Horfa til nýrrar holu í Surtsey Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Að morgni 14. nóvember 1963 varð vart neðansjávareldgoss suður af Vestmannaeyjum. Á endanum varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs. Eyjan var friðlýst árið 1965. Mynd/Erling Ólafsson Jarðvísindamenn hafa hug á að boruð verði ný rannsóknarhola í Surtsey, til viðbótar þeirri sem boruð var árið 1979. Meðal þess sem grafast á fyrir um er hversu djúpt í jörðinni má finna lífverur. Hópur jarðfræðinga fór í rannsóknarferð til Surtseyjar í kjölfar árvissrar ferðar líffræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands um miðjan mánuðinn, þar sem staðan var tekin á gróðurnámi, fuglalífi og öðru slíku. Með í för var Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann var í sinni fyrstu rannsóknarferð í eyna.„Ég hef ekki áður mikið stundað rannsóknir í Surtsey, en þetta var dálítill leiðangur,“ segir hann. „Við voru þarna jarðfræðihópur að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar og svo var líka verið að rannsaka gjóskuna.“ Meðal annars voru með í för tveir jarðvísindamenn frá Nýja-Sjálandi sem Magnús Tumi segir að hafi verið að velta fyrir sér hvernig sprengigosið hafi átt sér stað og hvað það hafi rifið bergið langt niður. „Svo er borhola í eynni sem gerð var 1979 og menn hafa áhuga á því að bora þarna aftur til þess að rannsaka betur byggingu eyjunnar og fleiri hluti, svo sem hvers konar lífform er þar að finna.“ Magnús Tumi segir að komið hafi í ljós á síðustu árum að lífið nái mikið dýpra niður í jörðina en talið hafi verið. „Það eru lífverur sem ná niður á nokkurra kílómetra dýpi.“ Málið segir Magnús Tumi þó ekki komið á það stig að hægt sé að tímasetja næstu borun. „Það verður fundur í alþjóðlegum hópi sem hittist í Vestmannaeyjum í byrjun október,“ segir hann. Þar verði málið rætt nánar og möguleg fjármögnun þess, en um gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki sé að ræða. Til þess að koma því á koppinn þurfi að sækja fjármuni í stóra erlenda vísindasjóði. „En þetta er ekki fugl í hendi, við erum nokkrir Íslendingar sem tökum þátt í þessu, í samvinnu við fleiri aðila. Og það var nú dálítið kveikjan að því að ég ákvað að fara ferð í Surtsey núna og gera dálitlar mælingar.“Líffræðingar fundu tvær nýjar plönturAð morgni 14. nóvember 1963 varð vart við neðansjávareldgos suður af Vestmannaeyjum. Þar varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs síðan eyjan var friðlýst árið 1965. Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknarleiðangri Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar um miðjan mánuðinn. „Telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni,“ segir á vef stofnunarinnar. Surtsey Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Jarðvísindamenn hafa hug á að boruð verði ný rannsóknarhola í Surtsey, til viðbótar þeirri sem boruð var árið 1979. Meðal þess sem grafast á fyrir um er hversu djúpt í jörðinni má finna lífverur. Hópur jarðfræðinga fór í rannsóknarferð til Surtseyjar í kjölfar árvissrar ferðar líffræðinga á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands um miðjan mánuðinn, þar sem staðan var tekin á gróðurnámi, fuglalífi og öðru slíku. Með í för var Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann var í sinni fyrstu rannsóknarferð í eyna.„Ég hef ekki áður mikið stundað rannsóknir í Surtsey, en þetta var dálítill leiðangur,“ segir hann. „Við voru þarna jarðfræðihópur að gera jarðeðlisfræðilegar mælingar og svo var líka verið að rannsaka gjóskuna.“ Meðal annars voru með í för tveir jarðvísindamenn frá Nýja-Sjálandi sem Magnús Tumi segir að hafi verið að velta fyrir sér hvernig sprengigosið hafi átt sér stað og hvað það hafi rifið bergið langt niður. „Svo er borhola í eynni sem gerð var 1979 og menn hafa áhuga á því að bora þarna aftur til þess að rannsaka betur byggingu eyjunnar og fleiri hluti, svo sem hvers konar lífform er þar að finna.“ Magnús Tumi segir að komið hafi í ljós á síðustu árum að lífið nái mikið dýpra niður í jörðina en talið hafi verið. „Það eru lífverur sem ná niður á nokkurra kílómetra dýpi.“ Málið segir Magnús Tumi þó ekki komið á það stig að hægt sé að tímasetja næstu borun. „Það verður fundur í alþjóðlegum hópi sem hittist í Vestmannaeyjum í byrjun október,“ segir hann. Þar verði málið rætt nánar og möguleg fjármögnun þess, en um gríðarlega kostnaðarsamt fyrirtæki sé að ræða. Til þess að koma því á koppinn þurfi að sækja fjármuni í stóra erlenda vísindasjóði. „En þetta er ekki fugl í hendi, við erum nokkrir Íslendingar sem tökum þátt í þessu, í samvinnu við fleiri aðila. Og það var nú dálítið kveikjan að því að ég ákvað að fara ferð í Surtsey núna og gera dálitlar mælingar.“Líffræðingar fundu tvær nýjar plönturAð morgni 14. nóvember 1963 varð vart við neðansjávareldgos suður af Vestmannaeyjum. Þar varð Surtsey til og þar hafa vísindamenn fylgst með þróun lífs síðan eyjan var friðlýst árið 1965. Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknarleiðangri Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar um miðjan mánuðinn. „Telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni,“ segir á vef stofnunarinnar.
Surtsey Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira