Pálmi grínast Ólafur Hauksson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Viðskiptablaðið sagði fyrir nokkru frá gjaldþrotameðferð Iceland Express. Í fréttinni mátti lesa brandara sem er í meira lagi absúrd. Skyldi svo sem ekki furða, því að brandarasmiðurinn er Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Iceland Express. Í Viðskiptablaðinu kom fram að Iceland Express hefði höfðað skaðabótamál á hendur Icelandair í nóvember 2012, áður en félagið fór í þrot og meðan það var enn í eigu Pálma. Iceland Express krafði Icelandair um 300 milljón króna skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Þrotabú Iceland Express hefur nú tekið við málarekstrinum.Brandarakallinn Samkeppnislagabrot Icelandair gegn Iceland Express áttu sér stað á árunum 2003 og 2004. Þá var félagið í eigu stofnenda þess. Sá sem helst beitti sér fyrir þessum lögbrotum í stjórn Icelandair var Pálmi Haraldsson, þáverandi varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sá sem átta árum síðar höfðaði skaðabótamál gegn Icelandair, vegna lögbrotanna, var hinn sami Pálmi Haraldsson. Pálmi eignaðist Iceland Express haustið 2004 fyrir gjafverð, nýbúinn að selja hlut sinn í Icelandair. Iceland Express var þá komið að fótum fram vegna undirboða Icelandair, þ.e. í boði Pálma og félaga. Pálmi varð því ekki fyrir tjóni þegar hann eignaðist Iceland Express, heldur fékk hann félagið á brunaútsölu vegna elds sem hann hafði kveikt sjálfur.Báðir aðilar töpuðu Þeir sem töpuðu á lögbrotum stjórnar og forstjóra Icelandair voru stofnendur Iceland Express. Þeir töpuðu gróðavænlegu félagi. Snjallri og rétt tímasettri viðskiptahugmynd var stolið frá þeim. En ekki síður tapaði Icelandair. Farþegatekjur félagsins lækkuðu um 20 milljarða króna á núvirði á árunum 2003 og 2004 miðað við árin 2001 og 2002. Farþegum fækkaði ekkert og því má rekja tekjutapið beint til undirboðanna. En vissulega gerði það sitt til að Pálmi og félagi hans gætu eignast keppinautinn á lágu verði.Brandarinn Pálmi Haraldsson var sem sé að sækja sér skaðabætur vegna eigin lögbrota sem stjórnarmaður í Icelandair. Vægast sagt absúrd, en varpar ljósi á afskaplega sérkennilegt viðskiptasiðferði.Samráð í stað undirboða Rifja má upp að um leið og Pálmi hafði komist yfir Iceland Express á brunaútsölunni lét Icelandair af undirboðunum. Lægstu fargjöld beggja félaganna hækkuðu um 50% fyrsta hálfa árið á eftir. Iceland Express hagnaðist um 262 milljónir króna strax árið 2005. Enda var hugur þeirra Pálma og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Icelandair, ekki bundinn við óvægna samkeppni heldur samráð og samstarf, meðal annars í danska flugfélaginu Sterling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptablaðið sagði fyrir nokkru frá gjaldþrotameðferð Iceland Express. Í fréttinni mátti lesa brandara sem er í meira lagi absúrd. Skyldi svo sem ekki furða, því að brandarasmiðurinn er Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Iceland Express. Í Viðskiptablaðinu kom fram að Iceland Express hefði höfðað skaðabótamál á hendur Icelandair í nóvember 2012, áður en félagið fór í þrot og meðan það var enn í eigu Pálma. Iceland Express krafði Icelandair um 300 milljón króna skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Þrotabú Iceland Express hefur nú tekið við málarekstrinum.Brandarakallinn Samkeppnislagabrot Icelandair gegn Iceland Express áttu sér stað á árunum 2003 og 2004. Þá var félagið í eigu stofnenda þess. Sá sem helst beitti sér fyrir þessum lögbrotum í stjórn Icelandair var Pálmi Haraldsson, þáverandi varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sá sem átta árum síðar höfðaði skaðabótamál gegn Icelandair, vegna lögbrotanna, var hinn sami Pálmi Haraldsson. Pálmi eignaðist Iceland Express haustið 2004 fyrir gjafverð, nýbúinn að selja hlut sinn í Icelandair. Iceland Express var þá komið að fótum fram vegna undirboða Icelandair, þ.e. í boði Pálma og félaga. Pálmi varð því ekki fyrir tjóni þegar hann eignaðist Iceland Express, heldur fékk hann félagið á brunaútsölu vegna elds sem hann hafði kveikt sjálfur.Báðir aðilar töpuðu Þeir sem töpuðu á lögbrotum stjórnar og forstjóra Icelandair voru stofnendur Iceland Express. Þeir töpuðu gróðavænlegu félagi. Snjallri og rétt tímasettri viðskiptahugmynd var stolið frá þeim. En ekki síður tapaði Icelandair. Farþegatekjur félagsins lækkuðu um 20 milljarða króna á núvirði á árunum 2003 og 2004 miðað við árin 2001 og 2002. Farþegum fækkaði ekkert og því má rekja tekjutapið beint til undirboðanna. En vissulega gerði það sitt til að Pálmi og félagi hans gætu eignast keppinautinn á lágu verði.Brandarinn Pálmi Haraldsson var sem sé að sækja sér skaðabætur vegna eigin lögbrota sem stjórnarmaður í Icelandair. Vægast sagt absúrd, en varpar ljósi á afskaplega sérkennilegt viðskiptasiðferði.Samráð í stað undirboða Rifja má upp að um leið og Pálmi hafði komist yfir Iceland Express á brunaútsölunni lét Icelandair af undirboðunum. Lægstu fargjöld beggja félaganna hækkuðu um 50% fyrsta hálfa árið á eftir. Iceland Express hagnaðist um 262 milljónir króna strax árið 2005. Enda var hugur þeirra Pálma og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Icelandair, ekki bundinn við óvægna samkeppni heldur samráð og samstarf, meðal annars í danska flugfélaginu Sterling.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun