Grilluð grísarif með sinneps-bourbon BBQ-sósu að hætti Hrefnu Rósu Sætran 8. ágúst 2014 17:00 Hrefna Sætran Vísir/Stefán Grilluð grísarif með heimagerðri sinneps-bourbon BBQ-sósu Grísarifin (Fyrir 4)2 kg af grísarifjum (4 lengjur)6 msk. gróft sjávarsalt2 stilkar sítrónugras2 teningar nautakjötskraftur1 tsk. svört piparkorn4 stk. stjörnuanís2 hvítlauksgeirar2 lítrar vatnAðferð: Nuddið saltinu á rifin og látið standa þannig í 1 klst. Skolið rifin. Setjið á meðan vatnið, gróft saxað sítrónugrasið, nautakraftinn, piparkornin, stjörnuanísinn og gróft saxaðan hvítlaukinn í pott og hitið þar til krafturinn er uppleystur. Kælið vökvann þar til hann er við stofuhita. Setjið rifin í eldfast mót, hellið vökvanum yfir og eldið í 160°C heitum ofni í 2½ tíma. Takið rifin upp úr vökvanum og leyfið þeim að kólna. Sinneps-bourbon BBQ-sósa 2 stk. vorlaukur 1 stk. laukur 2 stk. hvítlaukur 50 g púðursykur 100 g tómatsósa 40 g tómatpurré 50 ml eplaedik 100 ml eplasafi 1 tsk. tabasco-sósa 1 stk. cummin-fræ 200 ml bourbon viskí, t.d. Jack Daniels Grísarif að hætti Hrefnu Sætran.MYND/Björn Árnason Aðferð Saxið grænmetið og steikið það við vægan hita upp úr olíu. Bætið hinu hráefninu út í og sjóðið saman við vægan hita þar til sósan er þykk. Maukið svo sósuna og kælið hana. Það er hægt að útbúa þessa sósu í miklu magni og geyma. Einnig er hægt að sleppa áfenginu og setja t.d. meiri eplasafa eða einhvern dökkan gosdrykk í staðinn. Þegar sósan og rifin eru klár er næsta skref að kveikja upp í grillinu. Gott er að pensla rifin með smá hunangi og grilla þau þannig fyrst á báðum hliðum. Svo er um að gera að pensla þau vel og vandlega með BBQ-sósunni, snúa þeim reglulega og pensla reglulega eða svona 4-5 sinnum. Rifin eru elduð svo að í þessu skrefi erum við bara að gera þau djúsí og falleg með sósunni. Þetta tekur svona 20 mínútur. Gott er að bera rifin fram með bát af sítrusávexti til að fríska upp bragðið Grillréttir Sósur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Grilluð grísarif með heimagerðri sinneps-bourbon BBQ-sósu Grísarifin (Fyrir 4)2 kg af grísarifjum (4 lengjur)6 msk. gróft sjávarsalt2 stilkar sítrónugras2 teningar nautakjötskraftur1 tsk. svört piparkorn4 stk. stjörnuanís2 hvítlauksgeirar2 lítrar vatnAðferð: Nuddið saltinu á rifin og látið standa þannig í 1 klst. Skolið rifin. Setjið á meðan vatnið, gróft saxað sítrónugrasið, nautakraftinn, piparkornin, stjörnuanísinn og gróft saxaðan hvítlaukinn í pott og hitið þar til krafturinn er uppleystur. Kælið vökvann þar til hann er við stofuhita. Setjið rifin í eldfast mót, hellið vökvanum yfir og eldið í 160°C heitum ofni í 2½ tíma. Takið rifin upp úr vökvanum og leyfið þeim að kólna. Sinneps-bourbon BBQ-sósa 2 stk. vorlaukur 1 stk. laukur 2 stk. hvítlaukur 50 g púðursykur 100 g tómatsósa 40 g tómatpurré 50 ml eplaedik 100 ml eplasafi 1 tsk. tabasco-sósa 1 stk. cummin-fræ 200 ml bourbon viskí, t.d. Jack Daniels Grísarif að hætti Hrefnu Sætran.MYND/Björn Árnason Aðferð Saxið grænmetið og steikið það við vægan hita upp úr olíu. Bætið hinu hráefninu út í og sjóðið saman við vægan hita þar til sósan er þykk. Maukið svo sósuna og kælið hana. Það er hægt að útbúa þessa sósu í miklu magni og geyma. Einnig er hægt að sleppa áfenginu og setja t.d. meiri eplasafa eða einhvern dökkan gosdrykk í staðinn. Þegar sósan og rifin eru klár er næsta skref að kveikja upp í grillinu. Gott er að pensla rifin með smá hunangi og grilla þau þannig fyrst á báðum hliðum. Svo er um að gera að pensla þau vel og vandlega með BBQ-sósunni, snúa þeim reglulega og pensla reglulega eða svona 4-5 sinnum. Rifin eru elduð svo að í þessu skrefi erum við bara að gera þau djúsí og falleg með sósunni. Þetta tekur svona 20 mínútur. Gott er að bera rifin fram með bát af sítrusávexti til að fríska upp bragðið
Grillréttir Sósur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira