Ólafur Ragnar á Læðunni Birta Björnsdóttir skrifar 23. júlí 2014 07:00 Umburðarlyndi er dyggð og auðvitað á okkur að þykja örlítið vænt um alla hina ólíku samferðamenn okkar á þessari jörð. Öll hljótum við þó að hafa leyfi til að samþykkja ekki allar gjörðir samferðamannanna og láta jafnvel einhverjar þeirra fara í taugarnar á okkur. Ég komst að því fyrir löngu hvað fer mest fyrir brjóstið á mér, en það er þegar einhverjir þessara títtnefndu samferðamanna og -kvenna tala í bíói eða leikhúsi. Þegar ég á sínum tíma fór að sjá kvikmyndina Bjarnfreðarson var boðið upp á óvæntan kaupauka með bíómiðanum, lifandi lýsingu á því sem fram fór í myndinni frá konu í næsta sæti. Þetta var þó ekki nýmóðins þjónusta á vegum kvikmyndahússins heldur almennur bíógestur sem gat ekki með nokkru móti notið myndarinnar án þess að tíunda allt sem gerðist í myndinni. „Nei, þarna kemur Ólafur Ragnar á Læðunni!“ og „Já einmitt, fimm háskólagráður!“ var meðal þess sem okkur hinum í bíósalnum var boðið uppá stundarhátt frá hinum sjálfskipaða lýsanda gegnum alla myndina. Égkannaði málið, hún var ekki að lýsa því sem fyrir augu bar fyrir sjóndöprum bíófélaga, heldur sat með alsjáandi eiginmanni sínum og lýsti samviskusamlega öllu sem fyrir augu bar. Þessiágæta kona er ekki einsdæmi, bæði í leikhúsi og kvikmyndahúsum eru reglulega einhverjir sem ekki virðast geta á sér setið að bregðast upphátt við því sem allir í salnum eru að horfa á. Við þetta annars ágæta fólk vil ég komast að samkomulagi. Ég skal lofa að óska eftir beinni lýsingu á leikritum og kvikmyndum ef vöntun eftir slíkri þjónustu gerir vart við sig hjá mér, ef þið lofið að þangað til opnið þið einungis munninn í bíói til að stinga uppí hann poppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Umburðarlyndi er dyggð og auðvitað á okkur að þykja örlítið vænt um alla hina ólíku samferðamenn okkar á þessari jörð. Öll hljótum við þó að hafa leyfi til að samþykkja ekki allar gjörðir samferðamannanna og láta jafnvel einhverjar þeirra fara í taugarnar á okkur. Ég komst að því fyrir löngu hvað fer mest fyrir brjóstið á mér, en það er þegar einhverjir þessara títtnefndu samferðamanna og -kvenna tala í bíói eða leikhúsi. Þegar ég á sínum tíma fór að sjá kvikmyndina Bjarnfreðarson var boðið upp á óvæntan kaupauka með bíómiðanum, lifandi lýsingu á því sem fram fór í myndinni frá konu í næsta sæti. Þetta var þó ekki nýmóðins þjónusta á vegum kvikmyndahússins heldur almennur bíógestur sem gat ekki með nokkru móti notið myndarinnar án þess að tíunda allt sem gerðist í myndinni. „Nei, þarna kemur Ólafur Ragnar á Læðunni!“ og „Já einmitt, fimm háskólagráður!“ var meðal þess sem okkur hinum í bíósalnum var boðið uppá stundarhátt frá hinum sjálfskipaða lýsanda gegnum alla myndina. Égkannaði málið, hún var ekki að lýsa því sem fyrir augu bar fyrir sjóndöprum bíófélaga, heldur sat með alsjáandi eiginmanni sínum og lýsti samviskusamlega öllu sem fyrir augu bar. Þessiágæta kona er ekki einsdæmi, bæði í leikhúsi og kvikmyndahúsum eru reglulega einhverjir sem ekki virðast geta á sér setið að bregðast upphátt við því sem allir í salnum eru að horfa á. Við þetta annars ágæta fólk vil ég komast að samkomulagi. Ég skal lofa að óska eftir beinni lýsingu á leikritum og kvikmyndum ef vöntun eftir slíkri þjónustu gerir vart við sig hjá mér, ef þið lofið að þangað til opnið þið einungis munninn í bíói til að stinga uppí hann poppi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun