Á vængjum minninganna Bryndís Schram skrifar 12. september 2014 07:00 Það var troðfullt hús í Salnum í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Það ríkti eftirvænting í loftinu. Hvað mundi koma út úr þessu samstarfi – annars vegar hinn veraldlegi og rökvísi hagfræðingur, sem byggir tilveru sína á staðreyndum og að loka óendanlega fjölbreytni mannlífsins inn í rökrétt samhengi – og svo hinn ljóðræni trúbador, sem eigrar um á sjávarströndu og ljær tilfinningum sínum vængi með fuglum himinsins, hins vegar. Þetta eru hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason og trúbadorinn Kristján Hreinsson. Ólíklegt tvíeyki, skyldi maður ætla. Satt að segja mun ólíklegra en Gylfi Þ., faðir Þorvalds, og Tómas Guðmundsson Reykjavíkurskáld á sinni tíð. Þeir voru í fínum félagsskap, ekki vantaði það. Kristinn Sigmundsson á fáa sína líka. Ég minnist þess enn, að þegar hann bauð Finnum á ljóðatónleika í Klettakirkjunni í Helsinki, var fyrirsögnin í Helsingin Sanomat daginn eftir: „Við eigum engan svona.“ Fyrir utan þessa djúpu en blæbrigðaríku rödd fer Kristinn afburðavel með texta. Hann kom öllu því til skila, sem í orðunum fólst. Jónas Ingimundarson er þessi óbrigðuli, hógværi og vandaði undirleikari, sem aldrei bregst, og Bryndís Halla á sellóinu léði ljóði og lagi meiri vídd. Það var á köflum, eins og hún yfirtæki flutninginn. Þetta var hugljúf stund í salnum, óvenjuleg, sérstök. Ég hafði það sterklega á tilfinningunni, að sessunautar mínir lifðu sig inn í stemninguna. Gott ef þá langaði ekki að taka flugið með fuglunum. Sem tónskáld er hagfræðingurinn, Þorvaldur, bæði ljóðrænn og rómantískur. Lögin hans hæfa því vel fleygum hugsunum trúbadorsins. En um hvort tveggja, ljóð og lög, má segja að þau voru helst til einhæf. Það var blessuð blíðan út í gegn. Þeir sem alast upp við fjöruborðið á sjávarströndu vita að þannig er það ekki í lífinu. Hafið skiptir bæði litum og ham. Hamfarirnar stundum slíkar, að heilu klettabeltin eru mölvuð mélinu smærra. Það vottaði ekki fyrir neinum undirtón ógnar né háska. Þar er ekki við tónskáldið að sakast, af því einfaldlega að ljóðin gáfu ekki tilefni til þess. Lög Þorvaldar nutu sín mjög vel í flutningi meistarans. Þau munu vaxa við kynningu, eins og tíminn mun leiða í ljós. Þegar Kristinn var klappaður upp í lokin, og söng upphafslagið á ný, komu tárin fram í augun – allt sem ljóðskáldið vildi sagt hafa, snart mannleg hjörtu í örfáum meitluðum tónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það var troðfullt hús í Salnum í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Það ríkti eftirvænting í loftinu. Hvað mundi koma út úr þessu samstarfi – annars vegar hinn veraldlegi og rökvísi hagfræðingur, sem byggir tilveru sína á staðreyndum og að loka óendanlega fjölbreytni mannlífsins inn í rökrétt samhengi – og svo hinn ljóðræni trúbador, sem eigrar um á sjávarströndu og ljær tilfinningum sínum vængi með fuglum himinsins, hins vegar. Þetta eru hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason og trúbadorinn Kristján Hreinsson. Ólíklegt tvíeyki, skyldi maður ætla. Satt að segja mun ólíklegra en Gylfi Þ., faðir Þorvalds, og Tómas Guðmundsson Reykjavíkurskáld á sinni tíð. Þeir voru í fínum félagsskap, ekki vantaði það. Kristinn Sigmundsson á fáa sína líka. Ég minnist þess enn, að þegar hann bauð Finnum á ljóðatónleika í Klettakirkjunni í Helsinki, var fyrirsögnin í Helsingin Sanomat daginn eftir: „Við eigum engan svona.“ Fyrir utan þessa djúpu en blæbrigðaríku rödd fer Kristinn afburðavel með texta. Hann kom öllu því til skila, sem í orðunum fólst. Jónas Ingimundarson er þessi óbrigðuli, hógværi og vandaði undirleikari, sem aldrei bregst, og Bryndís Halla á sellóinu léði ljóði og lagi meiri vídd. Það var á köflum, eins og hún yfirtæki flutninginn. Þetta var hugljúf stund í salnum, óvenjuleg, sérstök. Ég hafði það sterklega á tilfinningunni, að sessunautar mínir lifðu sig inn í stemninguna. Gott ef þá langaði ekki að taka flugið með fuglunum. Sem tónskáld er hagfræðingurinn, Þorvaldur, bæði ljóðrænn og rómantískur. Lögin hans hæfa því vel fleygum hugsunum trúbadorsins. En um hvort tveggja, ljóð og lög, má segja að þau voru helst til einhæf. Það var blessuð blíðan út í gegn. Þeir sem alast upp við fjöruborðið á sjávarströndu vita að þannig er það ekki í lífinu. Hafið skiptir bæði litum og ham. Hamfarirnar stundum slíkar, að heilu klettabeltin eru mölvuð mélinu smærra. Það vottaði ekki fyrir neinum undirtón ógnar né háska. Þar er ekki við tónskáldið að sakast, af því einfaldlega að ljóðin gáfu ekki tilefni til þess. Lög Þorvaldar nutu sín mjög vel í flutningi meistarans. Þau munu vaxa við kynningu, eins og tíminn mun leiða í ljós. Þegar Kristinn var klappaður upp í lokin, og söng upphafslagið á ný, komu tárin fram í augun – allt sem ljóðskáldið vildi sagt hafa, snart mannleg hjörtu í örfáum meitluðum tónum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun