"Og skammastu þín svo…“ Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. september 2014 00:00 Það er erfitt að vera foreldri og kannski enn erfiðara að vera kennari. Listin að veita börnum og unglingum aðhald og frelsi í hæfilegum hlutföllum er einhver sú erfiðasta sem til er. Við viljum ekki að þau fari sér að voða en heldur ekki hefta frelsi þeirra til að þróa sínar skoðanir og hæfileika í þá átt sem þau sjálf vilja stefna. Einstigið þar á milli er vandratað og hált og engin furða að foreldrum og kennurum skriki stundum fótur á göngunni, ekki síst þar sem börn og unglingar í dag alast upp við allt annan veruleika en foreldrar þeirra gerðu, veruleika sem býður upp á óendanlega möguleika til upplýsingaöflunar og tjáningar en er um leið frumskógur með grimmum skrímslum bak við annað hvert tré. Þessi skrímsli taka á sig ýmsar myndir en ansi margar þeirra tengjast þeirri áráttu að gera ungar stúlkur að kynferðislegum viðföngum með myndadreifingum, tælingum, endalausu framboði af klámi og klámfengnum tónlistarmyndböndum svo ekki sé nú minnst á þann hrylling sem bein kynferðisleg misnotkun sem drög eru lögð að gegnum samskiptasíður er. Foreldrum og kennurum er því nokkur vorkunn þótt þeir kunni sér ekki hóf í verndartilburðunum og vopnin snúist í höndunum á þeim. Dæmi um slíkt er bréf sem foreldrum á Austurlandi var sent vegna árlegs dansleiks fyrir krakka í 8. til 10. bekk í öllum grunnskólum á Austurlandi. Í þessu bréfi er að finna reglur um klæðaburð unglinga á ballinu, einkum stúlkna. Lestur þess væri drepfyndinn ef undirliggjandi skilaboð þess væru ekki eins óhugnanleg og raun ber vitni. Þar er stúlkum bannað að vera í stuttum pilsum nema þykkar sokkabuxur þeki leggina og bannað að vera í flegnum toppum sem sýni brjóstaskoru. Til málamynda er drengjunum svo bannað að vera í fráhnepptum skyrtum eða berir að ofan, en þar sem fáir stunda skemmtanir naktir í beltisstað er það óttalegt yfirklór. Það eru stúlkurnar sem verið er að „vernda“ með þessum reglum. Það er þeirra að vekja ekki kynferðislega athygli á sér annars geta þær sjálfum sér um kennt ef illa fer. Vafalaust var hugsunin að baki þessum reglum, sem gilda víst almennt um skemmtanir í grunnskólum landsins, ekki sú að koma inn sektarkennd hjá stelpunum yfir því að vera kynverur. En það er engu að síður verið að gera þær ábyrgar fyrir kynferðislegum kenndum sem þær geta vakið og skilaboðin eru skýr: hyldu líkama þinn, annars fer illa fyrir þér. Um leið er auðvitað verið að firra strákana allri ábyrgð; stelpa sem sýnir hold er „að biðja um það“. Sem eru ekki beint þau skilaboð sem strákar á táningsaldri þurfa að fá til að læra að virða kynsystur sínar. Þessi tilraun til siðvæðingar ungu kynslóðarinnar er því feilskot frá a til ö og óskandi að forráðamenn foreldrafélaga og skóla taki þessar reglur til rækilegrar endurskoðunar. Þessi klæðakúgun leiðir ekki til annars en skammar hjá stelpunum og er ekki til þess fallin að kenna strákum að bera ábyrgð í kynferðislegum samskiptum. Hún er afturganga úr fortíðinni sem á ekkert erindi inn í nútímasamfélag sem við reynum að byggja á jafnrétti og virðingu fyrir hvert öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Það er erfitt að vera foreldri og kannski enn erfiðara að vera kennari. Listin að veita börnum og unglingum aðhald og frelsi í hæfilegum hlutföllum er einhver sú erfiðasta sem til er. Við viljum ekki að þau fari sér að voða en heldur ekki hefta frelsi þeirra til að þróa sínar skoðanir og hæfileika í þá átt sem þau sjálf vilja stefna. Einstigið þar á milli er vandratað og hált og engin furða að foreldrum og kennurum skriki stundum fótur á göngunni, ekki síst þar sem börn og unglingar í dag alast upp við allt annan veruleika en foreldrar þeirra gerðu, veruleika sem býður upp á óendanlega möguleika til upplýsingaöflunar og tjáningar en er um leið frumskógur með grimmum skrímslum bak við annað hvert tré. Þessi skrímsli taka á sig ýmsar myndir en ansi margar þeirra tengjast þeirri áráttu að gera ungar stúlkur að kynferðislegum viðföngum með myndadreifingum, tælingum, endalausu framboði af klámi og klámfengnum tónlistarmyndböndum svo ekki sé nú minnst á þann hrylling sem bein kynferðisleg misnotkun sem drög eru lögð að gegnum samskiptasíður er. Foreldrum og kennurum er því nokkur vorkunn þótt þeir kunni sér ekki hóf í verndartilburðunum og vopnin snúist í höndunum á þeim. Dæmi um slíkt er bréf sem foreldrum á Austurlandi var sent vegna árlegs dansleiks fyrir krakka í 8. til 10. bekk í öllum grunnskólum á Austurlandi. Í þessu bréfi er að finna reglur um klæðaburð unglinga á ballinu, einkum stúlkna. Lestur þess væri drepfyndinn ef undirliggjandi skilaboð þess væru ekki eins óhugnanleg og raun ber vitni. Þar er stúlkum bannað að vera í stuttum pilsum nema þykkar sokkabuxur þeki leggina og bannað að vera í flegnum toppum sem sýni brjóstaskoru. Til málamynda er drengjunum svo bannað að vera í fráhnepptum skyrtum eða berir að ofan, en þar sem fáir stunda skemmtanir naktir í beltisstað er það óttalegt yfirklór. Það eru stúlkurnar sem verið er að „vernda“ með þessum reglum. Það er þeirra að vekja ekki kynferðislega athygli á sér annars geta þær sjálfum sér um kennt ef illa fer. Vafalaust var hugsunin að baki þessum reglum, sem gilda víst almennt um skemmtanir í grunnskólum landsins, ekki sú að koma inn sektarkennd hjá stelpunum yfir því að vera kynverur. En það er engu að síður verið að gera þær ábyrgar fyrir kynferðislegum kenndum sem þær geta vakið og skilaboðin eru skýr: hyldu líkama þinn, annars fer illa fyrir þér. Um leið er auðvitað verið að firra strákana allri ábyrgð; stelpa sem sýnir hold er „að biðja um það“. Sem eru ekki beint þau skilaboð sem strákar á táningsaldri þurfa að fá til að læra að virða kynsystur sínar. Þessi tilraun til siðvæðingar ungu kynslóðarinnar er því feilskot frá a til ö og óskandi að forráðamenn foreldrafélaga og skóla taki þessar reglur til rækilegrar endurskoðunar. Þessi klæðakúgun leiðir ekki til annars en skammar hjá stelpunum og er ekki til þess fallin að kenna strákum að bera ábyrgð í kynferðislegum samskiptum. Hún er afturganga úr fortíðinni sem á ekkert erindi inn í nútímasamfélag sem við reynum að byggja á jafnrétti og virðingu fyrir hvert öðru.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun