Haltu kjafti, eldaðu og vertu mjórri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júní 2014 07:00 Tölvuleikir fyrir ung börn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið og athygli verið vakin á þeim gríðarlega mun sem er á innihaldi slíkra leikja eftir því hvort þeir eru markaðssettir fyrir drengi eða stúlkur. Fjögurra til sex ára strákar eiga að læra að lesa og leysa þrautir en stelpur á sama aldri eiga að læra hvernig konur geti orðið sætari og mjórri og svo eiga þær auðvitað að læra að elda. Lengst gengur sennilega leikurinn Plastic Surgery þar sem málið snýst um að framkvæma rafrænt fitusog og aðrar fegrunaraðgerðir á þar til gerðum eftirmyndum of feitra kvenna. Sá leikur hefur reyndar verið fjarlægður af Google Play og App Store en er enn í boði á ýmsum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn, þrátt fyrir hávær mótmæli úr ýmsum áttum.Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið? Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Tölvuleikir fyrir ung börn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið og athygli verið vakin á þeim gríðarlega mun sem er á innihaldi slíkra leikja eftir því hvort þeir eru markaðssettir fyrir drengi eða stúlkur. Fjögurra til sex ára strákar eiga að læra að lesa og leysa þrautir en stelpur á sama aldri eiga að læra hvernig konur geti orðið sætari og mjórri og svo eiga þær auðvitað að læra að elda. Lengst gengur sennilega leikurinn Plastic Surgery þar sem málið snýst um að framkvæma rafrænt fitusog og aðrar fegrunaraðgerðir á þar til gerðum eftirmyndum of feitra kvenna. Sá leikur hefur reyndar verið fjarlægður af Google Play og App Store en er enn í boði á ýmsum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn, þrátt fyrir hávær mótmæli úr ýmsum áttum.Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið? Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun