Velgjörðarmaður að sunnan Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. júní 2014 07:00 Hér á landi er viss tilhneiging til að lifa sig inn í hlutskipti eða hugmynd án þess að veruleikinn sé endilega alltaf hafður með í ráðum. Sama þjóð og taldi ekki eftir sér að áminna fjölmenningarsamfélög Evrópu strengilega um að sýna enga fordóma lét skömmu síðar borgarstjórnarkosningar snúast um hugsanleg vandamál kringum órisna mosku sem að dómi fjölda manns – fordómi – myndi leiða til nauðungarhjónabanda í stórum stíl og jafnvel innleiðingu sjaríalaga hér á landi. Og nú er okkur ætlað að trúa því að Akureyri sé jaðarbyggð, sem þurfi sárlega á því að halda að fólk sé flutt þangað nauðungarflutningum enda sé það stórfellt hagsmunamál svonefndrar „landsbyggðar“ að fólki sé gert að búa utan Reykjavíkur.„Landsbyggðin“? Eru það hagsmunir fólks á Flateyri að Fiskistofa starfi á Akureyri fremur en í Reykjavík? Breytir það einhverju fyrir fólk á Höfn í Hornafirði? Líta íbúar í Vík í Mýrdal á Akureyri sem sína höfuðborg? Eru Akureyri og Hellisandur einhvers konar eining sem standi andspænis Reykjavík? Eða eiga kannski Akureyri og Stykkishólmur það eitt sameiginlegt að vera ekki Reykjavík? Er það nóg? Hver er þessi „landsbyggð“? Allt sem er ekki Reykjavík? Íslendingabyggðir utan Reykjavíkur? Eru þá Kaupmannahöfn og Winnipeg „landsbyggðin“? Og ef við höldum okkur við þessa eyju: hvar drögum við mörkin? Er Álftanes „landsbyggðin“? Kópavogur? Skútuvogur? Grensásvegur? Síðast þegar ég gáði var Akureyri blómlegt bæjarfélag og Akureyringar stoltir og harðmæltir, myndarlegt fólk upp til hópa, duglegir að þvo bílana sína og klippa hekkin; vinnusamt og vandað fólk sem ekki þarf á neinni ölmusu að halda, og allra síst því að fólk sé neytt til þess að flytja þangað frá Reykjavík. Það hlýtur að vera óskemmtilegt að fá nágranna sem látinn hefur verið flytja í götuna til manns. Á Akureyri eru ágætir innviðir og haldi þeir áfram að reka sitt góða leikfélag, rækta kórana sína fínu, hlúa að þeirri merkilegu myndlistarhefð sem bærinn á – gæti þeir þess að eiga góða skóla, góða heilbrigðisþjónustu, skemmtilegt íþróttastarf og fallegan miðbæ – rækti þeir sem sagt garðinn sinn á öllum sviðum – þá dafnar bærinn því að það er alveg rétt sem Sigmundur Davíð segir, að það er gott að búa á Akureyri og Norðurlandi yfirleitt. En fólk verður að fá að fara þangað á eigin forsendum – eða að minnsta kosti öðrum forsendum en þeirri að afla honum atkvæða í bænum. Sjálfur er Sigmundur Davíð aðkomumaður að sunnan. Og vill nú vera velgjörðarmaður að sunnan. Hann sáldrar silfrinu úr opinberum sjóðum í þetta kjördæmi og hyggst nú skikka sjötíu manna vinnustað til að flytja norður, með manni og mús: Ykkur mun víst líða vel á Akureyri, segir hann eins og hann ráði því eitthvað hvernig fólki líður einhvers staðar. Hvert er umboð hans? Hann er með rúm tuttugu og fjögur prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum á bak við sig; samkvæmt könnunum nýtur flokkur hans um þessar mundir stuðnings um tólf prósenta landsmanna.Pólaríseringin Auðvitað er borgarlífið í Reykjavík um sumt ólíkt því sem gerist annars staðar á landinu. En við skulum heldur ekki lifa okkur of mikið inn í þann mun, eins og manni virðist vera tilhneiging til að gera um þessar mundir. Reykjavík er ekki heimsborg heldur safn þorpa. Flestir Reykvíkingar hafa tengsl við aðra staði á landinu. Reykjavík á sitt frjálsræði þar sem börnin mega ólmast úti og sín skíðasvæði, sína hestamennsku og sínar bensínstöðvar, rétt eins og aðrir bæir; hún á sitt fásinni og sína einsemd rétt eins og aðrir bæir; sitt skítaveður og sinn gráma; sínar bílskúrshljómsveitir og sitt bryggjudorg, rétt eins og aðrir bæir. Það er vissulega fleira fólk í Reykjavík en í öðrum bæjum en á góðviðrisdegi er samt meiri borgarbragur á göngugötunni á Akureyri en í Austurstræti. Ef við höfum á annað borð áhuga á að halda saman íslensku ríki þar sem búi eitthvert mengi sem kenna má við íslenska þjóð er þessi pólavæðing varasöm. Hún hentar óprúttnum pólitíkusum sem vilja láta sem svo að þeir gæti hagsmuna síns kjördæmis af harðfylgi, með því að veita þangað opinberu fé. En þeir leiðrétta ekki það sem skiptir máli. Aðförin að lífsafkomu fólks í dreifðum byggðum landsins er ekki fólgin í því að opinberar stofnanir séu staðsettar í höfuðborginni þar sem stjórnsýslan er, heldur hinu að sjávarbyggðirnar hafa sumar hverjar misst réttinn til þess að sækja lífsbjörgina sem er að finna í hafinu allt í kring. Það er stóra málið fyrir „landsbyggðina“, ekki hitt að láta velgjörðarmenn mylgra í sig smáræði samkvæmt smáskammtalækningum stjórnarflokkanna, sem styðja með ráðum og dáð það fyrirkomulag að óveiddur fiskurinn í sjónum sé í eigu örfárra kvótafursta sem fá að ráðskast að vild með fjöregg byggðanna. Þeim hentar að benda á Reykjavík sem keppinaut „landsbyggðarinnar“ en við eigum ekki að hlusta á þetta latteþvaður í þeim. Það var vel til fundið að fá karlakórinn Heimi til að syngja á 17. júní – ekki af því að þar með væri Reykjavík hernumin heldur af því að hann er partur af reykvískri menningu, rétt eins og graffið og rappið úr Vesturbænum í Reykjavík og Breiðholtinu er partur af skagfirskri menningu. Akureyri er ekki „landsbyggðin“, alls staðar sniðgengin, heldur ríkt samfélag sem allra síst þarf á velgjörðarmönnum að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hér á landi er viss tilhneiging til að lifa sig inn í hlutskipti eða hugmynd án þess að veruleikinn sé endilega alltaf hafður með í ráðum. Sama þjóð og taldi ekki eftir sér að áminna fjölmenningarsamfélög Evrópu strengilega um að sýna enga fordóma lét skömmu síðar borgarstjórnarkosningar snúast um hugsanleg vandamál kringum órisna mosku sem að dómi fjölda manns – fordómi – myndi leiða til nauðungarhjónabanda í stórum stíl og jafnvel innleiðingu sjaríalaga hér á landi. Og nú er okkur ætlað að trúa því að Akureyri sé jaðarbyggð, sem þurfi sárlega á því að halda að fólk sé flutt þangað nauðungarflutningum enda sé það stórfellt hagsmunamál svonefndrar „landsbyggðar“ að fólki sé gert að búa utan Reykjavíkur.„Landsbyggðin“? Eru það hagsmunir fólks á Flateyri að Fiskistofa starfi á Akureyri fremur en í Reykjavík? Breytir það einhverju fyrir fólk á Höfn í Hornafirði? Líta íbúar í Vík í Mýrdal á Akureyri sem sína höfuðborg? Eru Akureyri og Hellisandur einhvers konar eining sem standi andspænis Reykjavík? Eða eiga kannski Akureyri og Stykkishólmur það eitt sameiginlegt að vera ekki Reykjavík? Er það nóg? Hver er þessi „landsbyggð“? Allt sem er ekki Reykjavík? Íslendingabyggðir utan Reykjavíkur? Eru þá Kaupmannahöfn og Winnipeg „landsbyggðin“? Og ef við höldum okkur við þessa eyju: hvar drögum við mörkin? Er Álftanes „landsbyggðin“? Kópavogur? Skútuvogur? Grensásvegur? Síðast þegar ég gáði var Akureyri blómlegt bæjarfélag og Akureyringar stoltir og harðmæltir, myndarlegt fólk upp til hópa, duglegir að þvo bílana sína og klippa hekkin; vinnusamt og vandað fólk sem ekki þarf á neinni ölmusu að halda, og allra síst því að fólk sé neytt til þess að flytja þangað frá Reykjavík. Það hlýtur að vera óskemmtilegt að fá nágranna sem látinn hefur verið flytja í götuna til manns. Á Akureyri eru ágætir innviðir og haldi þeir áfram að reka sitt góða leikfélag, rækta kórana sína fínu, hlúa að þeirri merkilegu myndlistarhefð sem bærinn á – gæti þeir þess að eiga góða skóla, góða heilbrigðisþjónustu, skemmtilegt íþróttastarf og fallegan miðbæ – rækti þeir sem sagt garðinn sinn á öllum sviðum – þá dafnar bærinn því að það er alveg rétt sem Sigmundur Davíð segir, að það er gott að búa á Akureyri og Norðurlandi yfirleitt. En fólk verður að fá að fara þangað á eigin forsendum – eða að minnsta kosti öðrum forsendum en þeirri að afla honum atkvæða í bænum. Sjálfur er Sigmundur Davíð aðkomumaður að sunnan. Og vill nú vera velgjörðarmaður að sunnan. Hann sáldrar silfrinu úr opinberum sjóðum í þetta kjördæmi og hyggst nú skikka sjötíu manna vinnustað til að flytja norður, með manni og mús: Ykkur mun víst líða vel á Akureyri, segir hann eins og hann ráði því eitthvað hvernig fólki líður einhvers staðar. Hvert er umboð hans? Hann er með rúm tuttugu og fjögur prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum á bak við sig; samkvæmt könnunum nýtur flokkur hans um þessar mundir stuðnings um tólf prósenta landsmanna.Pólaríseringin Auðvitað er borgarlífið í Reykjavík um sumt ólíkt því sem gerist annars staðar á landinu. En við skulum heldur ekki lifa okkur of mikið inn í þann mun, eins og manni virðist vera tilhneiging til að gera um þessar mundir. Reykjavík er ekki heimsborg heldur safn þorpa. Flestir Reykvíkingar hafa tengsl við aðra staði á landinu. Reykjavík á sitt frjálsræði þar sem börnin mega ólmast úti og sín skíðasvæði, sína hestamennsku og sínar bensínstöðvar, rétt eins og aðrir bæir; hún á sitt fásinni og sína einsemd rétt eins og aðrir bæir; sitt skítaveður og sinn gráma; sínar bílskúrshljómsveitir og sitt bryggjudorg, rétt eins og aðrir bæir. Það er vissulega fleira fólk í Reykjavík en í öðrum bæjum en á góðviðrisdegi er samt meiri borgarbragur á göngugötunni á Akureyri en í Austurstræti. Ef við höfum á annað borð áhuga á að halda saman íslensku ríki þar sem búi eitthvert mengi sem kenna má við íslenska þjóð er þessi pólavæðing varasöm. Hún hentar óprúttnum pólitíkusum sem vilja láta sem svo að þeir gæti hagsmuna síns kjördæmis af harðfylgi, með því að veita þangað opinberu fé. En þeir leiðrétta ekki það sem skiptir máli. Aðförin að lífsafkomu fólks í dreifðum byggðum landsins er ekki fólgin í því að opinberar stofnanir séu staðsettar í höfuðborginni þar sem stjórnsýslan er, heldur hinu að sjávarbyggðirnar hafa sumar hverjar misst réttinn til þess að sækja lífsbjörgina sem er að finna í hafinu allt í kring. Það er stóra málið fyrir „landsbyggðina“, ekki hitt að láta velgjörðarmenn mylgra í sig smáræði samkvæmt smáskammtalækningum stjórnarflokkanna, sem styðja með ráðum og dáð það fyrirkomulag að óveiddur fiskurinn í sjónum sé í eigu örfárra kvótafursta sem fá að ráðskast að vild með fjöregg byggðanna. Þeim hentar að benda á Reykjavík sem keppinaut „landsbyggðarinnar“ en við eigum ekki að hlusta á þetta latteþvaður í þeim. Það var vel til fundið að fá karlakórinn Heimi til að syngja á 17. júní – ekki af því að þar með væri Reykjavík hernumin heldur af því að hann er partur af reykvískri menningu, rétt eins og graffið og rappið úr Vesturbænum í Reykjavík og Breiðholtinu er partur af skagfirskri menningu. Akureyri er ekki „landsbyggðin“, alls staðar sniðgengin, heldur ríkt samfélag sem allra síst þarf á velgjörðarmönnum að halda.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun