Húsnæðisvísitala Már Wolfgang Mixa skrifar 3. júní 2014 00:00 Stefnt er að því af hálfu stjórnvalda að einungis verði hægt að taka óverðtryggð lán til fasteignakaupa. Þó taka um tveir þriðjuhlutar íslenskra heimila verðtryggð lán í dag, sem bera lægri raunvexti en óverðtryggð lán. Leigugjald peninga til fasteignakaupa yrði því dýrara. Það eru margir ókostir við verðtryggð lán. Meðal þeirra er að verðtryggð lán miða við almennt verðlag þó svo að húsnæðislán séu til þess eins að lána fyrir kaupum á fasteign. Þetta skapaði misvægi árin 2002-2007 þegar fasteignaverð rúmlega tvöfaldaðist en verðbólga jókst rétt rúmlega fjórðung á sama tíma. Þegar sú þróun gekk til baka í framhaldi af hruninu 2008 sátu nýlegir kaupendur uppi með fasteign sem féll í virði á meðan höfuðstóll lána, tengdur almennu verðlagi, rauk upp. Slík verðbólguskot þurfa lántakar að taka einir á sig í verðtryggðu umhverfi. Óverðtryggð lán eru aftur á móti engin lausn. Auk hærri raunvaxta sveiflast vaxtastig slíkra lána almennt í takti við verðlag, ekki fasteignaverð. Það vaxtastig náði til að mynda hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, sem hefði verið versta tímasetning fyrir íslensk heimili hefðu húsnæðislán verið almennt óverðtryggð. Lán tengd húsnæðisvísitölu, sem tengist vísitölu íbúðaverðs samkvæmt Þjóðskrá Íslands, er einföld lausn sem leysir ofangreind atriði. Höfuðstóll og greiðslubyrði slíkra lána hefðu snarhækkað árin 2002-2007. Umræða um slíka þróun hefði án efa dregið úr þeirri fasteignabólu. Aftur á móti hefði höfuðstóll lána og því greiðslubyrðin lækkað töluvert mikið árin 2008–2010, þegar mest á reyndi. Lánveitendur taka auk þess einnig á sig áhættuna ef veð af fasteignum lækkar en á sama tíma ættu raunvextir að vera jafnvel lægri en raunvextir verðtryggðra lána. Góð hagstjórn felst þá í því að viðhalda stöðugu fasteignaverði með gegnsæjum hætti. Húsnæðislánavísitalan er einnig ónæmari fyrir gengisbreytingum og upptaka hennar gæti því flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta og jafnvel beintengingu við aðra gjaldmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Stefnt er að því af hálfu stjórnvalda að einungis verði hægt að taka óverðtryggð lán til fasteignakaupa. Þó taka um tveir þriðjuhlutar íslenskra heimila verðtryggð lán í dag, sem bera lægri raunvexti en óverðtryggð lán. Leigugjald peninga til fasteignakaupa yrði því dýrara. Það eru margir ókostir við verðtryggð lán. Meðal þeirra er að verðtryggð lán miða við almennt verðlag þó svo að húsnæðislán séu til þess eins að lána fyrir kaupum á fasteign. Þetta skapaði misvægi árin 2002-2007 þegar fasteignaverð rúmlega tvöfaldaðist en verðbólga jókst rétt rúmlega fjórðung á sama tíma. Þegar sú þróun gekk til baka í framhaldi af hruninu 2008 sátu nýlegir kaupendur uppi með fasteign sem féll í virði á meðan höfuðstóll lána, tengdur almennu verðlagi, rauk upp. Slík verðbólguskot þurfa lántakar að taka einir á sig í verðtryggðu umhverfi. Óverðtryggð lán eru aftur á móti engin lausn. Auk hærri raunvaxta sveiflast vaxtastig slíkra lána almennt í takti við verðlag, ekki fasteignaverð. Það vaxtastig náði til að mynda hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, sem hefði verið versta tímasetning fyrir íslensk heimili hefðu húsnæðislán verið almennt óverðtryggð. Lán tengd húsnæðisvísitölu, sem tengist vísitölu íbúðaverðs samkvæmt Þjóðskrá Íslands, er einföld lausn sem leysir ofangreind atriði. Höfuðstóll og greiðslubyrði slíkra lána hefðu snarhækkað árin 2002-2007. Umræða um slíka þróun hefði án efa dregið úr þeirri fasteignabólu. Aftur á móti hefði höfuðstóll lána og því greiðslubyrðin lækkað töluvert mikið árin 2008–2010, þegar mest á reyndi. Lánveitendur taka auk þess einnig á sig áhættuna ef veð af fasteignum lækkar en á sama tíma ættu raunvextir að vera jafnvel lægri en raunvextir verðtryggðra lána. Góð hagstjórn felst þá í því að viðhalda stöðugu fasteignaverði með gegnsæjum hætti. Húsnæðislánavísitalan er einnig ónæmari fyrir gengisbreytingum og upptaka hennar gæti því flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta og jafnvel beintengingu við aðra gjaldmiðla.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun