Hommar og íslensk þjóðarsál Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Íslensk þjóð telur sig vera þá mestu og bestu sem gjörvallt sólkerfið hefur barið augum frá Miklahvelli. Á tyllidögum teljum við okkur komin ljósár á undan öðrum þjóðum hvað varðar jafnrétti kynjanna, frelsi fjölmiðla, eigum hreinustu orkuna, fallegustu náttúruna, fallegustu konurnar. Nú og ef við erum ekki alveg að ná markmiðinu þá trompum við allt með íslensku uppfinningunni „höfðatölu“, sem virðist vera einhvers konar afturhvarf til grískra dæmisagna um refinn sem náði ekki berjunum og taldi þau súr fyrir bragðið. Í rauninni erum við Íslendingar ekkert nema haugur af Mývetningum; fullir af lofti. Við rembumst við að telja okkur trú um eitthvað sem er í reynd tóm fjárans lygi. Til að mynda er lífseig sú mýta okkar Íslendinga að við séum með hreinustu náttúruafurðirnar, landið okkar sé svo hreint. Meira að segja hafa þingmenn bent á þessa „staðreynd“. Hverjir eru búnir að gleyma of miklu kadmíum í áburði, iðnaðarsalti, díoxínmengun í Skutulsfirði, flúormengun á fleiri en einum stað og svo mætti lengi telja? Dæmin sanna að við erum alveg jafn góð í að eitra okkar eigin matvæli eins og aðrir. Við Íslendingar erum bara alveg eins og allir aðrir, hvorki verri né betri. Við erum bara svo aftarlega á merinni, sirkabát 100 árum of aftarlega á merinni, að karlmaður má einungis gefa blóð í Blóðbankanum ef hann sver þess eið að stunda aðeins kynlíf með konu! Bíddu, ha… hvað var ég að skrifa… Mega samkynhneigðir karlmenn ekki, í þeirri barnslegu einlægni að vilja gera samfélagi sínu greiða, gefa blóð í Blóðbankann? Bý ég í samfélagi þar sem blóðgjöf frá nánum vinum mínum er talin annars flokks blóð, já, eða jafnvel þriðja eða fjórða flokks? Bý ég í samfélagi sem dregur samkynhneigða karlmenn í svo ógeðfelldan dilk að við viljum ekki nýta gjafir frá þeim? Viljum við búa í svoleiðis samfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sveinn Arnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Íslensk þjóð telur sig vera þá mestu og bestu sem gjörvallt sólkerfið hefur barið augum frá Miklahvelli. Á tyllidögum teljum við okkur komin ljósár á undan öðrum þjóðum hvað varðar jafnrétti kynjanna, frelsi fjölmiðla, eigum hreinustu orkuna, fallegustu náttúruna, fallegustu konurnar. Nú og ef við erum ekki alveg að ná markmiðinu þá trompum við allt með íslensku uppfinningunni „höfðatölu“, sem virðist vera einhvers konar afturhvarf til grískra dæmisagna um refinn sem náði ekki berjunum og taldi þau súr fyrir bragðið. Í rauninni erum við Íslendingar ekkert nema haugur af Mývetningum; fullir af lofti. Við rembumst við að telja okkur trú um eitthvað sem er í reynd tóm fjárans lygi. Til að mynda er lífseig sú mýta okkar Íslendinga að við séum með hreinustu náttúruafurðirnar, landið okkar sé svo hreint. Meira að segja hafa þingmenn bent á þessa „staðreynd“. Hverjir eru búnir að gleyma of miklu kadmíum í áburði, iðnaðarsalti, díoxínmengun í Skutulsfirði, flúormengun á fleiri en einum stað og svo mætti lengi telja? Dæmin sanna að við erum alveg jafn góð í að eitra okkar eigin matvæli eins og aðrir. Við Íslendingar erum bara alveg eins og allir aðrir, hvorki verri né betri. Við erum bara svo aftarlega á merinni, sirkabát 100 árum of aftarlega á merinni, að karlmaður má einungis gefa blóð í Blóðbankanum ef hann sver þess eið að stunda aðeins kynlíf með konu! Bíddu, ha… hvað var ég að skrifa… Mega samkynhneigðir karlmenn ekki, í þeirri barnslegu einlægni að vilja gera samfélagi sínu greiða, gefa blóð í Blóðbankann? Bý ég í samfélagi þar sem blóðgjöf frá nánum vinum mínum er talin annars flokks blóð, já, eða jafnvel þriðja eða fjórða flokks? Bý ég í samfélagi sem dregur samkynhneigða karlmenn í svo ógeðfelldan dilk að við viljum ekki nýta gjafir frá þeim? Viljum við búa í svoleiðis samfélagi?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar