í vörnina og leiktíminn rann út skömmu síðar. Alls ekki nógu vel útfært hjá íslenska liðinu. Ungverjar eru með hörkulið og spiluðu flotta vörn á okkar menn í gær. Engu að síður var svekkjandi að klára ekki leikinn þar sem tækifærið var fyrir hendi. Það var algjörlega grátlegt að fylgjast með því hversu illa strákunum gekk að spila einum fleiri. Ungverjar voru út af í sextán mínútur og það nýttu þeir sér engan veginn. Það var blóðugt. Of fáir þorðu að taka af skarið. Bjarki Már var frábær í leiknum. Hann kom inn eftir um tíu mínútur og batt vörnina saman en hún varði fjölda skota. Aron bar sóknarleikinn uppi allt of lengi. Ásgeir fann sig ekki nægilega vel og Rúnar hefði að ósekju mátt spila meira fyrir utan. Markvarslan var heldur ekki nógu góð. Gríðarleg barátta og þrautseigja Staðan var sú að við spiluðum með tvær laskaðar skyttur í gær, Aron og Arnór. Einnig var skytta í horninu þar sem Þórir meiddist snemma. Liðið á hrós skilið fyrir gríðarlega baráttu og þrautseigju. Það var ekki sjálfgefið að það kæmist áfram í þessu móti og segir meira en margt um karakter liðsins að leikmenn séu þrátt fyrir það hundfúlir með að hafa ekki náð tveimur stigum.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Aron: Svekktur að hafa ekki unnið leikinn "Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Við byrjuðum illa og vorum allt of passífir í vörninni," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir spennuleikinn mikla gegn Ungverjum. 14. janúar 2014 20:40 Hefndin þarf að bíða betri tíma - myndir Íslenska handboltalandsliðinu tókst ekki að hefna fyrir tapið á Ólympíuleikunum í kvöld þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverjaland í 2. umferð B-riðils á EM í handbolta í Danmörku. 14. janúar 2014 22:33 Arnór: Eigum að vinna þetta lið Strákarnir okkar voru þungir á brún eftir leikinn gegn Ungverjum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil en vildu sigur og ekkert annað í kvöld. 14. janúar 2014 19:40 Kári: Verðum að hafa þor til þess að sækja á markið "Getum við ekki bara verið sáttir með þetta? Einn punktur í leik þar sem þetta var orðið svolítið erfitt hjá okkur,“ sagði Fenrísúlfurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum. 14. janúar 2014 19:47 Íslendingarnir sungu þjóðsönginn án undirspils | Myndband Karlalandslið Íslands í handknattleik gerði jafntefli gegn Ungverjum á Evrópumótinu í dag. Íslenskir stuðningsmenn í Álaborg stóðu fyrir sínu. 14. janúar 2014 22:45 Strákarnir hans Patreks réðu ekki við Danina Danir eru komnir áfram í milliriðil eftir fjögurra marka sigur á Austurríki, 33-29, í kvöld í annarri umferð A-riðils á Evrópumóti karla í handbolta í Danmörku. 14. janúar 2014 21:08 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. 14. janúar 2014 14:14 Aron: Var brjálaður í leikslok Aron Pálmarsson fór strax í kælingu eftir leikinn í kvöld og var með kælingu á hné og niður er blaðamaður ræddi við hann. Hann sagðist vera í lagi þó svo hann finndi fyrir verkjum. 14. janúar 2014 20:57 Guðjón Valur: Lít á þetta sem tapað stig Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hundfúll eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld en íslenska landsliðið fékk á sig jöfnunarmark átta sekúndum fyrir leikslok og tókst síðan ekki að nýta síðustu sóknina sína. 14. janúar 2014 19:03 Guðjón: Hárrétt ákvörðun hjá Ásgeiri "Þetta var kaflaskiptur leikur. Margir hlutir gengu vel. Það sem gekk vel fór svo að ganga illa. Við áttum möguleika á sigri en gekk því miður ekki," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum í kvöld. 14. janúar 2014 21:08 Jafnt hjá Makedóníu og Tékklandi Makedónía og Tékkland eru bæði komin á blað í A-riðli eftir að liðin skildu jöfn í dag, 24-24. 14. janúar 2014 19:13 Aron: Þetta stig gæti orðið mjög dýrmætt í framhaldinu Íslenska handboltalandsliðið var grátlega nálægt því að vinna annan leik sinn í röð á EM í Danmörku þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverja í Álaborg í kvöld. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari sá þetta bæði sem unnið og tapað stig. 14. janúar 2014 18:56 Spánverjar í basli með spræka Norðmenn Heimsmeistarar Spánar eru með fullt hús stiga eftir sigur á Noregi, 27-25, í síðari leik dagsins í B-riðli. Norðmenn börðust hetjulega í leiknum en það dugði ekki til. 14. janúar 2014 20:54 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Aron: Svekktur að hafa ekki unnið leikinn "Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Við byrjuðum illa og vorum allt of passífir í vörninni," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir spennuleikinn mikla gegn Ungverjum. 14. janúar 2014 20:40
Hefndin þarf að bíða betri tíma - myndir Íslenska handboltalandsliðinu tókst ekki að hefna fyrir tapið á Ólympíuleikunum í kvöld þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverjaland í 2. umferð B-riðils á EM í handbolta í Danmörku. 14. janúar 2014 22:33
Arnór: Eigum að vinna þetta lið Strákarnir okkar voru þungir á brún eftir leikinn gegn Ungverjum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil en vildu sigur og ekkert annað í kvöld. 14. janúar 2014 19:40
Kári: Verðum að hafa þor til þess að sækja á markið "Getum við ekki bara verið sáttir með þetta? Einn punktur í leik þar sem þetta var orðið svolítið erfitt hjá okkur,“ sagði Fenrísúlfurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum. 14. janúar 2014 19:47
Íslendingarnir sungu þjóðsönginn án undirspils | Myndband Karlalandslið Íslands í handknattleik gerði jafntefli gegn Ungverjum á Evrópumótinu í dag. Íslenskir stuðningsmenn í Álaborg stóðu fyrir sínu. 14. janúar 2014 22:45
Strákarnir hans Patreks réðu ekki við Danina Danir eru komnir áfram í milliriðil eftir fjögurra marka sigur á Austurríki, 33-29, í kvöld í annarri umferð A-riðils á Evrópumóti karla í handbolta í Danmörku. 14. janúar 2014 21:08
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina. 14. janúar 2014 14:14
Aron: Var brjálaður í leikslok Aron Pálmarsson fór strax í kælingu eftir leikinn í kvöld og var með kælingu á hné og niður er blaðamaður ræddi við hann. Hann sagðist vera í lagi þó svo hann finndi fyrir verkjum. 14. janúar 2014 20:57
Guðjón Valur: Lít á þetta sem tapað stig Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hundfúll eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld en íslenska landsliðið fékk á sig jöfnunarmark átta sekúndum fyrir leikslok og tókst síðan ekki að nýta síðustu sóknina sína. 14. janúar 2014 19:03
Guðjón: Hárrétt ákvörðun hjá Ásgeiri "Þetta var kaflaskiptur leikur. Margir hlutir gengu vel. Það sem gekk vel fór svo að ganga illa. Við áttum möguleika á sigri en gekk því miður ekki," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir jafnteflið gegn Ungverjum í kvöld. 14. janúar 2014 21:08
Jafnt hjá Makedóníu og Tékklandi Makedónía og Tékkland eru bæði komin á blað í A-riðli eftir að liðin skildu jöfn í dag, 24-24. 14. janúar 2014 19:13
Aron: Þetta stig gæti orðið mjög dýrmætt í framhaldinu Íslenska handboltalandsliðið var grátlega nálægt því að vinna annan leik sinn í röð á EM í Danmörku þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverja í Álaborg í kvöld. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari sá þetta bæði sem unnið og tapað stig. 14. janúar 2014 18:56
Spánverjar í basli með spræka Norðmenn Heimsmeistarar Spánar eru með fullt hús stiga eftir sigur á Noregi, 27-25, í síðari leik dagsins í B-riðli. Norðmenn börðust hetjulega í leiknum en það dugði ekki til. 14. janúar 2014 20:54