Barnaborgin Magnús Már Guðmundsson skrifar 17. apríl 2014 07:00 Öll börn eiga að hafa jöfn tækifæri til að vaxa og dafna og rækta hæfileika sína. Reykjavíkurborg gegnir mikilvægu hlutverki í að stuðla að þessum tækifærum enda kemur hún með einum eða öðrum hætti að uppvexti barna, hvort sem er í skóla, leik eða starfi. Til að hlúa að stöðu barna og barnafjölskyldna í Reykjavík kynnti Samfylkingin nýlega í fjórum liðum „barnapakkann“ fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Reykjavík er hagstæðust Reykjavík á áfram að koma ríkulega til móts við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að það sé hagstæðast að búa og njóta þjónustu borgarinnar. Barnafjölskyldur eiga oft erfitt með að láta enda ná saman. Þær þurfa í hverjum mánuði að standa skil á lánum vegna íbúðakaupa eða húsaleigu, borga af bíl, greiða fyrir leikskólapláss eða aðra dagvistun og tómstunda- og íþróttastarf barnanna. Sömuleiðis greiða margar ungar fjölskyldur af námslánum sínum. Borgin getur leikið lykilhlutverk í að létta byrði barnafjölskyldna.Bilið brúað Samfylkingin ætlar að vinna að því að eyða þeirri óvissu sem bíður margra ungra fjölskyldna þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili verður að taka markviss skref til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Þetta er metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni, sem þarf að vinna í samráði við foreldra, leikskóla og dagforeldra.Afsláttur og hærri styrkur Við munum leita leiða til að draga úr kostnaði foreldra við skóla- og frístundastarf barna þeirra. Við viljum hækka frístundastyrk með hverju barni í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Fjárhagur foreldra á ekki að ráða úrslitum um þátttöku barna í frístundastarfi og frístundakortið gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja að svo sé ekki. Þá ætlar Samfylkingin að taka upp samræmdan systkinaafslátt þvert á skólastig, sem er kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum. Barnapakki Samfylkingarinnar á að tryggja að Reykjavík verði áfram leiðandi í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Öll börn eiga að hafa jöfn tækifæri til að vaxa og dafna og rækta hæfileika sína. Reykjavíkurborg gegnir mikilvægu hlutverki í að stuðla að þessum tækifærum enda kemur hún með einum eða öðrum hætti að uppvexti barna, hvort sem er í skóla, leik eða starfi. Til að hlúa að stöðu barna og barnafjölskyldna í Reykjavík kynnti Samfylkingin nýlega í fjórum liðum „barnapakkann“ fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Reykjavík er hagstæðust Reykjavík á áfram að koma ríkulega til móts við barnafjölskyldur þannig að þær geti treyst því að það sé hagstæðast að búa og njóta þjónustu borgarinnar. Barnafjölskyldur eiga oft erfitt með að láta enda ná saman. Þær þurfa í hverjum mánuði að standa skil á lánum vegna íbúðakaupa eða húsaleigu, borga af bíl, greiða fyrir leikskólapláss eða aðra dagvistun og tómstunda- og íþróttastarf barnanna. Sömuleiðis greiða margar ungar fjölskyldur af námslánum sínum. Borgin getur leikið lykilhlutverk í að létta byrði barnafjölskyldna.Bilið brúað Samfylkingin ætlar að vinna að því að eyða þeirri óvissu sem bíður margra ungra fjölskyldna þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur. Eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili verður að taka markviss skref til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og þar til börn komast inn á leikskóla. Þetta er metnaðarfullt og kostnaðarsamt verkefni, sem þarf að vinna í samráði við foreldra, leikskóla og dagforeldra.Afsláttur og hærri styrkur Við munum leita leiða til að draga úr kostnaði foreldra við skóla- og frístundastarf barna þeirra. Við viljum hækka frístundastyrk með hverju barni í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu í samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla og æskulýðssamtök. Fjárhagur foreldra á ekki að ráða úrslitum um þátttöku barna í frístundastarfi og frístundakortið gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja að svo sé ekki. Þá ætlar Samfylkingin að taka upp samræmdan systkinaafslátt þvert á skólastig, sem er kjarabót sem nýtist barnmörgum fjölskyldum. Barnapakki Samfylkingarinnar á að tryggja að Reykjavík verði áfram leiðandi í þjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun