Hvað sagði Juncker? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 21. júlí 2014 00:00 Er það ekki svolítið sérkennilegt að svo mikil umræða sem raun ber vitni verði um hvað Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu sinni í vikunni sem leið? Bið fólk að athuga að ég segi og skrifa um hvað hann sagði en ekki það sem hann sagði. Hann sagði ekkert um að ESB mundi hætta samningaviðræðum um aðild að samstarfinu. Hann sagði einmitt að samningaviðræðum sem eru í gangi yrði haldið áfram (…ongoing negotiations will continue…). Auðvitað er þó ólíklegt að framkvæmdastjórnin eyði miklum tíma á samningafundum ef hún er ein á fundunum eins og blasir við í samningaviðræðum við okkur. Eins og við öll vitum ætlar ríkisstjórnin ekki að gera út neinn mannskap til að sitja slíka fundi af okkar hálfu. Evrópusambandið ætlar hins vegar ekki að taka ómakið af utanríkisráðherranum og ríkisstjórninni að slíta þann þráð sem þegar hefur verið spunninn í aðildarviðræðum. Það er engu sjálfhætt í þeim efnum eins og Gunnar Bragi lætur liggja að. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að þráðurinn verði ekki tekinn aftur upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannski er umræðan eins og hún er vegna þess að undanfarið hefur færst í vöxt að stjórnmálamenn gefi yfirlýsingar sem þeir vilja síðan lítið kannast við, eða að minnsta kosti túlka á annan veg en orðanna hljóðan. Á Austurvelli voru yfirlýsingar stjórnmálamanna spilaðar viku eftir viku til að rifja upp hvað sagt var í kosningabaráttinni fyrir meira en ári. En það var reyndar áður en okkur var tilkynnt að ummæli í kosningabaráttu væru bara til þess brúks, og hefðu ella enga þýðingu. Gjaldeyrishöft hafa nú verið hér á landi í bráðum sex ár. Það er áríðandi að sem mestur friður verði um hvernig þau verða afnumin, þó ólíklegt megi telja að um það náist fullkomin sátt. Þess vegna er áríðandi að ekki verði klippt á línuna til Evrópusambandsins nema að áætlun liggi fyrir um afnám haftanna. Við getum haft mismunandi skoðanir á aðild að Evrópusambandinu, en það má ekki fækka leiðunum sem hugsanlegar eru til afnáms haftanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Er það ekki svolítið sérkennilegt að svo mikil umræða sem raun ber vitni verði um hvað Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu sinni í vikunni sem leið? Bið fólk að athuga að ég segi og skrifa um hvað hann sagði en ekki það sem hann sagði. Hann sagði ekkert um að ESB mundi hætta samningaviðræðum um aðild að samstarfinu. Hann sagði einmitt að samningaviðræðum sem eru í gangi yrði haldið áfram (…ongoing negotiations will continue…). Auðvitað er þó ólíklegt að framkvæmdastjórnin eyði miklum tíma á samningafundum ef hún er ein á fundunum eins og blasir við í samningaviðræðum við okkur. Eins og við öll vitum ætlar ríkisstjórnin ekki að gera út neinn mannskap til að sitja slíka fundi af okkar hálfu. Evrópusambandið ætlar hins vegar ekki að taka ómakið af utanríkisráðherranum og ríkisstjórninni að slíta þann þráð sem þegar hefur verið spunninn í aðildarviðræðum. Það er engu sjálfhætt í þeim efnum eins og Gunnar Bragi lætur liggja að. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að þráðurinn verði ekki tekinn aftur upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannski er umræðan eins og hún er vegna þess að undanfarið hefur færst í vöxt að stjórnmálamenn gefi yfirlýsingar sem þeir vilja síðan lítið kannast við, eða að minnsta kosti túlka á annan veg en orðanna hljóðan. Á Austurvelli voru yfirlýsingar stjórnmálamanna spilaðar viku eftir viku til að rifja upp hvað sagt var í kosningabaráttinni fyrir meira en ári. En það var reyndar áður en okkur var tilkynnt að ummæli í kosningabaráttu væru bara til þess brúks, og hefðu ella enga þýðingu. Gjaldeyrishöft hafa nú verið hér á landi í bráðum sex ár. Það er áríðandi að sem mestur friður verði um hvernig þau verða afnumin, þó ólíklegt megi telja að um það náist fullkomin sátt. Þess vegna er áríðandi að ekki verði klippt á línuna til Evrópusambandsins nema að áætlun liggi fyrir um afnám haftanna. Við getum haft mismunandi skoðanir á aðild að Evrópusambandinu, en það má ekki fækka leiðunum sem hugsanlegar eru til afnáms haftanna.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar