Lok, lok og læs í júlí Álfrún Pálsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 09:30 Það var ekki laust við að ég bölvaði í hljóði er ég steig út fyrir allar aldir í gærmorgun. Fyrsti vinnudagur eftir frí var fram undan og jafnframt einn besti dagur sumarsins; 19 stiga hiti og heiðskírt sagði spáin. Það er eilítið annað en rigningin, súldin og 6 stiga meðalhitinn sem flestir dagarnir í júlí buðu upp á. Með tvö börn á leikskóla- og dagmömmualdri er ekki hægt að segja að fríið hafi verið leikur einn, að minnsta kosti ekki utandyra þetta árið. Skrefin voru líka extra þung eftir svona langt frí. Heilar fjórar vikur voru teknar í einum rykk sem gerði það örlítið erfiðara en ella að koma sér í gírinn þennan fyrsta mánudag eftir frí. En það var ekki ég sem ákvað að taka svona langt frí í einu eða að júlí yrði sumarleyfismánuður fjölskyldunnar. Það var ég skikkuð til að gera, eins og flestar fjölskyldur með börn á svipuðu reki. Allir leikskólar landsins og dagmömmur fara nefnilega í frí og loka á sama tíma á árinu – fyrirkomulag sem ég leyfi mér að setja spurningamerki við. Af hverju geta leikskólar ekki verið með sumarstarfsmenn eins og aðrar stofnanir á landinu? Leyft barnafjölskyldum að ráða hvenær þær fara í sumarfrí? Er það of dýrt? Það er líka ósanngjarnt á vinnustöðum að þeir starfsmenn sem eiga börn eigi alltaf júlímánuðinn vísan í frí. Ég er nokkuð viss um að leikskólakennarar væru líka til í að fá að stjórna því hvaða mánuður sé best til þess fallinn að fara í frí yfir sumartímann, að júlímánuði ólöstuðum. Í Noregi, sem við getum aldeilis tekið til fyrirmyndar þegar kemur að fjölskyldustefnu, er mjög hentugt fyrirkomulag á sumarleyfi í leikskólum. Allar fjölskyldur verða að taka þrjár vikur í einu í frí en hægt er að ráða hvort það er í júní, júlí eða ágúst. Þá er ein vika eftir sem þarf að taka, svo allt í allt eru þetta fjórar vikur á ári, en fjölskyldum er frjálst að taka þessa síðustu viku hvenær ársins sem er. Já, frelsið sko. Mín ósk er að þessi heili frímánuður verði endurskoðaður í leikskólum landsins. Þangað til set ég sólgleraugun á hausinn og læt mig dreyma fyrir framan tölvuskjáinn um vetrarfrí á fjarlægum slóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Það var ekki laust við að ég bölvaði í hljóði er ég steig út fyrir allar aldir í gærmorgun. Fyrsti vinnudagur eftir frí var fram undan og jafnframt einn besti dagur sumarsins; 19 stiga hiti og heiðskírt sagði spáin. Það er eilítið annað en rigningin, súldin og 6 stiga meðalhitinn sem flestir dagarnir í júlí buðu upp á. Með tvö börn á leikskóla- og dagmömmualdri er ekki hægt að segja að fríið hafi verið leikur einn, að minnsta kosti ekki utandyra þetta árið. Skrefin voru líka extra þung eftir svona langt frí. Heilar fjórar vikur voru teknar í einum rykk sem gerði það örlítið erfiðara en ella að koma sér í gírinn þennan fyrsta mánudag eftir frí. En það var ekki ég sem ákvað að taka svona langt frí í einu eða að júlí yrði sumarleyfismánuður fjölskyldunnar. Það var ég skikkuð til að gera, eins og flestar fjölskyldur með börn á svipuðu reki. Allir leikskólar landsins og dagmömmur fara nefnilega í frí og loka á sama tíma á árinu – fyrirkomulag sem ég leyfi mér að setja spurningamerki við. Af hverju geta leikskólar ekki verið með sumarstarfsmenn eins og aðrar stofnanir á landinu? Leyft barnafjölskyldum að ráða hvenær þær fara í sumarfrí? Er það of dýrt? Það er líka ósanngjarnt á vinnustöðum að þeir starfsmenn sem eiga börn eigi alltaf júlímánuðinn vísan í frí. Ég er nokkuð viss um að leikskólakennarar væru líka til í að fá að stjórna því hvaða mánuður sé best til þess fallinn að fara í frí yfir sumartímann, að júlímánuði ólöstuðum. Í Noregi, sem við getum aldeilis tekið til fyrirmyndar þegar kemur að fjölskyldustefnu, er mjög hentugt fyrirkomulag á sumarleyfi í leikskólum. Allar fjölskyldur verða að taka þrjár vikur í einu í frí en hægt er að ráða hvort það er í júní, júlí eða ágúst. Þá er ein vika eftir sem þarf að taka, svo allt í allt eru þetta fjórar vikur á ári, en fjölskyldum er frjálst að taka þessa síðustu viku hvenær ársins sem er. Já, frelsið sko. Mín ósk er að þessi heili frímánuður verði endurskoðaður í leikskólum landsins. Þangað til set ég sólgleraugun á hausinn og læt mig dreyma fyrir framan tölvuskjáinn um vetrarfrí á fjarlægum slóðum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun