Óþarfi að skjóta gítarleikarann Jónas Sen skrifar 13. október 2014 11:30 Guitar Islancio "Tónlistin sem þeir kumpánar léku var þægileg áheyrnar. Yfir henni var djassyfirbragð, sem þó var mjög afslappað." Tónlist: Guitar Islancio í Salnum í Kópavogi föstudaginn 10. október. Ég hef heyrt að eina leiðin til að fá tvo gítarleikara til að spila hreint sé að skjóta annan þeirra. En ég fann aldrei fyrir þörf fyrir að draga upp skammbyssu á tónleikum Guitar Islancio á föstudagskvöldið. Hópurinn samanstendur af Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðarsyni á gítara og Jóni Rafnssyni á kontrabassa. Þeir hafa verið í pásu undanfarin sex ár, en komu nú fram fyrir áheyrendur í Salnum í Kópavogi. Reyndar voru ekki margir tónleikagestir, merkilegt nokk. Ég sat á svölunum og var nánast einn. Það kom á óvart. Guitar Islancio var vinsæl hljómsveit eftir því sem ég best veit. Hún hefur haldið tónleika víða um heim. En sex ára hlé frá tónleikahaldi er kannski nóg til að gleymast. Tónlistin sem þeir kumpánar léku var þægileg áheyrnar. Yfir henni var djassyfirbragð, sem þó var mjög afslappað. Þarna voru þekkt íslensk lög eins og Ólafur Liljurós og hið færeyska jóla/vikivakalag Góða veislu gjöra skal. Svo gat að heyra tónlist eftir Stevie Wonder, Django Rheinhardt og þar fram eftir götunum. Leikurinn var ávallt til fyrirmyndar, kraftmikill og litríkur. Gítarspilið var glitrandi og hljómfagurt, bassinn líflegur og taktfastur. Samspilið var pottþétt, það var greinilegt að þremenningarnir hafa unnið lengi saman. Stemningin í salnum var góð eins og nærri má geta. Inn á milli laganna reyttu þeir Björn og Gunnar af sér brandarana. Fólk skellihló. Margt af bröndurunum var um ýmislegt sem hefur komið fyrir hljómsveitina á tónleikaferðum. Ein sagan var af Stevie Wonder, sem er átrúnaðargoð þeirra. Þeir voru þá á flugvelli og sáu goðið ekki langt frá, ásamt hópi lífvarða og annarra starfsmanna. Guitar Islancio var með gítarana uppi við, svo ekkert fór á milli mála að tónlistarmenn voru á ferð. Kom Wonderinn til Íslendinganna og heilsaði upp á kollegana? Ó nei. Hann gekk bara fram hjá þeim og virti þá ekki viðlits. Auðvitað hafði hann góða afsökun, því hann er blindur. En lífverðirnir hefðu fjandakornið geta látið hann vita. Svona voru nú öll kynnin af meistaranum. Hvílík vonbrigði! Svo sem áður hefur komið fram var það ekki bara Stevie Wonder sem gaf Guitar Islancio engan gaum. Synd var hversu fáir voru á tónleikunum, því þeir voru svo fínir. Ég kom þangað örþreyttur eftir vikuna; það var ljúft að láta líða úr sér og njóta tónlistarinnar. Ég á ekki geisladiska hópsins, en ég get vel ímyndað mér að það sé huggulegt að hafa þessi skemmtilegu lög á fóninum. Svona þegar maður vill slaka á og lakka á sér táneglurnar. Annað getur bara ekki verið.Niðurstaða: Flottir tónleikar með áheyrilegri og líflegri tónlist. Spilamennskan var frábær. Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Guitar Islancio í Salnum í Kópavogi föstudaginn 10. október. Ég hef heyrt að eina leiðin til að fá tvo gítarleikara til að spila hreint sé að skjóta annan þeirra. En ég fann aldrei fyrir þörf fyrir að draga upp skammbyssu á tónleikum Guitar Islancio á föstudagskvöldið. Hópurinn samanstendur af Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðarsyni á gítara og Jóni Rafnssyni á kontrabassa. Þeir hafa verið í pásu undanfarin sex ár, en komu nú fram fyrir áheyrendur í Salnum í Kópavogi. Reyndar voru ekki margir tónleikagestir, merkilegt nokk. Ég sat á svölunum og var nánast einn. Það kom á óvart. Guitar Islancio var vinsæl hljómsveit eftir því sem ég best veit. Hún hefur haldið tónleika víða um heim. En sex ára hlé frá tónleikahaldi er kannski nóg til að gleymast. Tónlistin sem þeir kumpánar léku var þægileg áheyrnar. Yfir henni var djassyfirbragð, sem þó var mjög afslappað. Þarna voru þekkt íslensk lög eins og Ólafur Liljurós og hið færeyska jóla/vikivakalag Góða veislu gjöra skal. Svo gat að heyra tónlist eftir Stevie Wonder, Django Rheinhardt og þar fram eftir götunum. Leikurinn var ávallt til fyrirmyndar, kraftmikill og litríkur. Gítarspilið var glitrandi og hljómfagurt, bassinn líflegur og taktfastur. Samspilið var pottþétt, það var greinilegt að þremenningarnir hafa unnið lengi saman. Stemningin í salnum var góð eins og nærri má geta. Inn á milli laganna reyttu þeir Björn og Gunnar af sér brandarana. Fólk skellihló. Margt af bröndurunum var um ýmislegt sem hefur komið fyrir hljómsveitina á tónleikaferðum. Ein sagan var af Stevie Wonder, sem er átrúnaðargoð þeirra. Þeir voru þá á flugvelli og sáu goðið ekki langt frá, ásamt hópi lífvarða og annarra starfsmanna. Guitar Islancio var með gítarana uppi við, svo ekkert fór á milli mála að tónlistarmenn voru á ferð. Kom Wonderinn til Íslendinganna og heilsaði upp á kollegana? Ó nei. Hann gekk bara fram hjá þeim og virti þá ekki viðlits. Auðvitað hafði hann góða afsökun, því hann er blindur. En lífverðirnir hefðu fjandakornið geta látið hann vita. Svona voru nú öll kynnin af meistaranum. Hvílík vonbrigði! Svo sem áður hefur komið fram var það ekki bara Stevie Wonder sem gaf Guitar Islancio engan gaum. Synd var hversu fáir voru á tónleikunum, því þeir voru svo fínir. Ég kom þangað örþreyttur eftir vikuna; það var ljúft að láta líða úr sér og njóta tónlistarinnar. Ég á ekki geisladiska hópsins, en ég get vel ímyndað mér að það sé huggulegt að hafa þessi skemmtilegu lög á fóninum. Svona þegar maður vill slaka á og lakka á sér táneglurnar. Annað getur bara ekki verið.Niðurstaða: Flottir tónleikar með áheyrilegri og líflegri tónlist. Spilamennskan var frábær.
Gagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira