Lengra og betra djamm Pawel Bartoszek skrifar 23. maí 2014 07:00 Miðbærinn. Árið er 1998. Allir skemmtistaðirnir loka kl. 03.00. Austurstrætið fyllist af fólki niður í grunnskólaaldur. Stemningin er eins og á útihátíð. Öll Lækjargatan bíður eftir leigubíl. Sumir slást. Aðrir eru að leita sér að eftirpartíi. Ekki búnir að fá nóg. Miðbærinn. Árið er 2001. Opnunartími skemmtistaða er frjáls. Sumir loka áfram kl. 3.00 en aðrir eru opnir til morguns. Ungur maður labbar út af bar í Tryggvagötunni og fer heim með fyrsta strætó laugardagsins. Hann á eftir að hugsa um það, áratug síðar, hve merkilegt það er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi valið fyrsta ár hans í háskólanum til að gera tilraun með óheft djammfrelsi. Miðbærinn. Árið er 2004. Skemmtistaðirnir loka á ólíkum tímum, þeir síðustu kl. 5.30. Ungi maðurinn hafði haft áhyggjur af því að það myndi einfaldlega skapast örtröð kl. 5.30 í stað kl. 03.00 áður. Það reyndist ekki vera raunin. Náttúrulegt djammúthald flestra er styttra. Eftirpartí sem byrjar kl. 06.00 felst oftast í því að einhver borðar bátinn sinn uppi í leðursófa og sofnar.Örtröð vegna banns Margir hafa gaman af því að drekka áfengi. Þegar fólk drekkur áfengi lendir það í ýmsu rugli. Það er til dæmis líklegra til verða lamið eða lemja aðra. Sumir vilja lágmarka þessa hættu með því að banna hluti: loka stöðum fyrr svo fólk sé ekki drukkið allt of lengi. Fyrirfram er það alls ekki einhver vond tilgáta að halda að slík bönn hjálpi. En bönnin geta haft ýmis hliðaráhrif. Þegar skemmtistaðirnir lokuðu allir á sama tíma safnaðist fullt af fullu fólki saman á litlu svæði. Raðir mynduðust eftir leigubílum. Slagsmál brutust út. Lögreglan lenti í vandræðum. Enda var lögreglan á sínum tíma á móti því að færa lokunartímann aftur til 3.00. Meira frelsi virðist hafa minnkað vandann.Tímabil ævinnar Ofbeldisbrotum fækkaði með lengri opnunartíma. Það skiptir alveg máli hvort hundrað manns til eða frá eru kýldir í magann eða ekki. Reglur sem ekki skila árangri ætti ekki að endurvekja. Frekar ætti að leyfa því fáa fólki sem vill djamma til 6.00 að gera svo. Sumum finnst kannski hneykslanlegt að einhver skuli yfirhöfuð vilja slíkt. Menn gleyma þá því að menn gera sumt tvítugir sem þeir hlæja að þrítugir, hneykslast svo á því fertugir og setja um það lög fimmtugir. Sumt er sem sagt bara partur af ákveðnu æviskeiði.Tvær líkamsárásir á Hróarskeldu Hróarskelduhátíðin verður eftir rúman mánuð. Þar koma saman 130 þúsund manns og skemmta sér í fjóra daga, sumir lengur. Ekki er meðalaldurinn hærri en í miðborg Reykjavíkur um helgar. Ekki er drykkjan lítil. Og vissulega kemur upp fullt af eiturlyfjamálum. Vissulega er fullt af símum stolið. En árið 2012 var tilkynnt um tvö ofbeldisbrot á hátíðinni. Þetta eru 130 þúsund manns. Drukkin í viku.Grunnhyggið að ræða öruggara djamm? Hlíðar. Árið 2014. Ég glugga í skýrslur lögreglunnar. Það segir að á árinu 2013 hafi verið tilkynnt um 278 ofbeldisbrot í miðborginni. Tölurnar hafa verið að dansa þarna um og undir þrjú hundruð undanfarin ár. Það ætti að vera kappsmál að lækka þær tölur. Ýmisleg mætti gera. Til dæmis mætti dreifa álaginu betur með því að hafa suma staði opna lengur. Síðan mætti skoða leiðir til að koma fólki hraðar heim svo það hafi minni ástæðu til að vera þreytt og pirrað. Allt þetta má gera með markaðslausnum og réttri verðlagningu frekar en boðum og bönnum. Heimdallur vill leyfa frjálsan opnunartíma skemmtistaða. Kannski finnst fólki það vera vondar hugmyndir. Það er allt í lagi. Þá mega menn bregðast við þeim með tölum og rökum en ekki með athugasemdum um að það sé asnalegt og grunnhyggið hjá ungu fólki að viðra þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Miðbærinn. Árið er 1998. Allir skemmtistaðirnir loka kl. 03.00. Austurstrætið fyllist af fólki niður í grunnskólaaldur. Stemningin er eins og á útihátíð. Öll Lækjargatan bíður eftir leigubíl. Sumir slást. Aðrir eru að leita sér að eftirpartíi. Ekki búnir að fá nóg. Miðbærinn. Árið er 2001. Opnunartími skemmtistaða er frjáls. Sumir loka áfram kl. 3.00 en aðrir eru opnir til morguns. Ungur maður labbar út af bar í Tryggvagötunni og fer heim með fyrsta strætó laugardagsins. Hann á eftir að hugsa um það, áratug síðar, hve merkilegt það er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi valið fyrsta ár hans í háskólanum til að gera tilraun með óheft djammfrelsi. Miðbærinn. Árið er 2004. Skemmtistaðirnir loka á ólíkum tímum, þeir síðustu kl. 5.30. Ungi maðurinn hafði haft áhyggjur af því að það myndi einfaldlega skapast örtröð kl. 5.30 í stað kl. 03.00 áður. Það reyndist ekki vera raunin. Náttúrulegt djammúthald flestra er styttra. Eftirpartí sem byrjar kl. 06.00 felst oftast í því að einhver borðar bátinn sinn uppi í leðursófa og sofnar.Örtröð vegna banns Margir hafa gaman af því að drekka áfengi. Þegar fólk drekkur áfengi lendir það í ýmsu rugli. Það er til dæmis líklegra til verða lamið eða lemja aðra. Sumir vilja lágmarka þessa hættu með því að banna hluti: loka stöðum fyrr svo fólk sé ekki drukkið allt of lengi. Fyrirfram er það alls ekki einhver vond tilgáta að halda að slík bönn hjálpi. En bönnin geta haft ýmis hliðaráhrif. Þegar skemmtistaðirnir lokuðu allir á sama tíma safnaðist fullt af fullu fólki saman á litlu svæði. Raðir mynduðust eftir leigubílum. Slagsmál brutust út. Lögreglan lenti í vandræðum. Enda var lögreglan á sínum tíma á móti því að færa lokunartímann aftur til 3.00. Meira frelsi virðist hafa minnkað vandann.Tímabil ævinnar Ofbeldisbrotum fækkaði með lengri opnunartíma. Það skiptir alveg máli hvort hundrað manns til eða frá eru kýldir í magann eða ekki. Reglur sem ekki skila árangri ætti ekki að endurvekja. Frekar ætti að leyfa því fáa fólki sem vill djamma til 6.00 að gera svo. Sumum finnst kannski hneykslanlegt að einhver skuli yfirhöfuð vilja slíkt. Menn gleyma þá því að menn gera sumt tvítugir sem þeir hlæja að þrítugir, hneykslast svo á því fertugir og setja um það lög fimmtugir. Sumt er sem sagt bara partur af ákveðnu æviskeiði.Tvær líkamsárásir á Hróarskeldu Hróarskelduhátíðin verður eftir rúman mánuð. Þar koma saman 130 þúsund manns og skemmta sér í fjóra daga, sumir lengur. Ekki er meðalaldurinn hærri en í miðborg Reykjavíkur um helgar. Ekki er drykkjan lítil. Og vissulega kemur upp fullt af eiturlyfjamálum. Vissulega er fullt af símum stolið. En árið 2012 var tilkynnt um tvö ofbeldisbrot á hátíðinni. Þetta eru 130 þúsund manns. Drukkin í viku.Grunnhyggið að ræða öruggara djamm? Hlíðar. Árið 2014. Ég glugga í skýrslur lögreglunnar. Það segir að á árinu 2013 hafi verið tilkynnt um 278 ofbeldisbrot í miðborginni. Tölurnar hafa verið að dansa þarna um og undir þrjú hundruð undanfarin ár. Það ætti að vera kappsmál að lækka þær tölur. Ýmisleg mætti gera. Til dæmis mætti dreifa álaginu betur með því að hafa suma staði opna lengur. Síðan mætti skoða leiðir til að koma fólki hraðar heim svo það hafi minni ástæðu til að vera þreytt og pirrað. Allt þetta má gera með markaðslausnum og réttri verðlagningu frekar en boðum og bönnum. Heimdallur vill leyfa frjálsan opnunartíma skemmtistaða. Kannski finnst fólki það vera vondar hugmyndir. Það er allt í lagi. Þá mega menn bregðast við þeim með tölum og rökum en ekki með athugasemdum um að það sé asnalegt og grunnhyggið hjá ungu fólki að viðra þær.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun