Neikvæð og niðurrífandi gagnrýni Rikka skrifar 31. október 2014 11:00 Einblínum á það jákvæða í fari annarra. visir/getty Í þessu samfélagi sem að við búum í í dag virðist vera nánast daglegur og sjálfsagður hlutur að gagnrýna allt og alla. En hverju skilar þetta? Er þetta einhverjum til góða? Skilar það einhverju að svara neikvæðri gagnrýni með neikvæðri gagnrýni? Heilsuvísir er búinn að taka sama nokkur góð ráð sem allir ættu að hafa í huga þegar neikvæð og niðurrífandi gagnrýni liggur á tungubroddinum og einnig þegar þú liggur sjálf/ur undir gagnrýni.1. Þegar einhver er ósammála okkur eða gerir líf okkar erfitt mundu þá að yfirleitt og oftast snýst þetta ekki um þig. Við endurspeglum okkur sjálf í samskiptum okkar við aðra, viðkomandi gæti verið að glíma við einhverja erfiðleika sem að þú veist lítið eða ekkert um með þeim afleiðingum að þú verður fyrir barðinu á viðkomandi. Hættu að taka öllu persónulega!2. Reyndu að finna eitthvað jákvætt og fallegt við manneskjuna sem er að gagnrýna þig eða þú ert að gagnrýna. Heilinn virðist oft vera þannig forritaður að við leitum fyrst að því neikvæða við persónuna. Prófaðu að vera meðvitaður og snúa þessu við.3. Stundum virðumst við dæma fólk fyrir eitthvað sem að við myndum sjálf gera í sömu aðstæðum. Hefurðu dæmt einhvern fyrir að „keyra eins og vitleysingur“ og bölvað viðkomandi í sand og ösku? Hefur þú kannski einhvern tímann keyrt eins og vitleysingur undir ákveðnum kringumstæðum?4. Það gæti stundum farið í taugarnar á þér hvernig einhver leysir vandamál sem viðkomandi er að kljást við, sérstaklega þar sem þú ert með miklu betri lausnir.Raunveruleikinn er samt sem áður sá að við leysum vandamál á mismunandi hátt en markmiðið er það sama, að leysa vandamálið. Hafðu orð Dalai Lama að leiðarljósi þegar þú lendir í þessum aðstæðum. „Fólk leitar ólíkra leiða að hamingjunni og lífsfyllingunni.“5. Einbeittu þér að sjálfinu. Þegar okkur líður vel í eigin sjálfi þá gagnrýnum við aðra í minni mæli. Ræktaðu sál og líkama og hafðu jákvæðni og uppbyggilegar hugsanir að leiðarljósi á hverjum degi. Heilsa Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í þessu samfélagi sem að við búum í í dag virðist vera nánast daglegur og sjálfsagður hlutur að gagnrýna allt og alla. En hverju skilar þetta? Er þetta einhverjum til góða? Skilar það einhverju að svara neikvæðri gagnrýni með neikvæðri gagnrýni? Heilsuvísir er búinn að taka sama nokkur góð ráð sem allir ættu að hafa í huga þegar neikvæð og niðurrífandi gagnrýni liggur á tungubroddinum og einnig þegar þú liggur sjálf/ur undir gagnrýni.1. Þegar einhver er ósammála okkur eða gerir líf okkar erfitt mundu þá að yfirleitt og oftast snýst þetta ekki um þig. Við endurspeglum okkur sjálf í samskiptum okkar við aðra, viðkomandi gæti verið að glíma við einhverja erfiðleika sem að þú veist lítið eða ekkert um með þeim afleiðingum að þú verður fyrir barðinu á viðkomandi. Hættu að taka öllu persónulega!2. Reyndu að finna eitthvað jákvætt og fallegt við manneskjuna sem er að gagnrýna þig eða þú ert að gagnrýna. Heilinn virðist oft vera þannig forritaður að við leitum fyrst að því neikvæða við persónuna. Prófaðu að vera meðvitaður og snúa þessu við.3. Stundum virðumst við dæma fólk fyrir eitthvað sem að við myndum sjálf gera í sömu aðstæðum. Hefurðu dæmt einhvern fyrir að „keyra eins og vitleysingur“ og bölvað viðkomandi í sand og ösku? Hefur þú kannski einhvern tímann keyrt eins og vitleysingur undir ákveðnum kringumstæðum?4. Það gæti stundum farið í taugarnar á þér hvernig einhver leysir vandamál sem viðkomandi er að kljást við, sérstaklega þar sem þú ert með miklu betri lausnir.Raunveruleikinn er samt sem áður sá að við leysum vandamál á mismunandi hátt en markmiðið er það sama, að leysa vandamálið. Hafðu orð Dalai Lama að leiðarljósi þegar þú lendir í þessum aðstæðum. „Fólk leitar ólíkra leiða að hamingjunni og lífsfyllingunni.“5. Einbeittu þér að sjálfinu. Þegar okkur líður vel í eigin sjálfi þá gagnrýnum við aðra í minni mæli. Ræktaðu sál og líkama og hafðu jákvæðni og uppbyggilegar hugsanir að leiðarljósi á hverjum degi.
Heilsa Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið