Ljósin loga lengur Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 29. maí 2014 00:00 Í Garðabæ er kveikt lengur á ljósastaurunum en í nágrannasveitarfélögunum, grasið er slegið oftar, snjómokstur tíðari, sorpið er oftar tæmt og bæjarbúar fá aðstoð við að fjarlægja garðaúrgang og jólatré. Lögð hefur verið mikil áhersla á snyrtilegt og fallegt umhverfi. Garðabær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem hefur innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og var fyrst til að innleiða Lýðræðisstefnu. Börn komast yngri inn á leikskóla og niðurgreiðsla til dagforeldra er meiri hér en annars staðar. Þetta og fleira gerir Garðabæ að góðum bæ.Garðabær er einn eftirsóttasti staðurinn til að búa á Sveitarfélag kemst ekki í svo góða stöðu af sjálfu sér og hvorki fyrir slysni né heppni. Það er ástæða fyrir því að hér eru góðir skólar, öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla, öruggt samfélag sem einkennist af samkennd og jákvæðni, nálægð við einstaka náttúru og gott skipulag. Forsendan fyrir þessu öllu saman er traust fjárhagsstjórn. Hún er undirstaða góðrar þjónustu og alls þess sem gerir sveitarfélag að góðum stað til að búa á. Garðbæingar eru ánægðir með þjónustuna í bæjarfélaginu. Það er líka góð og gild ástæða fyrir því. Einn af lykilþáttum í þjónustu íbúanna hefur verið valið. Við höfum lagt áherslu á það að bæjarbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti hvort sem það eru skólar, íþrótta- og tómstundastarf, heimaþjónusta eða annað. Með valinu færum við valdið til fólksins og ánægja Garðbæinga er afleiðing af því.Höldum áfram að gera betur Tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að jafnt grípa þau sem og að búa til fleiri. Við eigum að vera framsækin og metnaðarfull. Í samvinnu við íbúa Garðabæjar höfum við náð að byggja upp sterka stöðu bæjarins. Við eigum að efla og virkja enn frekar þann félagsauð, þekkingu og reynslu sem er innan frjálsra félaga, grasrótarsamtaka og annarra hópa með aukinni samvinnu, samráði og stuðningi. Við þurfum að gefa í og gera stórátak í viðhaldi gatna, stíga, lóða og mannvirkja bæjarins. Fjölga smábarnaleikskólum og efla dagforeldrakerfið. Þéttum net göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga milli hverfa, opinna svæða, upplandið og við bæjarmörk. Merkjum betur minjar og sögufræga staði og aukum aðgengi að þeim. Við munum gera þetta allt saman og fleira af því að við getum það. Og við getum það af því að Garðabær hefur verið og verður áfram rekinn með traustri og skynsamlegri fjárhagsstjórn. Garðabær á að vera áfram í fremstu röð bæjarfélaga, bæði í þjónustu við íbúa og rekstri sveitarfélagsins enda fer þetta tvennt saman. Við viljum halda áfram að efla gott og jákvætt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er kveikt lengur á ljósastaurunum en í nágrannasveitarfélögunum, grasið er slegið oftar, snjómokstur tíðari, sorpið er oftar tæmt og bæjarbúar fá aðstoð við að fjarlægja garðaúrgang og jólatré. Lögð hefur verið mikil áhersla á snyrtilegt og fallegt umhverfi. Garðabær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem hefur innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og var fyrst til að innleiða Lýðræðisstefnu. Börn komast yngri inn á leikskóla og niðurgreiðsla til dagforeldra er meiri hér en annars staðar. Þetta og fleira gerir Garðabæ að góðum bæ.Garðabær er einn eftirsóttasti staðurinn til að búa á Sveitarfélag kemst ekki í svo góða stöðu af sjálfu sér og hvorki fyrir slysni né heppni. Það er ástæða fyrir því að hér eru góðir skólar, öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla, öruggt samfélag sem einkennist af samkennd og jákvæðni, nálægð við einstaka náttúru og gott skipulag. Forsendan fyrir þessu öllu saman er traust fjárhagsstjórn. Hún er undirstaða góðrar þjónustu og alls þess sem gerir sveitarfélag að góðum stað til að búa á. Garðbæingar eru ánægðir með þjónustuna í bæjarfélaginu. Það er líka góð og gild ástæða fyrir því. Einn af lykilþáttum í þjónustu íbúanna hefur verið valið. Við höfum lagt áherslu á það að bæjarbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti hvort sem það eru skólar, íþrótta- og tómstundastarf, heimaþjónusta eða annað. Með valinu færum við valdið til fólksins og ánægja Garðbæinga er afleiðing af því.Höldum áfram að gera betur Tækifærin eru víða og við þurfum að halda áfram að jafnt grípa þau sem og að búa til fleiri. Við eigum að vera framsækin og metnaðarfull. Í samvinnu við íbúa Garðabæjar höfum við náð að byggja upp sterka stöðu bæjarins. Við eigum að efla og virkja enn frekar þann félagsauð, þekkingu og reynslu sem er innan frjálsra félaga, grasrótarsamtaka og annarra hópa með aukinni samvinnu, samráði og stuðningi. Við þurfum að gefa í og gera stórátak í viðhaldi gatna, stíga, lóða og mannvirkja bæjarins. Fjölga smábarnaleikskólum og efla dagforeldrakerfið. Þéttum net göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga milli hverfa, opinna svæða, upplandið og við bæjarmörk. Merkjum betur minjar og sögufræga staði og aukum aðgengi að þeim. Við munum gera þetta allt saman og fleira af því að við getum það. Og við getum það af því að Garðabær hefur verið og verður áfram rekinn með traustri og skynsamlegri fjárhagsstjórn. Garðabær á að vera áfram í fremstu röð bæjarfélaga, bæði í þjónustu við íbúa og rekstri sveitarfélagsins enda fer þetta tvennt saman. Við viljum halda áfram að efla gott og jákvætt samfélag fyrir alla.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar