Hinsegin menn Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 29. janúar 2014 06:00 Tveir menn spjalla saman á kaffihúsi. Einn er venjulegur, hinn er hinsegin. Ég halla mér fram til að heyra betur, enda er málið mér ekki alls óviðkomandi. „Allir ættu að búa við jafnrétti,“ segir hinsegin maðurinn. „Algjörlega óháð öllu.“ „Já, nákvæmlega. Ég meina, þú fæddist bara svona. Það er ekki eins og þú getir gert neitt í því.“ Hinsegin maðurinn hikar: „Ha, já einmitt. Fyrirutan yfirlætið sem felst í þessari yrðingu þá býr líka í henni undirliggjandi fullyrðing um að hinsegin maðurinn (og þá væntanlega ég líka) myndi „gera eitthvað í því“ ef hann mögulega gæti. Að þetta sé einhvers konar fæðingargalli. Nú er þetta allt saman flókið mál, en segjum að svo væri ekki og hinsegin maðurinn hefði vaknað einn daginn og tekið þessa ákvörðun. Hvaða máli skipti það? Hvers vegna ætti hann þá að mæta órétti á einhverjum vígvelli? Af hverju ætti hann að þurfa að afsaka val sitt, sem ekki gerir nokkrum einasta manni illt? Ég held að við séum öll á einhverju rófi hvað alls konar hluti varðar. Kyn, kynhneigð, kynvitund og kyngervi. Við erum ólík og það er það sem gerir hvern einstakling áhugaverðan. Auddi og Sveppi mega elska hvern sem þeir vilja og Felix Bergsson líka, án þess að þurfa að afsaka það á nokkurn hátt með því að hafa „fæðst þannig“. Fögnum fjölbreytileikanum. Mannkynið er ekki samsett af nákvæmlega eins mönnum – enda myndum við þá eflaust deyja út. Mér var orðið heitt í hamsi í þankaganginum. „Veistu,“ segi ég og stend nú skyndilega ógnandi yfir venjulega manninum. „Ég er bara mjög sátt í mínu skinni og mínu lífi.“ Svo strunsa ég hnarreist út af kaffihúsinu. „Konur eru líka menn!“ hrópa ég inn úr dyragættinni áður en ég geri heiðarlega tilraun til að skella hurðinni aftur, en hún er með einhvers konar stoppara svo það er ekki mjög tilkomumikið. Maðurinn og konan sem áttu í samræðunum stara opinmynnt á eftir mér. En sannleikurinn er auðvitað sá að ég get alls ekkert að því gert að vera kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Tveir menn spjalla saman á kaffihúsi. Einn er venjulegur, hinn er hinsegin. Ég halla mér fram til að heyra betur, enda er málið mér ekki alls óviðkomandi. „Allir ættu að búa við jafnrétti,“ segir hinsegin maðurinn. „Algjörlega óháð öllu.“ „Já, nákvæmlega. Ég meina, þú fæddist bara svona. Það er ekki eins og þú getir gert neitt í því.“ Hinsegin maðurinn hikar: „Ha, já einmitt. Fyrirutan yfirlætið sem felst í þessari yrðingu þá býr líka í henni undirliggjandi fullyrðing um að hinsegin maðurinn (og þá væntanlega ég líka) myndi „gera eitthvað í því“ ef hann mögulega gæti. Að þetta sé einhvers konar fæðingargalli. Nú er þetta allt saman flókið mál, en segjum að svo væri ekki og hinsegin maðurinn hefði vaknað einn daginn og tekið þessa ákvörðun. Hvaða máli skipti það? Hvers vegna ætti hann þá að mæta órétti á einhverjum vígvelli? Af hverju ætti hann að þurfa að afsaka val sitt, sem ekki gerir nokkrum einasta manni illt? Ég held að við séum öll á einhverju rófi hvað alls konar hluti varðar. Kyn, kynhneigð, kynvitund og kyngervi. Við erum ólík og það er það sem gerir hvern einstakling áhugaverðan. Auddi og Sveppi mega elska hvern sem þeir vilja og Felix Bergsson líka, án þess að þurfa að afsaka það á nokkurn hátt með því að hafa „fæðst þannig“. Fögnum fjölbreytileikanum. Mannkynið er ekki samsett af nákvæmlega eins mönnum – enda myndum við þá eflaust deyja út. Mér var orðið heitt í hamsi í þankaganginum. „Veistu,“ segi ég og stend nú skyndilega ógnandi yfir venjulega manninum. „Ég er bara mjög sátt í mínu skinni og mínu lífi.“ Svo strunsa ég hnarreist út af kaffihúsinu. „Konur eru líka menn!“ hrópa ég inn úr dyragættinni áður en ég geri heiðarlega tilraun til að skella hurðinni aftur, en hún er með einhvers konar stoppara svo það er ekki mjög tilkomumikið. Maðurinn og konan sem áttu í samræðunum stara opinmynnt á eftir mér. En sannleikurinn er auðvitað sá að ég get alls ekkert að því gert að vera kona.