Þurfum við að henda sögubókunum? Illugi Jökulsson skrifar 19. október 2014 10:00 Innfæddir í skógunum í kring sögðu fræðimönnum að þessi hæð héti Gunung Padang sem þýðir "fjall birtunnar“ eða "fjall upplýsingarinnar“ og fullyrtu að hún væri ekki náttúruleg. Ég gæti vel hafa minnst á það áður en þegar ég var strákur og fór að lesa mannkynssögu fannst mér stundum að ég hefði fæðst of seint. Það væri búið að þefa upp allt hið helsta í fortíð okkar. Ég gæti því miður ekki búist við því að verða einhvern tíma á ævinni alveg þrumu lostinn, já, alveg standandi hlessa og bit, yfir nýjum uppgötvunum aftan úr einhverri grárri forneskju, allt í einu kæmi eitthvað upp úr dúrnum sem kollvarpaði algjörlega fyrri vitneskju, allt í einu væri grafið upp úr fáfarinni eyðimörk heilt menningarríki áður óþekkt, allt í einu væru allar fjölfræðibækurnar mínar um mannkynssögu úreltar og þyrfti að skrifa þær upp á nýtt. Engum slíkum umbyltingum gæti ég búist við, jafnvel ekki þótt það fyndist gamla bókasafnið í Alexandríu og reyndist hafa varðveist heilt og óskemmt einhvers staðar, jafnvel þá myndi öll hin nýja þekking ekki gera annað en fylla út í þá mynd sem við höfum þegar gert okkur af fortíðinni, ekkert alveg splunkunýtt yrði að finna í því bókasafni því svo vönduð og ítarleg væri mynd okkar af sögunni nú þegar. Í þrá eftir hinu óþekkta, eftir nýjum byltingarkenndum uppgötvunum hef ég stundum látið eftir mér að lesa verulega frumlegar útlistanir á sögu okkar og fortíð – ég las Erich von Däniken mér til gamans á unglingsaldri, Svisslendinginn sem leitaðist við að sanna að verur frá öðrum hnöttum hefðu leikið lausum hala á Jörðinni fyrrum og hefðu í þjóðsögum okkar orðið að máttugum guðum, og ég skemmti mér líka löngu seinna alveg ágætlega við að lesa eina eða tvær bækur eftir Graham Hancock sem skrifaði bráðfjöruga bók um háþróað menningarríki sem hann fullyrðir að hafi verið á Suðurskautslandinu fyrir tugþúsundum ára en svo horfið á undraskjótum tíma í ísinn eftir pólskipti – en þótt þeir félagar skrifuðu líflegar bækur og settu fram svo frumlegar kenningar að þær glöddu nýjungagirnina og hina ævintýralegu hugsun, þá vissi ég fullvel að þær voru og eru bara bull. Enginn söguáhugamaður með sjálfsvirðingu getur til dæmis tekið minnsta mark á Hancock. Við þekkjum fortíðina og söguna í stórum dráttum og héðan af mun ekkert hagga alvarlega því sem við vitum. Ég les og les en allur sá lestur eru ekki annað en mjúkar pensilstrokur til að fylla upp í myndina sem fyrir er, nýjar myndir verða ekki málaðar á minni vakt. Eða hvað? Er nú hið ótrúlega einmitt að gerast? Nýtt og áður óþekkt menningarríki fundið? Getur virkilega verið að nú þurfi menn að fara að endurskrifa sögubækurnar?Ekki náttúruleg hæð – heldur mannvirki Nú víkur sögunni til Indónesíu, nánar tiltekið á eyjuna Jövu. Í frumskóginum vestarlega á eyjunni er hæð ein og efst á hæðinni nokkrir drangar sem bersýnilega hafa verið höggnir til. Fyrir réttum hundrað árum var athygli fræðimanna vakin á þessum stað og drangarnir efst á hæðinni voru rannsakaðir lauslega. Þeir reiknuðust vera um það bil þúsund ára gamlir en þá hafði fyrir allnokkru risið á Jövu fyrsta menningarríkið þar sem verk- og byggingarkunnátta var nægilega mikil að menn hefðu getað reist og höggvið til slíka dranga. Innfæddir í skógunum í kring sögðu fræðimönnum að þessi hæð héti Gunung Padang sem þýðir „fjall birtunnar“ eða „fjall upplýsingarinnar“ og fullyrtu að hún væri ekki náttúruleg, heldur mannvirki, og hefði verið reist þegar þjóðsagnakóngur einn gerði tilraun til að reisa sér höll á einum degi. Fræðimenn sáu fljótlega ýmis merki um framkvæmdir og mannvirki við hæðina, upp á hana liggja til dæmis miklar tröppur úr stórum steinum, en þeir töldu þó af og frá að hinir innfæddu gætu haft rétt fyrir sér um að öll hæðin væri eitt mannvirki, enda er hún nærri 100 metrar á hæð og umfangsmikil sem því nemur. Og varð svo ekki af öllu meiri rannsóknum við Gunung Padang í bili. En svo leið og beið. Smátt og smátt fóru menn að rífa upp og ryðja burt meira af frumskógargróðrinum sem huldi hæðina og æ fleiri ummerki um mannvirkjagerð komu í ljós bæði á hæðinni sjálfri og í næsta nágrenni. Og að fræðimönnum fór að læðast grunur um að innfæddir kynnu að einhverju leyti að hafa rétt fyrir sér, efst á hæðinni hefðu kannski verið einhverjar steinbyggingar sem seinna hefðu hulist jarðvegi og gróðri. Þeir fræðimenn sem komu að líta á Gunung Padang og djarfastir voru í ályktunum slógu því föstu að mannvirkin á hæðinni gætu verið töluvert eldri en áður hafði verið talið, jafnvel frá því 1500 til 2000 fyrir Krist.Nokkur lög af byggingum En nú kemur til sögunnar maður að nafni Danny Natawadjaja. Hann er jarðfræðingur og vann við jarðvísindastofnun Indónesíu þegar hann heillaðist af Gunung Padang. Hann fór á staðinn og horfði í kringum sig og hnusaði og potaði í jarðveginn og rannsakaði og mældi steindrangana sem birst höfðu úr gróðurflækjunni, og svo brá hann bor sínum oní svörðinn og sendi í rannsókn sýnishorn af mold og grjóti sem borinn kom með upp á yfirborðið. Og bráðabirgðaniðurstöður hans gáfu nú æ betur til kynna að oní jarðveginum efst á hæðinni væru vissulega töluvert umfangsmeiri mannvirki en áður hafði verið talið. Þarna virtust vera nokkur lög af byggingum, hvert ofan á öðru, og brátt varð ekki litið framhjá augljósri hugmynd sem varkárir fræðimenn höfðu reynt eftir megni að streitast gegn, sem sé að Gunung Padang væri í rauninni stór og myndarlegur píramídi, stallapíramídi svokallaður, en slík mannvirki má finna um veröld víða og eru komin aftan úr grárri forneskju. Nú. Þetta er nú alveg þokkalega merkilegt í sjálfu sér. Enginn hafði áður haft minnstu hugmynd um að þarna inni í frumskógum á Jövu hefði verið við lýði svo háþróuð menning að þar hefðu menn haft tæknikunnáttu til að reisa heilan píramída – hvað þá af þessari stærð, en sé öll hæðin manngerð, eins og margt bendir til, þá er sá píramídi sem þar leynist um það bil tveir þriðju af hæð stóra píramídans í Egiftalandi. Það er að segja með þeim allra hæstu í heimi, 20 metrum hærri en Hallgrímskirkja svo ég taki nærtækan samanburð. Elstu mannvirkin 29.000 ára gömul En þetta er þó ekki allt og sumt. Nú kemur nefnilega að því sem gerir mig að minnsta kosti verulega spenntan. Sá góði maður Natawadjaja hefur nefnilega látið kolefnisgreina það sem komið hefur úr borunum hans oní svörðinn á Gunung Padang og niðurstöðurnar eru vægast sagt óvæntar. Fyrst kom upp úr dúrnum að leifarnar efst úr píramídanum virtust vera frá því um 2500 árum fyrir Krist. Eða um nákvæmlega sama leyti og píramídarnir stóru voru reistir í Egiftalandi. Það var nógu óvænt til að allar bjöllur færu að klingja. En síðan hafa æ fleiri aldursgreiningar frá Gunung Padang orðið æ villtari. Og „smíði“ píramídans sem þarna leynist greinilega undir hefur færst æ lengra aftur í grámósku tímans. Natawadjaja er djarfur maður og hugmyndaríkur og hefur haft gaman af að koma mönnum á óvart með niðurstöðum sínum en jafnvel honum er þó farið að blöskra. Nýjustu próf frá Gunung Padang benda nefnilega til þess að elstu mannvirkin á hæðinni kunni að vera 29.000 ára gömul! Og það er svo geggjað að það getur eiginlega ekki staðist. Fyrir svo löngum tíma voru jafnvel hinir háþróuðu menn á jörðinni enn safnarar og veiðimenn sem áttu engin verkfæri stórtækari en steinaxir – héldum við! Og höfðu hvorki færi né áhuga á að reisa nærri 100 metra háa píramída. Allra síst það fólk sem á Jövu bjó. Varkárir fræðimenn reyna að skýra niðurstöður Natawadjajas með því að súr efni í eldfjallaöskunni á Jövu rugli aldursgreiningarprófin og því sé lítið að marka þau, en viðurkenna jafnframt að þarna sé eitthvað á seyði sem ekki verði skýrt með venjulegum ráðum og venjulegri sögu. Formlegur fornleifauppgröftur í Gunung Padang hófst í haust en var stöðvaður nú í byrjun október, því það þykir ljóst að þarna niðri í moldinni sé að finna eitthvað svo óvænt og furðulegt að undirbúa verði uppgröftinn betur. Þegar hann fer af stað á ný gætum við þurft að henda gömlu sögubókunum okkar og skrifa sögu mannkynsins upp á nýtt. Ég játa að ég bíð spenntur. Ég lifi kannski þrátt fyrir allt á tímum byltingarkenndra tíðinda. Það eina sem fær mig til að efast um að eitthvað sé merkilegt við Gunung Padang er hins vegar sú uggvænlega staðreynd að Graham Hancock er víst mættur á svæðið. Flækjusaga Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Ég gæti vel hafa minnst á það áður en þegar ég var strákur og fór að lesa mannkynssögu fannst mér stundum að ég hefði fæðst of seint. Það væri búið að þefa upp allt hið helsta í fortíð okkar. Ég gæti því miður ekki búist við því að verða einhvern tíma á ævinni alveg þrumu lostinn, já, alveg standandi hlessa og bit, yfir nýjum uppgötvunum aftan úr einhverri grárri forneskju, allt í einu kæmi eitthvað upp úr dúrnum sem kollvarpaði algjörlega fyrri vitneskju, allt í einu væri grafið upp úr fáfarinni eyðimörk heilt menningarríki áður óþekkt, allt í einu væru allar fjölfræðibækurnar mínar um mannkynssögu úreltar og þyrfti að skrifa þær upp á nýtt. Engum slíkum umbyltingum gæti ég búist við, jafnvel ekki þótt það fyndist gamla bókasafnið í Alexandríu og reyndist hafa varðveist heilt og óskemmt einhvers staðar, jafnvel þá myndi öll hin nýja þekking ekki gera annað en fylla út í þá mynd sem við höfum þegar gert okkur af fortíðinni, ekkert alveg splunkunýtt yrði að finna í því bókasafni því svo vönduð og ítarleg væri mynd okkar af sögunni nú þegar. Í þrá eftir hinu óþekkta, eftir nýjum byltingarkenndum uppgötvunum hef ég stundum látið eftir mér að lesa verulega frumlegar útlistanir á sögu okkar og fortíð – ég las Erich von Däniken mér til gamans á unglingsaldri, Svisslendinginn sem leitaðist við að sanna að verur frá öðrum hnöttum hefðu leikið lausum hala á Jörðinni fyrrum og hefðu í þjóðsögum okkar orðið að máttugum guðum, og ég skemmti mér líka löngu seinna alveg ágætlega við að lesa eina eða tvær bækur eftir Graham Hancock sem skrifaði bráðfjöruga bók um háþróað menningarríki sem hann fullyrðir að hafi verið á Suðurskautslandinu fyrir tugþúsundum ára en svo horfið á undraskjótum tíma í ísinn eftir pólskipti – en þótt þeir félagar skrifuðu líflegar bækur og settu fram svo frumlegar kenningar að þær glöddu nýjungagirnina og hina ævintýralegu hugsun, þá vissi ég fullvel að þær voru og eru bara bull. Enginn söguáhugamaður með sjálfsvirðingu getur til dæmis tekið minnsta mark á Hancock. Við þekkjum fortíðina og söguna í stórum dráttum og héðan af mun ekkert hagga alvarlega því sem við vitum. Ég les og les en allur sá lestur eru ekki annað en mjúkar pensilstrokur til að fylla upp í myndina sem fyrir er, nýjar myndir verða ekki málaðar á minni vakt. Eða hvað? Er nú hið ótrúlega einmitt að gerast? Nýtt og áður óþekkt menningarríki fundið? Getur virkilega verið að nú þurfi menn að fara að endurskrifa sögubækurnar?Ekki náttúruleg hæð – heldur mannvirki Nú víkur sögunni til Indónesíu, nánar tiltekið á eyjuna Jövu. Í frumskóginum vestarlega á eyjunni er hæð ein og efst á hæðinni nokkrir drangar sem bersýnilega hafa verið höggnir til. Fyrir réttum hundrað árum var athygli fræðimanna vakin á þessum stað og drangarnir efst á hæðinni voru rannsakaðir lauslega. Þeir reiknuðust vera um það bil þúsund ára gamlir en þá hafði fyrir allnokkru risið á Jövu fyrsta menningarríkið þar sem verk- og byggingarkunnátta var nægilega mikil að menn hefðu getað reist og höggvið til slíka dranga. Innfæddir í skógunum í kring sögðu fræðimönnum að þessi hæð héti Gunung Padang sem þýðir „fjall birtunnar“ eða „fjall upplýsingarinnar“ og fullyrtu að hún væri ekki náttúruleg, heldur mannvirki, og hefði verið reist þegar þjóðsagnakóngur einn gerði tilraun til að reisa sér höll á einum degi. Fræðimenn sáu fljótlega ýmis merki um framkvæmdir og mannvirki við hæðina, upp á hana liggja til dæmis miklar tröppur úr stórum steinum, en þeir töldu þó af og frá að hinir innfæddu gætu haft rétt fyrir sér um að öll hæðin væri eitt mannvirki, enda er hún nærri 100 metrar á hæð og umfangsmikil sem því nemur. Og varð svo ekki af öllu meiri rannsóknum við Gunung Padang í bili. En svo leið og beið. Smátt og smátt fóru menn að rífa upp og ryðja burt meira af frumskógargróðrinum sem huldi hæðina og æ fleiri ummerki um mannvirkjagerð komu í ljós bæði á hæðinni sjálfri og í næsta nágrenni. Og að fræðimönnum fór að læðast grunur um að innfæddir kynnu að einhverju leyti að hafa rétt fyrir sér, efst á hæðinni hefðu kannski verið einhverjar steinbyggingar sem seinna hefðu hulist jarðvegi og gróðri. Þeir fræðimenn sem komu að líta á Gunung Padang og djarfastir voru í ályktunum slógu því föstu að mannvirkin á hæðinni gætu verið töluvert eldri en áður hafði verið talið, jafnvel frá því 1500 til 2000 fyrir Krist.Nokkur lög af byggingum En nú kemur til sögunnar maður að nafni Danny Natawadjaja. Hann er jarðfræðingur og vann við jarðvísindastofnun Indónesíu þegar hann heillaðist af Gunung Padang. Hann fór á staðinn og horfði í kringum sig og hnusaði og potaði í jarðveginn og rannsakaði og mældi steindrangana sem birst höfðu úr gróðurflækjunni, og svo brá hann bor sínum oní svörðinn og sendi í rannsókn sýnishorn af mold og grjóti sem borinn kom með upp á yfirborðið. Og bráðabirgðaniðurstöður hans gáfu nú æ betur til kynna að oní jarðveginum efst á hæðinni væru vissulega töluvert umfangsmeiri mannvirki en áður hafði verið talið. Þarna virtust vera nokkur lög af byggingum, hvert ofan á öðru, og brátt varð ekki litið framhjá augljósri hugmynd sem varkárir fræðimenn höfðu reynt eftir megni að streitast gegn, sem sé að Gunung Padang væri í rauninni stór og myndarlegur píramídi, stallapíramídi svokallaður, en slík mannvirki má finna um veröld víða og eru komin aftan úr grárri forneskju. Nú. Þetta er nú alveg þokkalega merkilegt í sjálfu sér. Enginn hafði áður haft minnstu hugmynd um að þarna inni í frumskógum á Jövu hefði verið við lýði svo háþróuð menning að þar hefðu menn haft tæknikunnáttu til að reisa heilan píramída – hvað þá af þessari stærð, en sé öll hæðin manngerð, eins og margt bendir til, þá er sá píramídi sem þar leynist um það bil tveir þriðju af hæð stóra píramídans í Egiftalandi. Það er að segja með þeim allra hæstu í heimi, 20 metrum hærri en Hallgrímskirkja svo ég taki nærtækan samanburð. Elstu mannvirkin 29.000 ára gömul En þetta er þó ekki allt og sumt. Nú kemur nefnilega að því sem gerir mig að minnsta kosti verulega spenntan. Sá góði maður Natawadjaja hefur nefnilega látið kolefnisgreina það sem komið hefur úr borunum hans oní svörðinn á Gunung Padang og niðurstöðurnar eru vægast sagt óvæntar. Fyrst kom upp úr dúrnum að leifarnar efst úr píramídanum virtust vera frá því um 2500 árum fyrir Krist. Eða um nákvæmlega sama leyti og píramídarnir stóru voru reistir í Egiftalandi. Það var nógu óvænt til að allar bjöllur færu að klingja. En síðan hafa æ fleiri aldursgreiningar frá Gunung Padang orðið æ villtari. Og „smíði“ píramídans sem þarna leynist greinilega undir hefur færst æ lengra aftur í grámósku tímans. Natawadjaja er djarfur maður og hugmyndaríkur og hefur haft gaman af að koma mönnum á óvart með niðurstöðum sínum en jafnvel honum er þó farið að blöskra. Nýjustu próf frá Gunung Padang benda nefnilega til þess að elstu mannvirkin á hæðinni kunni að vera 29.000 ára gömul! Og það er svo geggjað að það getur eiginlega ekki staðist. Fyrir svo löngum tíma voru jafnvel hinir háþróuðu menn á jörðinni enn safnarar og veiðimenn sem áttu engin verkfæri stórtækari en steinaxir – héldum við! Og höfðu hvorki færi né áhuga á að reisa nærri 100 metra háa píramída. Allra síst það fólk sem á Jövu bjó. Varkárir fræðimenn reyna að skýra niðurstöður Natawadjajas með því að súr efni í eldfjallaöskunni á Jövu rugli aldursgreiningarprófin og því sé lítið að marka þau, en viðurkenna jafnframt að þarna sé eitthvað á seyði sem ekki verði skýrt með venjulegum ráðum og venjulegri sögu. Formlegur fornleifauppgröftur í Gunung Padang hófst í haust en var stöðvaður nú í byrjun október, því það þykir ljóst að þarna niðri í moldinni sé að finna eitthvað svo óvænt og furðulegt að undirbúa verði uppgröftinn betur. Þegar hann fer af stað á ný gætum við þurft að henda gömlu sögubókunum okkar og skrifa sögu mannkynsins upp á nýtt. Ég játa að ég bíð spenntur. Ég lifi kannski þrátt fyrir allt á tímum byltingarkenndra tíðinda. Það eina sem fær mig til að efast um að eitthvað sé merkilegt við Gunung Padang er hins vegar sú uggvænlega staðreynd að Graham Hancock er víst mættur á svæðið.
Flækjusaga Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira