Feitu fólki er engin vorkunn Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 16. júlí 2014 00:00 Árið er 1998. Besta vinkona mín stendur uppi á stól og gramsar í eldhússkápnum. „Ertu viss um að við megum þetta?“ spyr ég, þó ég viti vel hvert svarið er. „Það fattar það enginn, við tökum bara smá,“ svarar vinkona mín og stekkur niður á gólf með pakka af Nupo-Létt. Við erum tíu ára og handvissar um að við séum feitar. En ekki aðeins var ég uppfull af ranghugmyndum um eigin líkama heldur stóð ég einnig í þeirri trú að ekkert væri verra en smá bumba. Þessa vitleysu hefur reynst erfitt að hrista af mér. Fátt fer í taugarnar á mér eins og almennt spjall um holdafar fólks. Einhvern veginn finnst mér það ekki koma mér við þótt Gógó á Grettisgötunni borði svakalega mikið af kanilsnúðum og nenni svo ekki út að skokka. Og mér finnst ógeðslega pirrandi að fólk geri sér mat úr því máli. Má vera að meðalþyngd í samfélaginu fari hækkandi og að lokum springi allir úr hjartasjúkdómum og æðasliti – það er ekki gott. En orðræðan snýr allt of oft að einstaklingum eins og þeir eigi að skammast sín og séu minna virði en aðrir. Eins og hér sé um að ræða fólk sem hefur engar hömlur og geri ekki annað en að troða í sig sætabrauði, grátandi á kvöldin. Vissuð þið að sumar feitabollur eru bæði heilsuhraustar og í brjáluðu formi? Vinkonu minni finnst sárt að kaupa sér kökusneið á kaffihúsi. Augngotur annarra gesta öskra: „Ertu nú alveg viss…?“ Og oft stend ég sjálfa mig að því að líta í aðra átt þegar einhver holdmikill kaupir sér snúð eða Nizza. Finn hvað hann sjálfur er vandræðalegur, eða ímynda mér það. Vorkenni honum…næstum. En dúddamía sko, ég þarf að setja mig á ansi háan stall til að fara að vorkenna einhverjum manni í Bónus fyrir að kaupa sér kruðerí. Honum líður kannski bara stórvel með sjálfan sig. Ég ætti jafnvel frekar að öfunda hann. Því það er drulluerfitt að losna við ranghugmyndir um holdafar. Ég veit alveg að ég er ekkert feit, stundum er bara erfitt að sjá það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Árið er 1998. Besta vinkona mín stendur uppi á stól og gramsar í eldhússkápnum. „Ertu viss um að við megum þetta?“ spyr ég, þó ég viti vel hvert svarið er. „Það fattar það enginn, við tökum bara smá,“ svarar vinkona mín og stekkur niður á gólf með pakka af Nupo-Létt. Við erum tíu ára og handvissar um að við séum feitar. En ekki aðeins var ég uppfull af ranghugmyndum um eigin líkama heldur stóð ég einnig í þeirri trú að ekkert væri verra en smá bumba. Þessa vitleysu hefur reynst erfitt að hrista af mér. Fátt fer í taugarnar á mér eins og almennt spjall um holdafar fólks. Einhvern veginn finnst mér það ekki koma mér við þótt Gógó á Grettisgötunni borði svakalega mikið af kanilsnúðum og nenni svo ekki út að skokka. Og mér finnst ógeðslega pirrandi að fólk geri sér mat úr því máli. Má vera að meðalþyngd í samfélaginu fari hækkandi og að lokum springi allir úr hjartasjúkdómum og æðasliti – það er ekki gott. En orðræðan snýr allt of oft að einstaklingum eins og þeir eigi að skammast sín og séu minna virði en aðrir. Eins og hér sé um að ræða fólk sem hefur engar hömlur og geri ekki annað en að troða í sig sætabrauði, grátandi á kvöldin. Vissuð þið að sumar feitabollur eru bæði heilsuhraustar og í brjáluðu formi? Vinkonu minni finnst sárt að kaupa sér kökusneið á kaffihúsi. Augngotur annarra gesta öskra: „Ertu nú alveg viss…?“ Og oft stend ég sjálfa mig að því að líta í aðra átt þegar einhver holdmikill kaupir sér snúð eða Nizza. Finn hvað hann sjálfur er vandræðalegur, eða ímynda mér það. Vorkenni honum…næstum. En dúddamía sko, ég þarf að setja mig á ansi háan stall til að fara að vorkenna einhverjum manni í Bónus fyrir að kaupa sér kruðerí. Honum líður kannski bara stórvel með sjálfan sig. Ég ætti jafnvel frekar að öfunda hann. Því það er drulluerfitt að losna við ranghugmyndir um holdafar. Ég veit alveg að ég er ekkert feit, stundum er bara erfitt að sjá það.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun