Já, sæll.is Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. ágúst 2014 11:29 Í síðasta mánuði fjallaði Vísir um niðurstöður rannsóknar sem gerð var á vegum Oregon State-háskólans í Bandaríkjunum, en í þeim kom fram að prófílmyndir fólks á Facebook skipta miklu máli. Minna mark er tekið á þeim sem sýna of mikið hold á prófílmynd sinni en þeim sem nota púkalegar passamyndir. Ég held að við getum flest verið sammála um að þessar niðurstöður komi ekkert sérstaklega á óvart. En lífið er ekki bara Facebook. Það eru fleiri leiðir til þess að mynda sér skoðanir á fólki. Fyrir mér skipta til dæmis frasar sem fólk notar miklu máli. Ekki að ég dæmi endilega fólk, heldur hjálpar það manni að staðsetja þá sem maður talar við í hinu mannlega litrófi. Þegar maður horfir til baka koma margir skemmtilegir frasar upp í hugann. „Glætan“ var mjög sterkur hérna í gamla daga. Með vexti netsins fóru sífellt fleiri að skeyta .is aftan við allt. Frasinn „Já, sæll“ var auðvitað svo vinsæll að hann var prentaður á boli og húfur. Allir þessir frasar og fleiri til eiga það sameiginlegt að vera útrunnir. Því frasar eru eins og mjólkin. Þeir endast ekki lengi. Frasanotkun á Facebook er líka mikilvæg. Umræðumerkin svokölluðu eru til dæmis orðin ansi hvimleið. Enn eru sumir sem setja lokahnykkinn á hnyttnum Facebook-færslum inn í eina og langa umræðumerkingu. Að nota útrunninn frasa er ákveðin yfirlýsing. Maður þarf að vera duglegur að fylgjast með hvaða frasar eru í tísku. Frasarnir eru eins og fallegur vasaklútur á stílhreinum jakkafötum. Eins og ermahnappar á skyrtu. Að nota nýja og gilda frasa getur skipt sköpum í því að skapa sér ímynd og getur auðgað tungumálið og hjálpað til við tjáninguna. Getur skipt sköpum í því hvernig aðrir horfa á mann. Ein regla sem allir mega temja sér þegar kemur að frösum: Ef frasinn er kominn á boli, þá er hann útrunninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði fjallaði Vísir um niðurstöður rannsóknar sem gerð var á vegum Oregon State-háskólans í Bandaríkjunum, en í þeim kom fram að prófílmyndir fólks á Facebook skipta miklu máli. Minna mark er tekið á þeim sem sýna of mikið hold á prófílmynd sinni en þeim sem nota púkalegar passamyndir. Ég held að við getum flest verið sammála um að þessar niðurstöður komi ekkert sérstaklega á óvart. En lífið er ekki bara Facebook. Það eru fleiri leiðir til þess að mynda sér skoðanir á fólki. Fyrir mér skipta til dæmis frasar sem fólk notar miklu máli. Ekki að ég dæmi endilega fólk, heldur hjálpar það manni að staðsetja þá sem maður talar við í hinu mannlega litrófi. Þegar maður horfir til baka koma margir skemmtilegir frasar upp í hugann. „Glætan“ var mjög sterkur hérna í gamla daga. Með vexti netsins fóru sífellt fleiri að skeyta .is aftan við allt. Frasinn „Já, sæll“ var auðvitað svo vinsæll að hann var prentaður á boli og húfur. Allir þessir frasar og fleiri til eiga það sameiginlegt að vera útrunnir. Því frasar eru eins og mjólkin. Þeir endast ekki lengi. Frasanotkun á Facebook er líka mikilvæg. Umræðumerkin svokölluðu eru til dæmis orðin ansi hvimleið. Enn eru sumir sem setja lokahnykkinn á hnyttnum Facebook-færslum inn í eina og langa umræðumerkingu. Að nota útrunninn frasa er ákveðin yfirlýsing. Maður þarf að vera duglegur að fylgjast með hvaða frasar eru í tísku. Frasarnir eru eins og fallegur vasaklútur á stílhreinum jakkafötum. Eins og ermahnappar á skyrtu. Að nota nýja og gilda frasa getur skipt sköpum í því að skapa sér ímynd og getur auðgað tungumálið og hjálpað til við tjáninguna. Getur skipt sköpum í því hvernig aðrir horfa á mann. Ein regla sem allir mega temja sér þegar kemur að frösum: Ef frasinn er kominn á boli, þá er hann útrunninn.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar