Er hægt að svíkja sannfæringuna? Sigurjón M. Egilsson skrifar 29. ágúst 2014 13:15 Það fólk sem velur sér það starf að skrifa fréttir eða annað fjölmiðlaefni er venjulegt fólk. Stundum er í þeim hópi fólk sem er fast á sinni meiningu, fljótt að hugsa og áræðið. Það eru kostir í fréttamennsku. Besta fólkið er fólk sem hefur sóma og þykir vænt um vinnuna, eigið orðspor og eigin æru. Það hefur gengið á ýmsu, hjá nokkrum fjölmiðlum, síðustu daga, ekki síst á þeirri ritstjórn sem ég starfa á og það á reyndar víðar við. Þannig er stundum lífsins gangur. Eitt sker störf við fjölmiðla frá flestum öðrum störfum. Það er sú staðreynd að vinnan er birt opinberlega, hún er öllum aðgengileg. Fréttastofa 365 framleiðir býsn af fréttum, fréttum sem allar eru öllum aðgengilegar án endurgjalds. Til að skrifa allar þessar fréttir þarf margt fólk, fólk sem tekur starf sitt alvarlega, fólk sem fylgir eigin afstöðu í meðferð frétta, sómakært fólk, fólk sem veit að fréttir eru ekki til sölu eða leigu, fólk sem vill með starfi sínu segja fréttir. Sannar og réttar. Ef Reynir Traustason hættir sem ritstjóri DV er ekki þar með sagt að aðgangshörð blaðamennska, í þeim anda sem DV rekur, hverfi. Taki annar ritstjóri við verður eflaust annar blær á blaðinu, kannski verri og kannski betri. Sama er með alla aðra fjölmiðla. Þeir sem stýra hafa vissulega áhrif á það sem þar er unnið og jafnvel hvernig. Einstaka blaðamenn og fréttamenn hafa ekki minna um það að segja. Ritstjóri eða fréttastjóri beygir ekki blaðamenn frá þeirra eigin sannfæringu og fær þá til að skrifa ósannindi, rangindi eða þóknunarfréttir. Það er bara ekki hægt. Ekki gagnvart sómakæru fólki. Þegar skipt er um ritstjóra á fjölmiðli vill oft verða mikil umfjöllun um það. Alls kyns kenningar myndast. Ástæðurnar geta hins vegar verið margar og ólíkar, sem liggja að baki ákvörðun eigenda eða stjórnenda fjölmiðlafyrirtækja þegar ákveðið er að gera breytingar á fyrirtækjunum. Stundum gerist það að afkastamiklir skipstjórar og ágætlega fisknir eru látnir fara. Ástæður þess geta verið margar. Kannski fer viðkomandi ekki nægilega vel með skip eða veiðarfæri eða eitthvað annað. Já, ástæðurnar eru ekki alltaf augljósar þegar ákveðið er að skipta um stjórnendur. Liðna daga hefur á sumum stöðum verið látið að því liggja að á fréttastofu 365 séu óeðlileg afskipti af ritstjórninni. Vilji einhver, eigandi eða annar, hafa áhrif á fréttir eða fréttamenn þarf margt að gerast. Og til að það geti gerst þarf mikið að láta undan. Sumt af því er óhagganlegt, en það er sómi og æra fólks. Fólks sem í þessu tilfelli mætir daglega til vinnu sinnar með sín eigin viðmið, sinn eigin sóma og sinn eigin huga. Eftir að hafa starfað með þessu ágæta fólki í nokkra daga, talað við það og hlustað á hvað það hefur að segja um faglegt mat þess á blaða- og fréttamennsku er ég sannfærður um eitt, og það er það að hlustendur, áhorfendur og lesendur Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hafa ekkert að óttast. Hér starfar heilt og gott fólk sem tekur starf sitt alvarlega. Fólk með sóma og sannfæringu og það er ekki hægt að svíkja eigin sannfæringu. Það er bara ekki hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun
Það fólk sem velur sér það starf að skrifa fréttir eða annað fjölmiðlaefni er venjulegt fólk. Stundum er í þeim hópi fólk sem er fast á sinni meiningu, fljótt að hugsa og áræðið. Það eru kostir í fréttamennsku. Besta fólkið er fólk sem hefur sóma og þykir vænt um vinnuna, eigið orðspor og eigin æru. Það hefur gengið á ýmsu, hjá nokkrum fjölmiðlum, síðustu daga, ekki síst á þeirri ritstjórn sem ég starfa á og það á reyndar víðar við. Þannig er stundum lífsins gangur. Eitt sker störf við fjölmiðla frá flestum öðrum störfum. Það er sú staðreynd að vinnan er birt opinberlega, hún er öllum aðgengileg. Fréttastofa 365 framleiðir býsn af fréttum, fréttum sem allar eru öllum aðgengilegar án endurgjalds. Til að skrifa allar þessar fréttir þarf margt fólk, fólk sem tekur starf sitt alvarlega, fólk sem fylgir eigin afstöðu í meðferð frétta, sómakært fólk, fólk sem veit að fréttir eru ekki til sölu eða leigu, fólk sem vill með starfi sínu segja fréttir. Sannar og réttar. Ef Reynir Traustason hættir sem ritstjóri DV er ekki þar með sagt að aðgangshörð blaðamennska, í þeim anda sem DV rekur, hverfi. Taki annar ritstjóri við verður eflaust annar blær á blaðinu, kannski verri og kannski betri. Sama er með alla aðra fjölmiðla. Þeir sem stýra hafa vissulega áhrif á það sem þar er unnið og jafnvel hvernig. Einstaka blaðamenn og fréttamenn hafa ekki minna um það að segja. Ritstjóri eða fréttastjóri beygir ekki blaðamenn frá þeirra eigin sannfæringu og fær þá til að skrifa ósannindi, rangindi eða þóknunarfréttir. Það er bara ekki hægt. Ekki gagnvart sómakæru fólki. Þegar skipt er um ritstjóra á fjölmiðli vill oft verða mikil umfjöllun um það. Alls kyns kenningar myndast. Ástæðurnar geta hins vegar verið margar og ólíkar, sem liggja að baki ákvörðun eigenda eða stjórnenda fjölmiðlafyrirtækja þegar ákveðið er að gera breytingar á fyrirtækjunum. Stundum gerist það að afkastamiklir skipstjórar og ágætlega fisknir eru látnir fara. Ástæður þess geta verið margar. Kannski fer viðkomandi ekki nægilega vel með skip eða veiðarfæri eða eitthvað annað. Já, ástæðurnar eru ekki alltaf augljósar þegar ákveðið er að skipta um stjórnendur. Liðna daga hefur á sumum stöðum verið látið að því liggja að á fréttastofu 365 séu óeðlileg afskipti af ritstjórninni. Vilji einhver, eigandi eða annar, hafa áhrif á fréttir eða fréttamenn þarf margt að gerast. Og til að það geti gerst þarf mikið að láta undan. Sumt af því er óhagganlegt, en það er sómi og æra fólks. Fólks sem í þessu tilfelli mætir daglega til vinnu sinnar með sín eigin viðmið, sinn eigin sóma og sinn eigin huga. Eftir að hafa starfað með þessu ágæta fólki í nokkra daga, talað við það og hlustað á hvað það hefur að segja um faglegt mat þess á blaða- og fréttamennsku er ég sannfærður um eitt, og það er það að hlustendur, áhorfendur og lesendur Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hafa ekkert að óttast. Hér starfar heilt og gott fólk sem tekur starf sitt alvarlega. Fólk með sóma og sannfæringu og það er ekki hægt að svíkja eigin sannfæringu. Það er bara ekki hægt.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun