Hvað fæ ég í skerðingar vegna lífeyrissjóðs míns? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 22. febrúar 2014 06:00 Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. „Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina sem fái um 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt eftir 67 ára aldur. Það sem vantar í grein hennar er hvað skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ríkinu í gegnum Tryggingastofnunina eru fáránlega miklar. Sjóðsfélaginn verður skertur fjárhagslega í svelt og í mínus þegar skerðingarnar ná hæstu hæðum. Það er allt skert hjá TR nema grunnlífeyrir og að fá bara 12% hækkun á heildarbætur örorkulífeyrisins frá Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmana frá 2008-2013 eru gróf svik við veikt fólk. En þeir sem eru með yfir 700 þúsund krónur í laun á mánuði og fá 350 þúsund krónur lífeyrisgreiðslur á mánuði eftir starfslok eða örorku, sleppa við Tryggingastofnun ríkisins og allar skerðingarnar sem láglaunaþeginn verður fyrir. Á sama tíma hækkuðu lágmarkslaun um 54%. Bætur þeirra sem eingöngu fá greitt frá Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu um 29%. Þá er einnig lögvarða skylduhækkunin á verðbótum upp á um 35% tekin af lífeyrisþeganum. Þetta er lögbrot og svik ríkisins og verkalýðsfélaga við lífeyrisþega. Það vantar um 100 þúsund krónur upp á löglega hækkun á bætur mínar á mánuði fyrir skatt eða 63 þúsund krónur eftir skatt.Eignaupptaka Bætur almannatrygginga „skuli“ breytast árlega í samræmi við launaþróun, þó þannig að hækkun þeirra sé „aldrei“ minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem var 47% á þeim 5 árum sem hér er um rætt. Allt svikið með bráðabirgðaákvæðum og bæturnar skertar til fátæktar. Hvað eru lífeyrissjóðsgreiðslur? Eru þær bætur eða tekjur? Þær eru lögþvingaður lögvarinn sparnaður sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot. Þess vegna má ekki skerða hann og skerðing á honum ekkert annað en lögbrot. Hvers vegna er honum stolið með skerðingum og það án þess að verkalýðsfélögin stoppi það? Svaraðu því, Ásta Rut, og um lögin á öryrkja hjá VR, lög um að öryrkjar væru annars flokks fólk sem ekki ætti heima í trúnaðarráði VR eða í framboði til stjórnar. Frítekjumark hjá Tryggingastofnun ríkisins er um 110 þúsund á mánuði og gildir ekki um lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hvers vegna ekki ef þær eru tekjur? Skerðingin er um 1,5 milljónir króna á ári hjá TR á lífeyrinum. Bara 12% hækkun á lífeyrinum mínum í stað 47% gerir tap upp á um 750 þúsund krónur á ári og við það getur bæst um 700 þúsund króna tap á húsaleigubótum. Þá skerðir TR orlofsuppbót og jólabónus vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtals geta 2 milljóna króna árstekjur eftir skatt frá lífeyrissjóðum orðið að skerðingum upp á rúmlega 3 milljónir króna á ári. Það er ekki í lagi með þetta kerfi og það ber að fara með það fyrir dóm strax, því þetta er ekkert annað en eignaupptaka og brot á stjórnarskránni. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. „Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina sem fái um 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt eftir 67 ára aldur. Það sem vantar í grein hennar er hvað skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ríkinu í gegnum Tryggingastofnunina eru fáránlega miklar. Sjóðsfélaginn verður skertur fjárhagslega í svelt og í mínus þegar skerðingarnar ná hæstu hæðum. Það er allt skert hjá TR nema grunnlífeyrir og að fá bara 12% hækkun á heildarbætur örorkulífeyrisins frá Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmana frá 2008-2013 eru gróf svik við veikt fólk. En þeir sem eru með yfir 700 þúsund krónur í laun á mánuði og fá 350 þúsund krónur lífeyrisgreiðslur á mánuði eftir starfslok eða örorku, sleppa við Tryggingastofnun ríkisins og allar skerðingarnar sem láglaunaþeginn verður fyrir. Á sama tíma hækkuðu lágmarkslaun um 54%. Bætur þeirra sem eingöngu fá greitt frá Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu um 29%. Þá er einnig lögvarða skylduhækkunin á verðbótum upp á um 35% tekin af lífeyrisþeganum. Þetta er lögbrot og svik ríkisins og verkalýðsfélaga við lífeyrisþega. Það vantar um 100 þúsund krónur upp á löglega hækkun á bætur mínar á mánuði fyrir skatt eða 63 þúsund krónur eftir skatt.Eignaupptaka Bætur almannatrygginga „skuli“ breytast árlega í samræmi við launaþróun, þó þannig að hækkun þeirra sé „aldrei“ minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem var 47% á þeim 5 árum sem hér er um rætt. Allt svikið með bráðabirgðaákvæðum og bæturnar skertar til fátæktar. Hvað eru lífeyrissjóðsgreiðslur? Eru þær bætur eða tekjur? Þær eru lögþvingaður lögvarinn sparnaður sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot. Þess vegna má ekki skerða hann og skerðing á honum ekkert annað en lögbrot. Hvers vegna er honum stolið með skerðingum og það án þess að verkalýðsfélögin stoppi það? Svaraðu því, Ásta Rut, og um lögin á öryrkja hjá VR, lög um að öryrkjar væru annars flokks fólk sem ekki ætti heima í trúnaðarráði VR eða í framboði til stjórnar. Frítekjumark hjá Tryggingastofnun ríkisins er um 110 þúsund á mánuði og gildir ekki um lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hvers vegna ekki ef þær eru tekjur? Skerðingin er um 1,5 milljónir króna á ári hjá TR á lífeyrinum. Bara 12% hækkun á lífeyrinum mínum í stað 47% gerir tap upp á um 750 þúsund krónur á ári og við það getur bæst um 700 þúsund króna tap á húsaleigubótum. Þá skerðir TR orlofsuppbót og jólabónus vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtals geta 2 milljóna króna árstekjur eftir skatt frá lífeyrissjóðum orðið að skerðingum upp á rúmlega 3 milljónir króna á ári. Það er ekki í lagi með þetta kerfi og það ber að fara með það fyrir dóm strax, því þetta er ekkert annað en eignaupptaka og brot á stjórnarskránni. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun