Þakið hristist í Borgarleikhúsinu Jónas Sen skrifar 7. apríl 2014 12:30 Hvílík skemmtun "Tónleikarnir í Borgarleikhúsinu voru meira en venjulegir tónleikar.” Mynd: Lárus Sigurðarson Baldur: Skálmöld ásamt leikurunum Guðjóni Davíð Karlssyni, Hildi Berglindi Arndal og Hilmari Guðjónssyni. Leikstjóri: Halldór Gylfason. Ekki gekk lítið á í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Rokksveitin Skálmöld flutti þar lög af fyrstu plötu sinni Baldri (2010). Það er engin þægileg lyftutónlist. Hávaðinn var gríðarlegur, og í þokkabót voru sprengjur og eldglæringar stór hluti tónleikanna. Tónlist Skálmaldar flokkast undir svokallaðan víkingametal. Hún byggir m.a. á eða er innblásin af því sem vitað er um heiðnar tónlistarhefðir á Íslandi. Það er reyndar ósköp lítið. Ísland varð jú kristið árið 1000 og megnið af tónlistararfinum úr fornhandritum tilheyrir kaþólskri bænahefð. Elsta „heiðna“ stefið sem varðveist hefur er líklegast Ár vas alda. Það var spilað inn á milli þátta á Ríkisútvarpinu lengi vel og þótti leiðinlegt. Enda leikið á píanó án nokkurra hljóma eða undirspils. Tónlist Skálmaldar var engan veginn leiðinleg. Þvert á móti. Vissulega heyrði maður forneskjulegar laglínur og hljómagang, en það féll svo smekklega og skemmtilega inn í heildarmynd ótrúlegs djöfulgangs að mann langaði mest til að standa upp og dansa! Tónleikarnir í Borgarleikhúsinu voru meira en venjulegir tónleikar. Á plötunni Baldri er sögð saga Baldurs Óðinssonar. Það er ekki goðsögnin um hinn fagra ás sem Loki kom fyrir kattarnef með brögðum, heldur er um að ræða einfaldaða mynd af dæmigerðri Íslendingasögu. Um víking sem kemur að fjölskyldu sinni myrtri, hefnir sín grimmilega, deyr hetjudauða og fer upp til Valhallar. Á tónleikunum voru þrír leikarar sem sögðu söguna og krydduðu hana með svo miklum ærslum að áhorfendur tóku bakföll af hlátri hvað eftir annað. Inn á milli voru viðeigandi lög spiluð. Leikararnir voru Guðjón Davíð Karlsson, Hildur Berglind Arndal og Hilmar Guðjónsson. Þau voru klædd í kjólföt og voru með trúðsnef. Grínatriðin settu tónlistina í samhengi, maður skildi um hvað lögin fjölluðu, sá fyndnu hliðarnar, en samt án þess að virðingin fyrir lögunum glataðist. Halldór Gylfason leikstýrði greinilega frábærlega vel. Flæðið í sýningunni var óheft og afslappað. Brandararnir virkuðu eðlilegir og á einhvern undarlegan hátt gerði það tónlistina enn stórkostlegri en ella. Leikmynd og búningar Móeiðar Helgadóttur voru líka augnayndi og mögnuðu upp stemninguna. Og sprengjur og effektar Friðþjófs Sigurðssonar voru pottþétt tímasettir. Skálmöld hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Fyrir utan það að vera hrá og fersk, þá er hljómsveitin afar vel samhæfð. Hljóðfæraleikararnir eru flinkir og samtaka. Ég dáðist sérstaklega að trommuleikaranum, sem var Jón Geir Jóhannsson. Hann var svo fimur og orkumikill að það eitt og sér gerði tónleikana þess virði að fara á. Söngvarinn Björgvin Sigurðsson var líka í eldlínunni með sína glæsilegu rödd. Krafturinn og ákefðin í henni var áþreifanleg – hún var beinlínis dáleiðandi. Annað á sýningunni var eftir þessu. Hvílík skemmtun!Niðurstaða:Fyndin og áhrifamikil sýning með heillandi tónlist. Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Baldur: Skálmöld ásamt leikurunum Guðjóni Davíð Karlssyni, Hildi Berglindi Arndal og Hilmari Guðjónssyni. Leikstjóri: Halldór Gylfason. Ekki gekk lítið á í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Rokksveitin Skálmöld flutti þar lög af fyrstu plötu sinni Baldri (2010). Það er engin þægileg lyftutónlist. Hávaðinn var gríðarlegur, og í þokkabót voru sprengjur og eldglæringar stór hluti tónleikanna. Tónlist Skálmaldar flokkast undir svokallaðan víkingametal. Hún byggir m.a. á eða er innblásin af því sem vitað er um heiðnar tónlistarhefðir á Íslandi. Það er reyndar ósköp lítið. Ísland varð jú kristið árið 1000 og megnið af tónlistararfinum úr fornhandritum tilheyrir kaþólskri bænahefð. Elsta „heiðna“ stefið sem varðveist hefur er líklegast Ár vas alda. Það var spilað inn á milli þátta á Ríkisútvarpinu lengi vel og þótti leiðinlegt. Enda leikið á píanó án nokkurra hljóma eða undirspils. Tónlist Skálmaldar var engan veginn leiðinleg. Þvert á móti. Vissulega heyrði maður forneskjulegar laglínur og hljómagang, en það féll svo smekklega og skemmtilega inn í heildarmynd ótrúlegs djöfulgangs að mann langaði mest til að standa upp og dansa! Tónleikarnir í Borgarleikhúsinu voru meira en venjulegir tónleikar. Á plötunni Baldri er sögð saga Baldurs Óðinssonar. Það er ekki goðsögnin um hinn fagra ás sem Loki kom fyrir kattarnef með brögðum, heldur er um að ræða einfaldaða mynd af dæmigerðri Íslendingasögu. Um víking sem kemur að fjölskyldu sinni myrtri, hefnir sín grimmilega, deyr hetjudauða og fer upp til Valhallar. Á tónleikunum voru þrír leikarar sem sögðu söguna og krydduðu hana með svo miklum ærslum að áhorfendur tóku bakföll af hlátri hvað eftir annað. Inn á milli voru viðeigandi lög spiluð. Leikararnir voru Guðjón Davíð Karlsson, Hildur Berglind Arndal og Hilmar Guðjónsson. Þau voru klædd í kjólföt og voru með trúðsnef. Grínatriðin settu tónlistina í samhengi, maður skildi um hvað lögin fjölluðu, sá fyndnu hliðarnar, en samt án þess að virðingin fyrir lögunum glataðist. Halldór Gylfason leikstýrði greinilega frábærlega vel. Flæðið í sýningunni var óheft og afslappað. Brandararnir virkuðu eðlilegir og á einhvern undarlegan hátt gerði það tónlistina enn stórkostlegri en ella. Leikmynd og búningar Móeiðar Helgadóttur voru líka augnayndi og mögnuðu upp stemninguna. Og sprengjur og effektar Friðþjófs Sigurðssonar voru pottþétt tímasettir. Skálmöld hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Fyrir utan það að vera hrá og fersk, þá er hljómsveitin afar vel samhæfð. Hljóðfæraleikararnir eru flinkir og samtaka. Ég dáðist sérstaklega að trommuleikaranum, sem var Jón Geir Jóhannsson. Hann var svo fimur og orkumikill að það eitt og sér gerði tónleikana þess virði að fara á. Söngvarinn Björgvin Sigurðsson var líka í eldlínunni með sína glæsilegu rödd. Krafturinn og ákefðin í henni var áþreifanleg – hún var beinlínis dáleiðandi. Annað á sýningunni var eftir þessu. Hvílík skemmtun!Niðurstaða:Fyndin og áhrifamikil sýning með heillandi tónlist.
Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira