Aron tilbúinn að þjálfa bæði Ísland og Kolding Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2014 07:00 Aron vann deild og bikar í Danmörku. vísir/Daníel „Þetta var algjörlega frábært,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem gerði danska stórliðið KIF Kolding að dönskum meisturum eftir tvo sigra á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron hefur stýrt liðinu undanfarna mánuði eftir að þjálfari þess veiktist og hefur árangurinn verið frábær. Auk þess að gera liðið að meisturum vann Aron danska bikarinn með liðið en hann hefur varla stigið feilspor með danska liðið. „Maður vissi þegar út var farið að verkefnið yrði erfitt. Það var mikið um meiðsli í liðinu og þannig vandamál en samt var stefnt að góðum árangri. Ég er án Kims Andersson og Lasse Boesen allan tímann og Joachim Boldsen kemur ekki inn fyrr en í undanúrslitunum. Ég var lengi að vinna með lítinn hóp og fyrstu vikurnar voru svona 6-8 á æfingum. Í einum leik vorum við án hornamanna og tómt rugl. Það var bara frábært að klára þetta með tveimur titlum,“ segir Aron við Fréttablaðið. Eðlilega vilja forráðamenn Kolding ólmir halda Aroni hjá félaginu en frá því hefur verið greint að Danirnir eru búnir að bjóða Aroni áframhaldandi samning. „Það skýrist í vikunni hvað verður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Svona hvort þetta gangi upp gagnvart fjölskyldunni og fleira,“ segir Aron sem er tilbúinn að þjálfa liðið samhliða því að stýra íslenska landsliðinu. Íslendingar þurfa ekki að óttast að Aron sé að hætta með það alveg strax. „Ef ég tek að mér Kolding-starfið vil ég þjálfa bæði liðin. Umhverfið hjá Kolding er þannig að maður sér það sem möguleika. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara, í Kaupmannahöfn og Kolding, og deildin er þannig að það koma léttir leikir inn á milli. Þetta er líka öðruvísi en í Þýskalandi þar sem eru t.d. mun lengri ferðalög.“ Hann er þó aðeins með samning fram yfir HM í Katar. „Það hefur ekki verið rætt um neitt framhald formlega. Við höfum aðeins talað saman en ekki komist neitt áfram með það,“ segir landsliðsþjálfarinn sem stýrir liðinu á HM í Katar, komist það í gegnum umspilið gegn Bosníu í sumar. Næst hjá Aroni taka við æfingar með úrtakshópa sem kynntir verða í dag. „Þar verður unnið með stóra hópa og við byrjum strax á miðvikudaginn. Ég verð þá kominn strax aftur í landsliðsbúninginn og verð í honum fram yfir 15. júní,“ segir Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira
„Þetta var algjörlega frábært,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem gerði danska stórliðið KIF Kolding að dönskum meisturum eftir tvo sigra á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron hefur stýrt liðinu undanfarna mánuði eftir að þjálfari þess veiktist og hefur árangurinn verið frábær. Auk þess að gera liðið að meisturum vann Aron danska bikarinn með liðið en hann hefur varla stigið feilspor með danska liðið. „Maður vissi þegar út var farið að verkefnið yrði erfitt. Það var mikið um meiðsli í liðinu og þannig vandamál en samt var stefnt að góðum árangri. Ég er án Kims Andersson og Lasse Boesen allan tímann og Joachim Boldsen kemur ekki inn fyrr en í undanúrslitunum. Ég var lengi að vinna með lítinn hóp og fyrstu vikurnar voru svona 6-8 á æfingum. Í einum leik vorum við án hornamanna og tómt rugl. Það var bara frábært að klára þetta með tveimur titlum,“ segir Aron við Fréttablaðið. Eðlilega vilja forráðamenn Kolding ólmir halda Aroni hjá félaginu en frá því hefur verið greint að Danirnir eru búnir að bjóða Aroni áframhaldandi samning. „Það skýrist í vikunni hvað verður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Svona hvort þetta gangi upp gagnvart fjölskyldunni og fleira,“ segir Aron sem er tilbúinn að þjálfa liðið samhliða því að stýra íslenska landsliðinu. Íslendingar þurfa ekki að óttast að Aron sé að hætta með það alveg strax. „Ef ég tek að mér Kolding-starfið vil ég þjálfa bæði liðin. Umhverfið hjá Kolding er þannig að maður sér það sem möguleika. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara, í Kaupmannahöfn og Kolding, og deildin er þannig að það koma léttir leikir inn á milli. Þetta er líka öðruvísi en í Þýskalandi þar sem eru t.d. mun lengri ferðalög.“ Hann er þó aðeins með samning fram yfir HM í Katar. „Það hefur ekki verið rætt um neitt framhald formlega. Við höfum aðeins talað saman en ekki komist neitt áfram með það,“ segir landsliðsþjálfarinn sem stýrir liðinu á HM í Katar, komist það í gegnum umspilið gegn Bosníu í sumar. Næst hjá Aroni taka við æfingar með úrtakshópa sem kynntir verða í dag. „Þar verður unnið með stóra hópa og við byrjum strax á miðvikudaginn. Ég verð þá kominn strax aftur í landsliðsbúninginn og verð í honum fram yfir 15. júní,“ segir Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira