Sterkt áfengi í matvöruverslanir? Nei takk Adolf Ingi Erlingsson skrifar 11. október 2014 00:01 Umræðan um lagafrumvarpið sem liggur fyrir alþingi um afnám einkasölu ríkisins á áfengi virðist vera á villigötum. Flutnings- og stuðningsmönnum þess hefur tekist að stýra umræðunni á þann veg að aðeins er talað um hvort við viljum geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum og sparað okkur það ógurlega ómak að þurfa að fara í sérstaka vínbúð til þess. Því er síðan slegið upp að nýlegar skoðanakannanir sýni að meirihluti fólks sé fylgjandi sölu léttvins og bjórs í matvöruverslunum. En það er ekki bara það sem frumvarpið felur í sér, heldur tekur það líka til sterks áfengis, þannig að sala þess verður líka færð úr vínbúðunum í matvöruverslanir verði það samþykkt. Viljum við það? Sömu skoðanakannanir benda til þess að svo sé ekki. Öfugt við fyrsta flutningsmann frumvarpsins er ég langt frá því að vera bindindismaður og nýt þess reglulega að drekka gott vín með góðum mat. En ég hef aldrei litið á það sem skerðingu á persónufrelsi mínu né talið eftir mér að þurfa að gera mér ferð í Vínbúðina til að kaupa áfengi. Þar nýt ég frábærrar þjónustu vel þjálfaðs afgreiðslufólks og mikils og góðs úrvals vína. Miðað við þjónustustigið í matvöruverslunum almennt efast ég stórlega um að ég muni njóta hvorugs verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir að heildarneysla áfengis á Íslandi hafi hátt í tvöfaldast frá því að sala á áfengum bjór var leyfð árið 1988 erum við á meðal þeirra þjóða í Evrópu sem drekka hvað minnst. Rétt fyrir ofan okkur í neyslu eru hinar Norðurlandaþjóðirnar þar sem sama fyrirkomulag er, það er einkasala ríkisins, Svíar, Norðmenn og Finnar. Danir skera sig hinsvegar úr með um 70% meiri neyslu á mann en við Íslendingar, enda ríkir þar hið rómaða frelsi í sölu áfengis. Mjög hefur dregið úr unglingadrykkju hér á landi síðustu árin og hún er ein sú minnsta í Evrópu. Viljum við hætta þeim árangri sem hefur náðst á því sviði með því að auka aðgengið að áfengi? Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins um áfengisneyslu í Evrópu og áhrif hennar á þjóðfélagið er ein árangursríkasta og ódýrasta leiðin til að draga úr neyslu áfengis að takmarka framboð þess. Í skýrslunni er bent á að ríkiseinkasalan á Norðurlöndunum gefist mjög vel í þessu skyni. Kannski er það þess vegna sem mjög lítið heyrist á hinum Norðurlöndunum talað um afnám einkasölu ríkisins, hvað þá að ábyrgir þingmenn berjist fyrir því í nafni hins heilaga frelsis. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hefur staglast á frjálshyggjumöntrunni um að ríkið eigi ekki og megi ekki. Ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri, sama þótt um vöru eins og áfengi sé að ræða. Hinsvegar fylgja frumvarpinu engin rök um hvað því sé ætlað að bæta annað en „frelsi“ kaupmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Adolf Ingi Erlingsson Áfengi og tóbak Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um lagafrumvarpið sem liggur fyrir alþingi um afnám einkasölu ríkisins á áfengi virðist vera á villigötum. Flutnings- og stuðningsmönnum þess hefur tekist að stýra umræðunni á þann veg að aðeins er talað um hvort við viljum geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum og sparað okkur það ógurlega ómak að þurfa að fara í sérstaka vínbúð til þess. Því er síðan slegið upp að nýlegar skoðanakannanir sýni að meirihluti fólks sé fylgjandi sölu léttvins og bjórs í matvöruverslunum. En það er ekki bara það sem frumvarpið felur í sér, heldur tekur það líka til sterks áfengis, þannig að sala þess verður líka færð úr vínbúðunum í matvöruverslanir verði það samþykkt. Viljum við það? Sömu skoðanakannanir benda til þess að svo sé ekki. Öfugt við fyrsta flutningsmann frumvarpsins er ég langt frá því að vera bindindismaður og nýt þess reglulega að drekka gott vín með góðum mat. En ég hef aldrei litið á það sem skerðingu á persónufrelsi mínu né talið eftir mér að þurfa að gera mér ferð í Vínbúðina til að kaupa áfengi. Þar nýt ég frábærrar þjónustu vel þjálfaðs afgreiðslufólks og mikils og góðs úrvals vína. Miðað við þjónustustigið í matvöruverslunum almennt efast ég stórlega um að ég muni njóta hvorugs verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir að heildarneysla áfengis á Íslandi hafi hátt í tvöfaldast frá því að sala á áfengum bjór var leyfð árið 1988 erum við á meðal þeirra þjóða í Evrópu sem drekka hvað minnst. Rétt fyrir ofan okkur í neyslu eru hinar Norðurlandaþjóðirnar þar sem sama fyrirkomulag er, það er einkasala ríkisins, Svíar, Norðmenn og Finnar. Danir skera sig hinsvegar úr með um 70% meiri neyslu á mann en við Íslendingar, enda ríkir þar hið rómaða frelsi í sölu áfengis. Mjög hefur dregið úr unglingadrykkju hér á landi síðustu árin og hún er ein sú minnsta í Evrópu. Viljum við hætta þeim árangri sem hefur náðst á því sviði með því að auka aðgengið að áfengi? Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins um áfengisneyslu í Evrópu og áhrif hennar á þjóðfélagið er ein árangursríkasta og ódýrasta leiðin til að draga úr neyslu áfengis að takmarka framboð þess. Í skýrslunni er bent á að ríkiseinkasalan á Norðurlöndunum gefist mjög vel í þessu skyni. Kannski er það þess vegna sem mjög lítið heyrist á hinum Norðurlöndunum talað um afnám einkasölu ríkisins, hvað þá að ábyrgir þingmenn berjist fyrir því í nafni hins heilaga frelsis. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hefur staglast á frjálshyggjumöntrunni um að ríkið eigi ekki og megi ekki. Ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri, sama þótt um vöru eins og áfengi sé að ræða. Hinsvegar fylgja frumvarpinu engin rök um hvað því sé ætlað að bæta annað en „frelsi“ kaupmanna.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar