Dulbúin blessun Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. apríl 2014 06:00 Það þjónar langtímahagsmunum Íslands að hafa viðræðurnar við Evrópusambandið á ís í nokkur ár. Og eftir atvikum ganga í Evrópusambandið síðar. Það dylst engum sem skoðar skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldmiðils- og peningamál frá 2012 að raunhæfasti valkostur Íslands í peningamálum utan krónu er evran í gegnum Evrópska myntbandalagið (EMU) með undanfarandi aðild að ESB. En margir nafntogaðir sérfræðingar hafa samt efasemdir um evruna enda hafi skuldavandi fjölmargra evruríkja afhjúpað ákveðna bresti í evrusamstarfinu. Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Evrópska seðlabankans (European Central Bank, ECB), skrifaði grein í Financial Times á dögunum þar sem hann fjallaði um sameiginlega skuldabréfaútgáfu evruríkjanna og færði rök fyrir því að hún væri mjög óskynsamleg. Þá galt hann varhug við hugmyndum um sameiginlegt bankabandalag, en þetta tvennt hefur verið talið laga þá bresti sem eru á samstarfinu í núverandi mynd. Varanleg lausn á evruvandanum hefur verið talin felast í aukinni efnahagslegri samvinnu þeirra 18 ríkja sem nota gjaldmiðilinn. Þannig hefur verið komið á fót sameiginlegu bankaeftirliti í Evrópusambandinu og aukinni samvinnu varðandi fjárlagagerð, sem er enn mjög umdeilt. En Issing telur að sú tegund þessarar samvinnu sem gengur lengst sé í raun andvana fædd. Það sé ósanngjarnt og óeðlilegt að skattgreiðendur í einu ríki greiði fyrir óábyrgar lánveitingar í öðrum. Krafan um að Þjóðverjar leiði björgunarleiðangur evrunnar hefur falist í því að þeir borgi meira. Að þýskir skattgreiðendur leggi til meiri fjármuni, eftir atvikum til að kaupa verðlítil skuldabréf ríkja eins og Spánar og Grikklands. Meira að segja kapítalistinn George Soros hefur sagt að Þjóðverjar þurfi að borga meira til að tryggja evruna. Issing veltir upp þeirri spurningu, í tengslum við sameiginlega skuldabréfaútgáfu, hversu óeðlilegt og ósanngjarnt það væri í augum Spánverja og Portúgala ef skattgreiðendur í þessum löndum þyrftu að bera kostnaðinn af óábyrgum lánveitingum þýskra banka. Hávær krafa hefur verið um að Þjóðverjar beri tjónið af óábyrgum starfsháttum grískra, spænskra og portúgalskra banka og í sumum tilvikum ríkissjóðs í þessum löndum. Sem er auðvitað sami hluturinn. Þetta gerðist hins vegar ekki nema í takmörkuðum mæli því Angela Merkel stóð í lappirnar. Bæði heima fyrir og í Evrópusambandinu. En ef skoðuð eru gröf yfir lánveitingar þýska seðlabankans, Bundesbank, til Evrópska seðlabankans eftir bankahrunið þá sýnir vöxtur þeirra svart á hvítu að Þjóðverjar hafa óbeint verið að borga. Róa tókst markaði með „bazooka“-yfirlýsingu Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans, í september 2012 um að bankinn myndi „gera hvað sem er“ til að bjarga evrunni. Evrusamstarfið og eftir atvikum Evrópusambandið sjálft er því ekki lengur „brennandi hús“ en það er samt óvissa um framtíðina, þ.e. samsetningu og skipulag, og hvernig þessari nánu efnahagssamvinnu verður háttað. Bretar ætla að greiða þjóðaratkvæði um veru sína í Evrópusambandinu 2017 og mjög kvik umræða er á vettvangi stofnana sambandsins um framtíð þess. Ef evran er stærsti ávinningurinn sem fylgir aðild Íslands að ESB og síðar EMU þá er mikilvægt að Íslendingar hafi skýra hugmynd um hvers konar samstarf þeir ætla að ganga inn í. Vissulega er aðild að ESB ekki sjálfkrafa aðild að EMU enda þyrfti Ísland að uppfylla Maastricht-skilyrðin sem Ísland mun ekki uppfylla fyrr en 2030, ef allar áætlanir standast, að mati Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Þá má spyrja sig, ef það er svona langt í þetta, hvað liggur á? Að framansögðu er ljóst að ákvörðun um að setja viðræður Íslands við ESB á ís, sem var tekin af síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, er skynsamleg og var í raun dulbúin blessun. Ákvörðun um að slíta viðræðunum endanlega án aðkomu þjóðarinnar er hins vegar feigðarflan, gengur í berhögg við lýðræðisvitund margra kjósenda eftir yfirlýsingar í aðdraganda síðustu kosninga og þjónar takmörkuðum tilgangi.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 2. apríl 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Það þjónar langtímahagsmunum Íslands að hafa viðræðurnar við Evrópusambandið á ís í nokkur ár. Og eftir atvikum ganga í Evrópusambandið síðar. Það dylst engum sem skoðar skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldmiðils- og peningamál frá 2012 að raunhæfasti valkostur Íslands í peningamálum utan krónu er evran í gegnum Evrópska myntbandalagið (EMU) með undanfarandi aðild að ESB. En margir nafntogaðir sérfræðingar hafa samt efasemdir um evruna enda hafi skuldavandi fjölmargra evruríkja afhjúpað ákveðna bresti í evrusamstarfinu. Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Evrópska seðlabankans (European Central Bank, ECB), skrifaði grein í Financial Times á dögunum þar sem hann fjallaði um sameiginlega skuldabréfaútgáfu evruríkjanna og færði rök fyrir því að hún væri mjög óskynsamleg. Þá galt hann varhug við hugmyndum um sameiginlegt bankabandalag, en þetta tvennt hefur verið talið laga þá bresti sem eru á samstarfinu í núverandi mynd. Varanleg lausn á evruvandanum hefur verið talin felast í aukinni efnahagslegri samvinnu þeirra 18 ríkja sem nota gjaldmiðilinn. Þannig hefur verið komið á fót sameiginlegu bankaeftirliti í Evrópusambandinu og aukinni samvinnu varðandi fjárlagagerð, sem er enn mjög umdeilt. En Issing telur að sú tegund þessarar samvinnu sem gengur lengst sé í raun andvana fædd. Það sé ósanngjarnt og óeðlilegt að skattgreiðendur í einu ríki greiði fyrir óábyrgar lánveitingar í öðrum. Krafan um að Þjóðverjar leiði björgunarleiðangur evrunnar hefur falist í því að þeir borgi meira. Að þýskir skattgreiðendur leggi til meiri fjármuni, eftir atvikum til að kaupa verðlítil skuldabréf ríkja eins og Spánar og Grikklands. Meira að segja kapítalistinn George Soros hefur sagt að Þjóðverjar þurfi að borga meira til að tryggja evruna. Issing veltir upp þeirri spurningu, í tengslum við sameiginlega skuldabréfaútgáfu, hversu óeðlilegt og ósanngjarnt það væri í augum Spánverja og Portúgala ef skattgreiðendur í þessum löndum þyrftu að bera kostnaðinn af óábyrgum lánveitingum þýskra banka. Hávær krafa hefur verið um að Þjóðverjar beri tjónið af óábyrgum starfsháttum grískra, spænskra og portúgalskra banka og í sumum tilvikum ríkissjóðs í þessum löndum. Sem er auðvitað sami hluturinn. Þetta gerðist hins vegar ekki nema í takmörkuðum mæli því Angela Merkel stóð í lappirnar. Bæði heima fyrir og í Evrópusambandinu. En ef skoðuð eru gröf yfir lánveitingar þýska seðlabankans, Bundesbank, til Evrópska seðlabankans eftir bankahrunið þá sýnir vöxtur þeirra svart á hvítu að Þjóðverjar hafa óbeint verið að borga. Róa tókst markaði með „bazooka“-yfirlýsingu Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans, í september 2012 um að bankinn myndi „gera hvað sem er“ til að bjarga evrunni. Evrusamstarfið og eftir atvikum Evrópusambandið sjálft er því ekki lengur „brennandi hús“ en það er samt óvissa um framtíðina, þ.e. samsetningu og skipulag, og hvernig þessari nánu efnahagssamvinnu verður háttað. Bretar ætla að greiða þjóðaratkvæði um veru sína í Evrópusambandinu 2017 og mjög kvik umræða er á vettvangi stofnana sambandsins um framtíð þess. Ef evran er stærsti ávinningurinn sem fylgir aðild Íslands að ESB og síðar EMU þá er mikilvægt að Íslendingar hafi skýra hugmynd um hvers konar samstarf þeir ætla að ganga inn í. Vissulega er aðild að ESB ekki sjálfkrafa aðild að EMU enda þyrfti Ísland að uppfylla Maastricht-skilyrðin sem Ísland mun ekki uppfylla fyrr en 2030, ef allar áætlanir standast, að mati Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Þá má spyrja sig, ef það er svona langt í þetta, hvað liggur á? Að framansögðu er ljóst að ákvörðun um að setja viðræður Íslands við ESB á ís, sem var tekin af síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, er skynsamleg og var í raun dulbúin blessun. Ákvörðun um að slíta viðræðunum endanlega án aðkomu þjóðarinnar er hins vegar feigðarflan, gengur í berhögg við lýðræðisvitund margra kjósenda eftir yfirlýsingar í aðdraganda síðustu kosninga og þjónar takmörkuðum tilgangi.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 2. apríl 2014.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun