Tíðindalaust á norðurgosstöðvunum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Gaus? Eða gýs? Hvenær, hvernig? Á eftir? Verður þetta svona næstu tíu ár? Í hverjum fréttatíma segja ábúðarmiklir fréttamenn í gulum vestum og íbyggnir vísindamenn okkur að þá og þegar geti allt gerst – eða ekkert … Það verður hvað sem öðru líður að teljast fremur óvenjulegt í sögu náttúruhamfara á Íslandi, að menn skuli greina á um það hvort þær hafi yfirleitt átt sér stað. Það eina sem við vitum er að Jörðin er máttug. Það eina sem við vitum er að náttúran er síkvik. Kannski verður komið gos þegar þetta er lesið á mánudagsmorgni; kannski ekki. Náttúran fer sínu fram og okkar brölt skiptir þar engu máli. Það gerist sem gerist. Allt hefur allt sínar ástæður, sitt orsakasamhengi, sína röð atvika, sem vísindamenn eiga eftir að rýna í og læra af svo að þeir geti haldið áfram að ráða í líkindi komandi atburða. En þetta er það eina sem við vitum: Við erum stödd í óvissunni miðri. Það leggst misjafnlega í okkur, sem vonlegt er. Einkum á margt fjölmiðlafólk erfitt með að sætta sig við svo óljósa tilvistarlega stöðu: það hefur vanist því að annaðhvort sé eitthvað að gerast eða ekki; annaðhvort sé frétt eða engin frétt. Nú býr það við stöðugar ófréttir, sem þó eru ekki ótíðindi, og heldur ekki tíðindaleysi – heldur meira eins og hnerri sem ætlar aldrei að koma …Í óvissunni miðri Við eru stödd á því sviði í samskiptum manns og náttúru sem trúin fæst við. Þjóðkirkjan minnti einmitt á sig í síðustu viku vegna áforma um að afleggja lestur kvölds og morgna í Ríkisútvarpinu á kristilegum textum, og skarst þar enn í odda með þeim sem telja samfélagið sekúlaríserað með öllu og vilja hafa það þannig áfram og hinum sem eiga erfitt með að sjá að baki því samfélagi þegar kirkja og kristni hafði hönd í bagga með daglegu lífi landsmanna kvölds og morgna. Ég veit það ekki. Trú fer fram á öðru sviði vitundarlífsins en vísindalegur þankagangur og ber að sýna henni virðingu; líka þörf fólks fyrir samfélag við aðrar trúaðar sálir, með bænagjörð. Ég verð þó að játa að mér finnst að trúin eigi að fást við samband mannsins við Jörðina undir fótum sér og glímu við þá miklu ráðgátu sem hver manneskja stendur oft frammi fyrir á ævinni: Hvað er ég eiginlega að gera hér? Ég hef alltaf haldið að trúin vaxi fram í glímu við þá gátu og aðrar sem vísindin veita engin svör við, og um leið það undur að grös og gróður og og allt þetta líf skuli vaxa á Jörðunni. Vísindin lýsa vissulega þessu öllu af innsæi, fegurð og snilld – enda náttúrufræðin „allra vísinda indælust“, eins og Jónas Hallgrímsson sagði – en þau lýsa því bara. Trúarbrögðin eru eins og skáldskapurinn tilraun til þess að hugsa í líkingamáli um tilveruna sjálfa. En sum sé: íslensk náttúra lætur á sér kræla um þessar mundir – gerir allt ótryggt í kringum sig – við finnum til smæðar okkar og vanmáttar um leið og við horfumst í augu við ógnaröflin sem búa undir þeirri Jörð sem við göngum á. Séu til sérstök íslensk trúarbrögð þá snúast þau meira og minna um þetta ótrygga samband, allt hið ófyrirséða í náttúrunni á þessu einkennilega landi, hið hættulega, hið fagra og ógnarlega.Eru álfar kannski enn? Þetta rifjaðist upp í vikunni þegar síðasta hefti af Grapevine kom út, þessu fína blaði sem gefið er út á ensku og ætlað er fróðleiksfúsum ferðamönnum og Íslandsvinum og Íslendingum sem vilja stundum hugsa um sig utan frá. Grapevine fjallar stundum um íslensk feimnismál, bæði glaðhlakkalega og hlýlega: nú síðast íslenska álfatrú. Maður sér henni oft hallmælt þessari gömlu trú, þessari tilfinningu fyrir landinu sem lýsir sér í þeirri hugmynd að hólar og steinar og klettar séu kvikir af lífi sem fari fram á eigin forsendum utan mannlegs vilja. Það fer í taugarnar á mörgum Íslendingum að margir útlendingar skuli standa í þeirri meiningu að þessi trú sé hér almenn og útbreidd; mörgum finnst gert lítið út okkur, við séum gerð að hálfgerðum hobbitum, náttúrubörnum, frumstæðu fólki, í stað þess að okkur sé lýst sem fáguðu og nútímalegu og trúlausu borgarfólki, eins og sjálfsmynd þessa fólks kveður á um. Það fyrirverður sig eins og þriðju kynslóðar forframaður nýlendingur fyrir ömmu sína sem enn talar málið frá gamla landinu. Ég veit það ekki. Eru álfar kannski menn? Ég held ekki: hvað sem þeir kunna að vera eru þeir allt annað en menn. Þeir eru náttúruafl. Og í tjörnum nykrar en marbendlar í fjörum, marmennlar og fjörulallar; skottur og mórar skjótast um í rökkrinu, skoffín og skuggabaldur en Þorgeirsboli þarna úti í þokunni fnæsandi. Öll þessi ógn í þögninni sem er svo algjör í íslenskri náttúru; allir þessi kraftar sem geta eytt manni á svipstundu, án þess að maður fái rönd við reist; þetta mætist allt svo einkennilega í trúnni á huldufólk sem í íslenskri þjóðtrú er síkvikt afl, dyntótt og frjálst, og krefur þig um það eitt að ganga sómasamlega um – ella munirðu hafa verra af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Gaus? Eða gýs? Hvenær, hvernig? Á eftir? Verður þetta svona næstu tíu ár? Í hverjum fréttatíma segja ábúðarmiklir fréttamenn í gulum vestum og íbyggnir vísindamenn okkur að þá og þegar geti allt gerst – eða ekkert … Það verður hvað sem öðru líður að teljast fremur óvenjulegt í sögu náttúruhamfara á Íslandi, að menn skuli greina á um það hvort þær hafi yfirleitt átt sér stað. Það eina sem við vitum er að Jörðin er máttug. Það eina sem við vitum er að náttúran er síkvik. Kannski verður komið gos þegar þetta er lesið á mánudagsmorgni; kannski ekki. Náttúran fer sínu fram og okkar brölt skiptir þar engu máli. Það gerist sem gerist. Allt hefur allt sínar ástæður, sitt orsakasamhengi, sína röð atvika, sem vísindamenn eiga eftir að rýna í og læra af svo að þeir geti haldið áfram að ráða í líkindi komandi atburða. En þetta er það eina sem við vitum: Við erum stödd í óvissunni miðri. Það leggst misjafnlega í okkur, sem vonlegt er. Einkum á margt fjölmiðlafólk erfitt með að sætta sig við svo óljósa tilvistarlega stöðu: það hefur vanist því að annaðhvort sé eitthvað að gerast eða ekki; annaðhvort sé frétt eða engin frétt. Nú býr það við stöðugar ófréttir, sem þó eru ekki ótíðindi, og heldur ekki tíðindaleysi – heldur meira eins og hnerri sem ætlar aldrei að koma …Í óvissunni miðri Við eru stödd á því sviði í samskiptum manns og náttúru sem trúin fæst við. Þjóðkirkjan minnti einmitt á sig í síðustu viku vegna áforma um að afleggja lestur kvölds og morgna í Ríkisútvarpinu á kristilegum textum, og skarst þar enn í odda með þeim sem telja samfélagið sekúlaríserað með öllu og vilja hafa það þannig áfram og hinum sem eiga erfitt með að sjá að baki því samfélagi þegar kirkja og kristni hafði hönd í bagga með daglegu lífi landsmanna kvölds og morgna. Ég veit það ekki. Trú fer fram á öðru sviði vitundarlífsins en vísindalegur þankagangur og ber að sýna henni virðingu; líka þörf fólks fyrir samfélag við aðrar trúaðar sálir, með bænagjörð. Ég verð þó að játa að mér finnst að trúin eigi að fást við samband mannsins við Jörðina undir fótum sér og glímu við þá miklu ráðgátu sem hver manneskja stendur oft frammi fyrir á ævinni: Hvað er ég eiginlega að gera hér? Ég hef alltaf haldið að trúin vaxi fram í glímu við þá gátu og aðrar sem vísindin veita engin svör við, og um leið það undur að grös og gróður og og allt þetta líf skuli vaxa á Jörðunni. Vísindin lýsa vissulega þessu öllu af innsæi, fegurð og snilld – enda náttúrufræðin „allra vísinda indælust“, eins og Jónas Hallgrímsson sagði – en þau lýsa því bara. Trúarbrögðin eru eins og skáldskapurinn tilraun til þess að hugsa í líkingamáli um tilveruna sjálfa. En sum sé: íslensk náttúra lætur á sér kræla um þessar mundir – gerir allt ótryggt í kringum sig – við finnum til smæðar okkar og vanmáttar um leið og við horfumst í augu við ógnaröflin sem búa undir þeirri Jörð sem við göngum á. Séu til sérstök íslensk trúarbrögð þá snúast þau meira og minna um þetta ótrygga samband, allt hið ófyrirséða í náttúrunni á þessu einkennilega landi, hið hættulega, hið fagra og ógnarlega.Eru álfar kannski enn? Þetta rifjaðist upp í vikunni þegar síðasta hefti af Grapevine kom út, þessu fína blaði sem gefið er út á ensku og ætlað er fróðleiksfúsum ferðamönnum og Íslandsvinum og Íslendingum sem vilja stundum hugsa um sig utan frá. Grapevine fjallar stundum um íslensk feimnismál, bæði glaðhlakkalega og hlýlega: nú síðast íslenska álfatrú. Maður sér henni oft hallmælt þessari gömlu trú, þessari tilfinningu fyrir landinu sem lýsir sér í þeirri hugmynd að hólar og steinar og klettar séu kvikir af lífi sem fari fram á eigin forsendum utan mannlegs vilja. Það fer í taugarnar á mörgum Íslendingum að margir útlendingar skuli standa í þeirri meiningu að þessi trú sé hér almenn og útbreidd; mörgum finnst gert lítið út okkur, við séum gerð að hálfgerðum hobbitum, náttúrubörnum, frumstæðu fólki, í stað þess að okkur sé lýst sem fáguðu og nútímalegu og trúlausu borgarfólki, eins og sjálfsmynd þessa fólks kveður á um. Það fyrirverður sig eins og þriðju kynslóðar forframaður nýlendingur fyrir ömmu sína sem enn talar málið frá gamla landinu. Ég veit það ekki. Eru álfar kannski menn? Ég held ekki: hvað sem þeir kunna að vera eru þeir allt annað en menn. Þeir eru náttúruafl. Og í tjörnum nykrar en marbendlar í fjörum, marmennlar og fjörulallar; skottur og mórar skjótast um í rökkrinu, skoffín og skuggabaldur en Þorgeirsboli þarna úti í þokunni fnæsandi. Öll þessi ógn í þögninni sem er svo algjör í íslenskri náttúru; allir þessi kraftar sem geta eytt manni á svipstundu, án þess að maður fái rönd við reist; þetta mætist allt svo einkennilega í trúnni á huldufólk sem í íslenskri þjóðtrú er síkvikt afl, dyntótt og frjálst, og krefur þig um það eitt að ganga sómasamlega um – ella munirðu hafa verra af.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun