Sverre: Þriðja stríðið á nokkrum dögum Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 16. janúar 2014 08:30 Það verður heldur betur nóg að gera hjá Sverre Jakobssyni og félögum í íslensku vörninni í kvöld. Spænsku leikmennirnir eru mikil tröll og enginn hægðarleikur að hafa hemil á þeim. „Þeir eru ekkert ósvipaðir Ungverjunum en þeir eru kannski skrefinu framar í flestum þáttum handboltans. Vinna mikið tveir á tvo og nýta klókindi sín til hins ýtrasta. Við verðum að vera klárir frá fyrstu sekúndu,“ sagði Sverre. Hann þarf ekki að glíma við línutröllið Julen Aguinagalde þar sem hann er frá vegna meiðsla. Munar um minna fyrir Spánverjana en Sverre segist samt muna sakna þess að slást við hann. „Það er alveg furðugaman að kljást við hann en ég get ekki neitað að það er gott að losna við svona skrímsli. Hinir tveir eru samt kröftugir, stórir og sterkir líka þannig að þetta verður ekkert auðveldara þannig. Þetta verður bara þriðja stríðið í þessari keppni á nokkrum dögum,“ sagði Sverre og hló við eins og svo oft áður. Noregur sýndi í sínum leik gegn Spánverjum að það er hægt að gera ýmislegt gegn þeim. „Við teljum okkur vera það góða að við getum gert meira en að stríða öllum liðum. Við getum líka lent í hinu. Við verðum að vera vel innstilltir og ég efast ekki um að við verðum það,“ sagði Sverre Jakobsson á æfingu liðsins í gær. EM 2014 karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Það verður heldur betur nóg að gera hjá Sverre Jakobssyni og félögum í íslensku vörninni í kvöld. Spænsku leikmennirnir eru mikil tröll og enginn hægðarleikur að hafa hemil á þeim. „Þeir eru ekkert ósvipaðir Ungverjunum en þeir eru kannski skrefinu framar í flestum þáttum handboltans. Vinna mikið tveir á tvo og nýta klókindi sín til hins ýtrasta. Við verðum að vera klárir frá fyrstu sekúndu,“ sagði Sverre. Hann þarf ekki að glíma við línutröllið Julen Aguinagalde þar sem hann er frá vegna meiðsla. Munar um minna fyrir Spánverjana en Sverre segist samt muna sakna þess að slást við hann. „Það er alveg furðugaman að kljást við hann en ég get ekki neitað að það er gott að losna við svona skrímsli. Hinir tveir eru samt kröftugir, stórir og sterkir líka þannig að þetta verður ekkert auðveldara þannig. Þetta verður bara þriðja stríðið í þessari keppni á nokkrum dögum,“ sagði Sverre og hló við eins og svo oft áður. Noregur sýndi í sínum leik gegn Spánverjum að það er hægt að gera ýmislegt gegn þeim. „Við teljum okkur vera það góða að við getum gert meira en að stríða öllum liðum. Við getum líka lent í hinu. Við verðum að vera vel innstilltir og ég efast ekki um að við verðum það,“ sagði Sverre Jakobsson á æfingu liðsins í gær.
EM 2014 karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira