Mjólkursvindl í skjóli ríkisstjórnarflokkanna Árni Páll Árnason skrifar 30. september 2014 07:00 Úrskurður Samkeppniseftirlitsins í mjólkurmálinu markar tímamót. Mjólkursamsalan hefur í krafti undanþágu fyrirtækisins frá sumum ákvæðum samkeppnislaga getað haft samráð við aðrar afurðastöðvar um verð og tekið yfir fleiri og fleiri afurðastöðvar, án þess að hömlur samkeppnislaga við samrunum kæmu í veg fyrir það. En Mjólkursamsalan og tengd fyrirtæki hafa gengið lengra og túlkað undanþáguna á þann veg að hún leyfi þeim öll bolabrögð sem hægt er að hugsa sér í samkeppni. Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Mjólkursamsalan geti ekki á grundvelli afmarkaðrar undanþágu farið fram með óforskammaðri misnotkun á markaðsráðandi stöðu, eins og í samskiptunum við Mjólku og Kú. Það er mjög gott að sjá. Við í Samfylkingunni höfum um árabil talað gegn þeirri fákeppnishugsun sem einkennir lagaumgjörð mjólkurvinnslunnar og talið að aukin samkeppni myndi auka verðmætasköpun í greininni, bæta hag bænda og skila neytendum betra vöruúrvali. Í þeim anda lögðum við til á Alþingi í apríl 2011 að undanþágan illræmda yrði afnumin. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru athyglisverðar. Einu stuðningsmenn málsins voru þingmenn Samfylkingarinnar. Allir aðrir þingmenn – margir hverjir sjálfskipaðir talsmenn viðskiptafrelsis sem tala sig hása um ágæti þess á tyllidögum – slógu skjaldborg um fákeppnina og úrelt viðskiptaumhverfi. Allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG greiddu atkvæði gegn tillögunni. Við munum nú endurflytja þessa tillögu. Það er uppörvandi að sjá ýmsa þingmenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir andstöðu við undanþáguna nú síðustu daga. Það verður gaman að sjá hvort sá nýfæddi stuðningur við frjálsa samkeppni dugar alla leið til atkvæðagreiðslu í þingsal. Nú reynir á ríkisstjórnarflokkana. Helgi Hjörvar hefur þegar lýst því að hann endurflytji tillöguna. Við hljótum, í ljósi nýjustu tíðinda, að vænta þess að fá fleiri með í lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Úrskurður Samkeppniseftirlitsins í mjólkurmálinu markar tímamót. Mjólkursamsalan hefur í krafti undanþágu fyrirtækisins frá sumum ákvæðum samkeppnislaga getað haft samráð við aðrar afurðastöðvar um verð og tekið yfir fleiri og fleiri afurðastöðvar, án þess að hömlur samkeppnislaga við samrunum kæmu í veg fyrir það. En Mjólkursamsalan og tengd fyrirtæki hafa gengið lengra og túlkað undanþáguna á þann veg að hún leyfi þeim öll bolabrögð sem hægt er að hugsa sér í samkeppni. Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Mjólkursamsalan geti ekki á grundvelli afmarkaðrar undanþágu farið fram með óforskammaðri misnotkun á markaðsráðandi stöðu, eins og í samskiptunum við Mjólku og Kú. Það er mjög gott að sjá. Við í Samfylkingunni höfum um árabil talað gegn þeirri fákeppnishugsun sem einkennir lagaumgjörð mjólkurvinnslunnar og talið að aukin samkeppni myndi auka verðmætasköpun í greininni, bæta hag bænda og skila neytendum betra vöruúrvali. Í þeim anda lögðum við til á Alþingi í apríl 2011 að undanþágan illræmda yrði afnumin. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru athyglisverðar. Einu stuðningsmenn málsins voru þingmenn Samfylkingarinnar. Allir aðrir þingmenn – margir hverjir sjálfskipaðir talsmenn viðskiptafrelsis sem tala sig hása um ágæti þess á tyllidögum – slógu skjaldborg um fákeppnina og úrelt viðskiptaumhverfi. Allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG greiddu atkvæði gegn tillögunni. Við munum nú endurflytja þessa tillögu. Það er uppörvandi að sjá ýmsa þingmenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir andstöðu við undanþáguna nú síðustu daga. Það verður gaman að sjá hvort sá nýfæddi stuðningur við frjálsa samkeppni dugar alla leið til atkvæðagreiðslu í þingsal. Nú reynir á ríkisstjórnarflokkana. Helgi Hjörvar hefur þegar lýst því að hann endurflytji tillöguna. Við hljótum, í ljósi nýjustu tíðinda, að vænta þess að fá fleiri með í lið.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun