Og þá hvarf jafnaðargeðið Álfrún Pálsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 09:00 Ég er með jafnaðargeð og ég held að þeir sem þekki mig myndu taka undir það. Þegar ég var yngri var hætt við að foreldrar mínir gleymdu mér er ég lá sjálfri mér nóg á leikteppinu. Þetta rólyndi hefur fylgt mér í gegnum árin. Ég æsi mig ekki að óþörfu og reyni að spara stóru orðin. Ég hugsa mig um áður en ég tala og skrifa. Ég forðast kommentakerfi og hef mig ekki frammi á samskiptamiðlum. Ef ég fæ flugu í súpuna mína er ég líklegri til að veiða hana upp úr og henda en að kvarta við þjóninn. Þar til nú. Atburðir síðustu daga hafa nefnilega vakið í mér eitthvað sem ég þekki ekki. Á sunnudagskvöldið, eftir sjónvarpsgláp og vefmiðlalestur dagsins, langaði mig að öskra í púða. Fara niður á Austurvöll vopnuð sleif og pottum. Kasta tómötum og eggjum. Verða virk í athugasemdum og henda frá mér misvitrum sleggjudómum. Nota hástafi og upphrópunarmerki eins og enginn væri morgundagurinn. Birta svo þrjátíu statusa í einu á Facebook og láta vini mína blokka mig. Ástæðan er einföld. Mér finnst á mér og mínum brotið. Það hefur verið logið að mér, blákalt. Loforð var gefið og það síðan svikið. Fyrir opnum tjöldum. Ég skil ekki hvers vegna. Af hverju er okkur er ekki treyst fyrir því að meta sjálf hvað er besti kosturinn – fyrir okkur? Af hverju getum við ekki bara fengið að kynna okkur kostina og gallana sem fylgja því að tengjast Evrópu frekari böndum og kjósa? Fyrir ári síðan hrúguðust glansbæklingar inn um lúguna hjá manni. Uppstrílaðir framboðskandídatar hvöttu mann til að kjósa og tilkynntu manni að valdið væri í okkar höndum. Valdið var aldrei í okkar höndum, heldur fárra útvalda sem virða ekki vilja þeirra sem þeir starfa fyrir. Þess vegna er nú kominn tími til að kvarta við þjóninn og biðja um eitthvað annað af matseðlinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir ESB-málið Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Ég er með jafnaðargeð og ég held að þeir sem þekki mig myndu taka undir það. Þegar ég var yngri var hætt við að foreldrar mínir gleymdu mér er ég lá sjálfri mér nóg á leikteppinu. Þetta rólyndi hefur fylgt mér í gegnum árin. Ég æsi mig ekki að óþörfu og reyni að spara stóru orðin. Ég hugsa mig um áður en ég tala og skrifa. Ég forðast kommentakerfi og hef mig ekki frammi á samskiptamiðlum. Ef ég fæ flugu í súpuna mína er ég líklegri til að veiða hana upp úr og henda en að kvarta við þjóninn. Þar til nú. Atburðir síðustu daga hafa nefnilega vakið í mér eitthvað sem ég þekki ekki. Á sunnudagskvöldið, eftir sjónvarpsgláp og vefmiðlalestur dagsins, langaði mig að öskra í púða. Fara niður á Austurvöll vopnuð sleif og pottum. Kasta tómötum og eggjum. Verða virk í athugasemdum og henda frá mér misvitrum sleggjudómum. Nota hástafi og upphrópunarmerki eins og enginn væri morgundagurinn. Birta svo þrjátíu statusa í einu á Facebook og láta vini mína blokka mig. Ástæðan er einföld. Mér finnst á mér og mínum brotið. Það hefur verið logið að mér, blákalt. Loforð var gefið og það síðan svikið. Fyrir opnum tjöldum. Ég skil ekki hvers vegna. Af hverju er okkur er ekki treyst fyrir því að meta sjálf hvað er besti kosturinn – fyrir okkur? Af hverju getum við ekki bara fengið að kynna okkur kostina og gallana sem fylgja því að tengjast Evrópu frekari böndum og kjósa? Fyrir ári síðan hrúguðust glansbæklingar inn um lúguna hjá manni. Uppstrílaðir framboðskandídatar hvöttu mann til að kjósa og tilkynntu manni að valdið væri í okkar höndum. Valdið var aldrei í okkar höndum, heldur fárra útvalda sem virða ekki vilja þeirra sem þeir starfa fyrir. Þess vegna er nú kominn tími til að kvarta við þjóninn og biðja um eitthvað annað af matseðlinum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun