Styðjum Alþjóða björgunarsveitina Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 17. október 2014 07:00 Í dag, 17. október, kemur fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga í björgunarmálum saman á ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björgun 2014. Þetta er í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin en hún er orðin mikilvægur alþjóðlegur vettvangur um björgunarmál, t.d um aðgerðir á norðurslóðum, aðhlynningu slasaðra, rekstur björgunarsveita, nýjustu tækni við leit og svo má áfram telja. Á Íslandi er fyrir mikil þekking og reynsla í björgunarmálum og það er mikilvægt að hún komi að notum sem víðast. Ráðstefnan er gott dæmi um hvernig reynslunni er miðlað, auk þess sem hún er okkur áminning um mikilvægi þess að styðja myndarlega við björgunarsveitirnar. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum og á farsælt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu með því að styðja starfsemi alþjóðabjörgunarsveitar þess. Sá stuðningur er þarft framlag til alþjóðasamstarfs og hefur átt þátt í því að byggja upp jákvæða ímynd lands og þjóðar. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur farið á vegum íslenskra stjórnvalda til að veita aðstoð á hamfarasvæðum víða um heim. Hún nýtur viðurkenningar á alþjóðavettvangi fyrir dugnað, þekkingu og færni okkar fólks. Hjá Sameinuðu þjóðunum tekur Slysavarnarfélagið Landsbjörg þátt í að samræma alþjóðlegt hjálparstarf og starf heimamanna á hamfarasvæðum. Landsbjörg er einnig aðili að INSARAG, regnhlífarsamtökum björgunarsveita innan SÞ og gengst undir reglulega úttekt og vottun á þeirra vegum. Þá er íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á viðbragðslista Evrópusambandsins þar sem Ísland tekur þátt í almannavarnarsamstarfi þess með aðildinni að EES. Í síðustu úttekt SÞ á sveitinni í júní sl. fékk íslenska rústabjörgunarsveitin hæstu einkunn. Slík niðurstaða er ekki sjálfgefin; að baki henni liggur þrotlaus vinna, uppbygging á sérhæfðri þekkingu og búnaði. Þetta kom berlega í ljós á Haítí árið 2010, þegar alþjóðabjörgunarsveitin var fyrst allra erlendra sveita á vettvang eftir mikinn jarðskjálfta sem kostaði um 200.000 manns lífið. Sveitin hefur vaxið að reynslu og getu, allt frá því að hún fór fyrst á vettvang árið 1999 í kjölfar jarðskjálfta í Tyrklandi. Björgunarsveitir landsins vinna mikið og óeigingjarnt starf og hafa bjargað ófáum mannslífunum. Það er ekki sjálfgefið að hópur vel þjálfaðra sjálfboðaliða sé reiðubúinn til þess að sinna neyðarkalli að degi sem nóttu. Þeirra starf byggir á hugsjón og vilja til þess að vera samfélaginu að liði. Okkar stefna er að styðja þá til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Hjálparstarf Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 17. október, kemur fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga í björgunarmálum saman á ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björgun 2014. Þetta er í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin en hún er orðin mikilvægur alþjóðlegur vettvangur um björgunarmál, t.d um aðgerðir á norðurslóðum, aðhlynningu slasaðra, rekstur björgunarsveita, nýjustu tækni við leit og svo má áfram telja. Á Íslandi er fyrir mikil þekking og reynsla í björgunarmálum og það er mikilvægt að hún komi að notum sem víðast. Ráðstefnan er gott dæmi um hvernig reynslunni er miðlað, auk þess sem hún er okkur áminning um mikilvægi þess að styðja myndarlega við björgunarsveitirnar. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum og á farsælt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu með því að styðja starfsemi alþjóðabjörgunarsveitar þess. Sá stuðningur er þarft framlag til alþjóðasamstarfs og hefur átt þátt í því að byggja upp jákvæða ímynd lands og þjóðar. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur farið á vegum íslenskra stjórnvalda til að veita aðstoð á hamfarasvæðum víða um heim. Hún nýtur viðurkenningar á alþjóðavettvangi fyrir dugnað, þekkingu og færni okkar fólks. Hjá Sameinuðu þjóðunum tekur Slysavarnarfélagið Landsbjörg þátt í að samræma alþjóðlegt hjálparstarf og starf heimamanna á hamfarasvæðum. Landsbjörg er einnig aðili að INSARAG, regnhlífarsamtökum björgunarsveita innan SÞ og gengst undir reglulega úttekt og vottun á þeirra vegum. Þá er íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á viðbragðslista Evrópusambandsins þar sem Ísland tekur þátt í almannavarnarsamstarfi þess með aðildinni að EES. Í síðustu úttekt SÞ á sveitinni í júní sl. fékk íslenska rústabjörgunarsveitin hæstu einkunn. Slík niðurstaða er ekki sjálfgefin; að baki henni liggur þrotlaus vinna, uppbygging á sérhæfðri þekkingu og búnaði. Þetta kom berlega í ljós á Haítí árið 2010, þegar alþjóðabjörgunarsveitin var fyrst allra erlendra sveita á vettvang eftir mikinn jarðskjálfta sem kostaði um 200.000 manns lífið. Sveitin hefur vaxið að reynslu og getu, allt frá því að hún fór fyrst á vettvang árið 1999 í kjölfar jarðskjálfta í Tyrklandi. Björgunarsveitir landsins vinna mikið og óeigingjarnt starf og hafa bjargað ófáum mannslífunum. Það er ekki sjálfgefið að hópur vel þjálfaðra sjálfboðaliða sé reiðubúinn til þess að sinna neyðarkalli að degi sem nóttu. Þeirra starf byggir á hugsjón og vilja til þess að vera samfélaginu að liði. Okkar stefna er að styðja þá til þess.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar