Mávarnir görguðu á gúrúinn Jónas Sen skrifar 26. maí 2014 11:30 Högni Egilsson. „Tónlistin var leiðslukennd. Hún átti líka að skapa stemningu sem maður upplifir ekki á hverjum degi,“ segir Jónas Sen. Vísir/Valli Tónlist: Turiya Högni Egilsson Opnunarverk Listahátíðar við Tjörnina fimmtudaginn 22. maí. Listahátíð byrjaði á fimmtudaginn. Opnunarverkið var eftir hinn fjölhæfa Högna Egilsson, sem er líklega kunnastur fyrir að vera í hljómsveitinni Hjaltalín. Ég hef heyrt afar fallega og litríka tónlist eftir hann, til dæmis í Englum alheimsins, þar sem hún átti stóran þátt í að skapa hugarheim aðalpersónunnar og gera hann áþreifanlegan. Ég hef líka hlýtt á fiðlukonsert sem bar auðheyrt vitni um að Högni hefur fullt vald á „klassískum“ vinnubrögðum. Hann getur greinilega hvað sem er. Veðrið var frábært á fimmtudaginn, sól og blíða; maður naut þess að vera við Tjörnina. Töluverður mannfjöldi safnaðist saman, sérstaklega við Iðnó. Þegar klukkan var orðin hálf sex byrjuðu kirkjuklukkur að óma. Klukkurnar í Landakotskirkju hafa dýpri og fallegri hljóm en þær sem eru í Hallgrímskirkju. En það skipti ekki máli hér. Aðalatriðið var að klukknahljómurinn skapaði ramma, umgjörð utan um það sem gerðist næst. Það var ekki annað hægt en að leggja við hlustir. Sveimkenndir píanóhljómar tóku að berast. Á brúnni yfir Tjörnina var píanó. Högni sat við það og spilaði. Tónlistin var leiðslukennd. Hún átti líka að skapa stemningu sem maður upplifir ekki á hverjum degi. Titill verksins, Turiya, er sanskrít og þýðir fjórði. Það vísar til upplifunar hreinnar vitundar, sem er skilgreint markmið margra hugleiðslukerfa. Fyrsta vitundarástand er hversdagsleg vökuvitund, síðan kemur draumsvefn og loks draumlaus svefn. Turiya er fjórða hliðin á veruleikanum, handan við hinar þrjár. Hún felur í sér einhvers konar sæluástand sem erfitt er að skilgreina með orðum. Tónlist Högna var tilraun til að gefa Listahátíðargestum innsýn í þetta vitundarástand. Eftir smá stund af píanóhljómum tók við söngur sem var seiðkonulegur og tónar annarra hljóðfæra og klukkna sem bættust við voru hugvíkkandi. Þetta var vissulega áheyrileg nýaldartónlist. Ég er þó ekki viss um að gjörningurinn sjálfur hafi heppnast. Hljómurinn í kringum Tjörnina er ekkert sérstaklega góður, tónlistin rann of mikið saman við niðinn í bílunum og gargið í mávunum. Þeir sem bjuggust við einhvers konar útitónleikastemningu hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Samt var gott að standa þarna í sólinni og láta tónana leika um sig. Mér fannst það. Kyrrðin sem ég held að hljóti að einkenna hreina vitund var ekki þarna, en maður fékk smjörþefinn. Ég veit ekki hvort hægt sé að biðja um mikið meira á svona viðburði.Niðurstaða: Áhugaverð tilraun til að skapa öðruvísi stemningu, en hún leið fyrir slakan hljómburð og fuglagarg. Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Turiya Högni Egilsson Opnunarverk Listahátíðar við Tjörnina fimmtudaginn 22. maí. Listahátíð byrjaði á fimmtudaginn. Opnunarverkið var eftir hinn fjölhæfa Högna Egilsson, sem er líklega kunnastur fyrir að vera í hljómsveitinni Hjaltalín. Ég hef heyrt afar fallega og litríka tónlist eftir hann, til dæmis í Englum alheimsins, þar sem hún átti stóran þátt í að skapa hugarheim aðalpersónunnar og gera hann áþreifanlegan. Ég hef líka hlýtt á fiðlukonsert sem bar auðheyrt vitni um að Högni hefur fullt vald á „klassískum“ vinnubrögðum. Hann getur greinilega hvað sem er. Veðrið var frábært á fimmtudaginn, sól og blíða; maður naut þess að vera við Tjörnina. Töluverður mannfjöldi safnaðist saman, sérstaklega við Iðnó. Þegar klukkan var orðin hálf sex byrjuðu kirkjuklukkur að óma. Klukkurnar í Landakotskirkju hafa dýpri og fallegri hljóm en þær sem eru í Hallgrímskirkju. En það skipti ekki máli hér. Aðalatriðið var að klukknahljómurinn skapaði ramma, umgjörð utan um það sem gerðist næst. Það var ekki annað hægt en að leggja við hlustir. Sveimkenndir píanóhljómar tóku að berast. Á brúnni yfir Tjörnina var píanó. Högni sat við það og spilaði. Tónlistin var leiðslukennd. Hún átti líka að skapa stemningu sem maður upplifir ekki á hverjum degi. Titill verksins, Turiya, er sanskrít og þýðir fjórði. Það vísar til upplifunar hreinnar vitundar, sem er skilgreint markmið margra hugleiðslukerfa. Fyrsta vitundarástand er hversdagsleg vökuvitund, síðan kemur draumsvefn og loks draumlaus svefn. Turiya er fjórða hliðin á veruleikanum, handan við hinar þrjár. Hún felur í sér einhvers konar sæluástand sem erfitt er að skilgreina með orðum. Tónlist Högna var tilraun til að gefa Listahátíðargestum innsýn í þetta vitundarástand. Eftir smá stund af píanóhljómum tók við söngur sem var seiðkonulegur og tónar annarra hljóðfæra og klukkna sem bættust við voru hugvíkkandi. Þetta var vissulega áheyrileg nýaldartónlist. Ég er þó ekki viss um að gjörningurinn sjálfur hafi heppnast. Hljómurinn í kringum Tjörnina er ekkert sérstaklega góður, tónlistin rann of mikið saman við niðinn í bílunum og gargið í mávunum. Þeir sem bjuggust við einhvers konar útitónleikastemningu hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum. Samt var gott að standa þarna í sólinni og láta tónana leika um sig. Mér fannst það. Kyrrðin sem ég held að hljóti að einkenna hreina vitund var ekki þarna, en maður fékk smjörþefinn. Ég veit ekki hvort hægt sé að biðja um mikið meira á svona viðburði.Niðurstaða: Áhugaverð tilraun til að skapa öðruvísi stemningu, en hún leið fyrir slakan hljómburð og fuglagarg.
Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira