„Hvað á þá að gera með svona fiska?“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 29. október 2014 00:00 Fjögurra ára dóttur mína hefur dreymt um að eignast gæludýr í dágóðan tíma. Helstu óskadýrin voru hundur, köttur, hestur og páfagaukur. Þar sem við búum á fjórðu hæð í fjölbýlishýsi voru þetta ekki beint álitlegir kostir þó ég væri glöð til í að uppfylla drauma hennar. Eftir miklar vangaveltur varð því gullfiskur fyrir valinu. Í fréttum er alltaf verið að vitna í einhverjar rannsóknir sem sýna fram á að gæludýrahald sé svo gott fyrir sálina og það ali upp í börnum ábyrgðartilfinningu að hugsa um dýr. Þetta gat því ekki klikkað. Dýrið myndi fylla heimilið af gleði og um leið kenna dótturinni að bera ábyrgð. Við lögðum leið okkar í gæludýraverslun og eftir dágóða stund fundum við loksins fallegan fisk og fiskakúlu. Starfsmaðurinn í búðinni kvaddi okkur með ótal áminningum um það hvernig við ættum ekki að drepa fiskinn. Mér var eiginlega hætt að lítast á blikuna og hugsaði með mér að líklega ættum við ekki að eyða of miklum tíma í að tengjast honum tilfinningalega. Þegar við komum heim var nýja fjölskyldumeðlimnum komið fyrir í kúlunni. Dóttirin virtist eitthvað hafa misskilið fiskahald og spurði mig fljótlega eftir að við komum heim hvenær og hvernig við gætum farið með fiskinn út að labba. Vonbrigðin voru augljós þegar ég sagði henni að það væri ekki hægt. „Hvað á þá að gera með svona fiska?“ Núna hefur fiskurinn svamlað í kúlunni sinni undanfarnar tvær vikur og veitir okkur alls enga gleði. Að synda sama hringinn, alla daga ársins, er eiginlega ekki bara brjálæðislega niðurdrepandi fyrir hann heldur okkur líka. Við erum farnar að forðast að fara inn til hans nema í þetta eina skipti á dag sem hann má éta. Gleðin við að eignast gæludýr hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína og nú er ég farin að upphugsa leiðir hvernig megi frelsa hann. Hvort ég eigi að leyfa honum að synda í baðkarinu eða hvort það sé vænlegra til árangurs að sleppa honum í tjörn? Ég held að næst verði köttur fyrir valinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Fjögurra ára dóttur mína hefur dreymt um að eignast gæludýr í dágóðan tíma. Helstu óskadýrin voru hundur, köttur, hestur og páfagaukur. Þar sem við búum á fjórðu hæð í fjölbýlishýsi voru þetta ekki beint álitlegir kostir þó ég væri glöð til í að uppfylla drauma hennar. Eftir miklar vangaveltur varð því gullfiskur fyrir valinu. Í fréttum er alltaf verið að vitna í einhverjar rannsóknir sem sýna fram á að gæludýrahald sé svo gott fyrir sálina og það ali upp í börnum ábyrgðartilfinningu að hugsa um dýr. Þetta gat því ekki klikkað. Dýrið myndi fylla heimilið af gleði og um leið kenna dótturinni að bera ábyrgð. Við lögðum leið okkar í gæludýraverslun og eftir dágóða stund fundum við loksins fallegan fisk og fiskakúlu. Starfsmaðurinn í búðinni kvaddi okkur með ótal áminningum um það hvernig við ættum ekki að drepa fiskinn. Mér var eiginlega hætt að lítast á blikuna og hugsaði með mér að líklega ættum við ekki að eyða of miklum tíma í að tengjast honum tilfinningalega. Þegar við komum heim var nýja fjölskyldumeðlimnum komið fyrir í kúlunni. Dóttirin virtist eitthvað hafa misskilið fiskahald og spurði mig fljótlega eftir að við komum heim hvenær og hvernig við gætum farið með fiskinn út að labba. Vonbrigðin voru augljós þegar ég sagði henni að það væri ekki hægt. „Hvað á þá að gera með svona fiska?“ Núna hefur fiskurinn svamlað í kúlunni sinni undanfarnar tvær vikur og veitir okkur alls enga gleði. Að synda sama hringinn, alla daga ársins, er eiginlega ekki bara brjálæðislega niðurdrepandi fyrir hann heldur okkur líka. Við erum farnar að forðast að fara inn til hans nema í þetta eina skipti á dag sem hann má éta. Gleðin við að eignast gæludýr hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína og nú er ég farin að upphugsa leiðir hvernig megi frelsa hann. Hvort ég eigi að leyfa honum að synda í baðkarinu eða hvort það sé vænlegra til árangurs að sleppa honum í tjörn? Ég held að næst verði köttur fyrir valinu.